| Ólafur Haukur Tómasson
Finnska goðsögnin Sami Hyypia sem yfirgaf herbúðir Liverpool í sumar eftir að hafa átt tíu góð ár í herbúðum félagsins hefur mikla trú á Rafael Benítez, knattspyrnustjóra síns gamla félags. Hann segir Benítez hafa unnið mikla vinnu fyrir félagið og ætti ekki að víkja úr starfi.
"Ætti Benítez að hætta sem knattspyrnustjóri Liverpool? Nei, ekki séns. Hann hefur unnið frábæra vinnu þar svo af hverju ætti hann að gera það? Hann hefur ekki jafn mikinn pening á milli handanna og þeir hjá Manchester United og Chelsea en hann hefur engu að síður náð árangri.
Skoðið það sem Chelsea eytt til að reyna að vinna Meistaradeildina. Rafa vann hana á fyrsta tímabilinu sínu hjá liðinu, komst svo í úrslit skömmu síðar en hafði ekki nálægt því jafn mikinn pening og Chelsea." sagði Hyypia.
Liverpool er í harðri baráttu við mörg lið um baráttuna um Meistaradeildarsæti en Hyypia er fullviss um að Liverpool hafi betur í baráttunni við hin liðin og telur Liverpool hafa leynivopn í sínum röðum sem gæti nýst þeim á lokasprettinum.
"Ég er viss um að Liverpool muni enda á meðal fjóru efstu liðanna. Manchester City og Spurs hafa sett saman góð lið en þegar pressan skellur á þegar um tíu leikir eru eftir þá fer reynslan að gera vart um sig. Flest allir leikmenn Liverpool vita hvernig það er að spila undir pressu. Fyrir mitt leyti þá er þetta ástæðan fyrir því að þeir muni enda á meðal þeirra efstu í lok leiktíðar."
Hyypia er ánægður með viðbrögð leikmanna Liverpool við lélegu gengi á leiktíðinni og segir leikmenn liðsins ekki hafa snúist gegn stjórnarháttum Rafael Benítez.
"Leikmenn taka ekki á sig sökina fyrir stjórann ef að hann er ekki góður í mannlega þætti þjálfunar. Það hefði verið auðvelt fyrir leikmennina að skella sökinni á stjórann en í stað þess þá taka þeir ábyrgðina á sig."
Hyypia sem á sínum tíma lék yfir 450 leiki fyrir Liverpool og vann marga titla með félaginu er nú á mála hjá þýska liðinu Bayer Leverkusen sem er að gera það gott í Bundesligunni, liðið er taplaust á toppnum, Hyypia búinn að vera í lykilhlutverki hjá liðinu og skoraði meðal annars sitt fyrsta mark fyrir félagið um síðastliðna helgi.
TIL BAKA
Sami styður við bakið á Rafa

"Ætti Benítez að hætta sem knattspyrnustjóri Liverpool? Nei, ekki séns. Hann hefur unnið frábæra vinnu þar svo af hverju ætti hann að gera það? Hann hefur ekki jafn mikinn pening á milli handanna og þeir hjá Manchester United og Chelsea en hann hefur engu að síður náð árangri.
Skoðið það sem Chelsea eytt til að reyna að vinna Meistaradeildina. Rafa vann hana á fyrsta tímabilinu sínu hjá liðinu, komst svo í úrslit skömmu síðar en hafði ekki nálægt því jafn mikinn pening og Chelsea." sagði Hyypia.
Liverpool er í harðri baráttu við mörg lið um baráttuna um Meistaradeildarsæti en Hyypia er fullviss um að Liverpool hafi betur í baráttunni við hin liðin og telur Liverpool hafa leynivopn í sínum röðum sem gæti nýst þeim á lokasprettinum.
"Ég er viss um að Liverpool muni enda á meðal fjóru efstu liðanna. Manchester City og Spurs hafa sett saman góð lið en þegar pressan skellur á þegar um tíu leikir eru eftir þá fer reynslan að gera vart um sig. Flest allir leikmenn Liverpool vita hvernig það er að spila undir pressu. Fyrir mitt leyti þá er þetta ástæðan fyrir því að þeir muni enda á meðal þeirra efstu í lok leiktíðar."
Hyypia er ánægður með viðbrögð leikmanna Liverpool við lélegu gengi á leiktíðinni og segir leikmenn liðsins ekki hafa snúist gegn stjórnarháttum Rafael Benítez.
"Leikmenn taka ekki á sig sökina fyrir stjórann ef að hann er ekki góður í mannlega þætti þjálfunar. Það hefði verið auðvelt fyrir leikmennina að skella sökinni á stjórann en í stað þess þá taka þeir ábyrgðina á sig."
Hyypia sem á sínum tíma lék yfir 450 leiki fyrir Liverpool og vann marga titla með félaginu er nú á mála hjá þýska liðinu Bayer Leverkusen sem er að gera það gott í Bundesligunni, liðið er taplaust á toppnum, Hyypia búinn að vera í lykilhlutverki hjá liðinu og skoraði meðal annars sitt fyrsta mark fyrir félagið um síðastliðna helgi.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan