| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Áskorun til leikmanna
Rafa Benítez skorar á leikmenn sína að bæta sig í sóknarleiknum enda er ekki seinna vænna, á laugardaginn er mikilvægur leikur gegn erkifjendunum í Everton.
Benítez hefur verið ánægður með gengi liðsins undanfarið enda hefur varnarleikurinn batnað til muna og liðið heldur oftar markinu hreinu. Liðið hefur nú leikið sex deildarleiki án taps en sóknarleikurinn þarf engu að síður að batna.
,,Maður verður að halda áfram að greina heildarmyndina," sagði Benítez. ,,Ef maður heldur að ekki sé verið að bæta sig þá verður maður taugaóstyrkur. Það er því mikilvægt að horfa á hlutina í samhengi og gefa leikmönnum sjálfstraust. Við höfum unnið einn leik í viðbót (gegn Bolton) og héldum markinu aftur hreinu. Það er það jákvæða."
,,En allt í lagi, sóknarleikurinn var ekki eins góður og við viljum hafa hann en við verðum að halda áfram og við vitum að við getum bætt okkur. Við þurfum fleiri jákvæða hluti heldur en neikvæða. Leikmennirnir vita að við erum að bæta okkur. Okkur gengur betur í vörninni og það er stórmunur en við verðum að bæta sóknina líka - það er nokkuð ljóst."
Þrátt fyrir að nokkra lykilleikmenn hafi vantað í vörnina undanfarið hefur liðið nú haldið markinu hreinu í síðustu fimm leikjum síðan í 2-0 sigrinum á Úlfunum annan dag jóla. Spilamennska Grikkjans Kyrgiakos hefur verið mjög góð í undanförnum leikjum en Benítez hrósaði einnig Jamie Carragher sem mun líklega spila aftur í hægri bakverði í nágrannaslagnum á laugardaginn.
,,Við vitum að þegar Carra spilar í hægri bakverði krefjumst við meira af honum heldur en þegar hann er í miðri vörninni en hann leggur sig alltaf fram fyrir liðið og hefur spilað mjög vel undanfarið," sagði Benítez. ,,Forgangsatriðið nú er að laga þessa stöðu sem upp er komin varðandi hægri bakvarðastöðuna."
,,Martin Kelly er að koma til baka úr meiðslum, Degen er að bæta sig og Stephen Darby hefur verið að æfa með okkur. Við erum að reyna að komast útúr þessu en sá leikmaður sem hefur mestu reynsluna er Carra. Hann er, sem stendur, besti möguleikinn fyrir liðið í þessari stöðu."
Varðandi meiðsli leikmanna þá sneru þeir Martin Kelly og Nabil El Zhar til baka úr meiðslum nú í vikunni en Benítez býst ekki við þeim Glen Johnson og Fernando Torres fyrr en í lok mánaðarins.
,,Glen er að jafna sig," sagði Benítez. ,,Hann mun ekki koma aftur fyrr en eftir þrjár eða fjórar vikur. Þegar hann meiddist töldum við að hann myndi vera frá í tvo mánuði og það er mánuður liðinn núna. Fernando er að bæta sig líka. Vonandi verður hann kominn til baka um svipað leyti og Yossi Benayoun gæti komið til baka eftir tvær vikur, en hann rifbeinsbrotnaði."
Benítez hefur verið ánægður með gengi liðsins undanfarið enda hefur varnarleikurinn batnað til muna og liðið heldur oftar markinu hreinu. Liðið hefur nú leikið sex deildarleiki án taps en sóknarleikurinn þarf engu að síður að batna.
,,Maður verður að halda áfram að greina heildarmyndina," sagði Benítez. ,,Ef maður heldur að ekki sé verið að bæta sig þá verður maður taugaóstyrkur. Það er því mikilvægt að horfa á hlutina í samhengi og gefa leikmönnum sjálfstraust. Við höfum unnið einn leik í viðbót (gegn Bolton) og héldum markinu aftur hreinu. Það er það jákvæða."
,,En allt í lagi, sóknarleikurinn var ekki eins góður og við viljum hafa hann en við verðum að halda áfram og við vitum að við getum bætt okkur. Við þurfum fleiri jákvæða hluti heldur en neikvæða. Leikmennirnir vita að við erum að bæta okkur. Okkur gengur betur í vörninni og það er stórmunur en við verðum að bæta sóknina líka - það er nokkuð ljóst."
Þrátt fyrir að nokkra lykilleikmenn hafi vantað í vörnina undanfarið hefur liðið nú haldið markinu hreinu í síðustu fimm leikjum síðan í 2-0 sigrinum á Úlfunum annan dag jóla. Spilamennska Grikkjans Kyrgiakos hefur verið mjög góð í undanförnum leikjum en Benítez hrósaði einnig Jamie Carragher sem mun líklega spila aftur í hægri bakverði í nágrannaslagnum á laugardaginn.
,,Við vitum að þegar Carra spilar í hægri bakverði krefjumst við meira af honum heldur en þegar hann er í miðri vörninni en hann leggur sig alltaf fram fyrir liðið og hefur spilað mjög vel undanfarið," sagði Benítez. ,,Forgangsatriðið nú er að laga þessa stöðu sem upp er komin varðandi hægri bakvarðastöðuna."
,,Martin Kelly er að koma til baka úr meiðslum, Degen er að bæta sig og Stephen Darby hefur verið að æfa með okkur. Við erum að reyna að komast útúr þessu en sá leikmaður sem hefur mestu reynsluna er Carra. Hann er, sem stendur, besti möguleikinn fyrir liðið í þessari stöðu."
Varðandi meiðsli leikmanna þá sneru þeir Martin Kelly og Nabil El Zhar til baka úr meiðslum nú í vikunni en Benítez býst ekki við þeim Glen Johnson og Fernando Torres fyrr en í lok mánaðarins.
,,Glen er að jafna sig," sagði Benítez. ,,Hann mun ekki koma aftur fyrr en eftir þrjár eða fjórar vikur. Þegar hann meiddist töldum við að hann myndi vera frá í tvo mánuði og það er mánuður liðinn núna. Fernando er að bæta sig líka. Vonandi verður hann kominn til baka um svipað leyti og Yossi Benayoun gæti komið til baka eftir tvær vikur, en hann rifbeinsbrotnaði."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan