| Sf. Gutt
TIL BAKA
Öllu fórnað!
Flestum stuðningsmönnum Liverpool þótti lítið til Grikkjans Sotirios Kyrgiakos koma þegar hann gekk til liðs við félagið þeirra. Nú er öldin önnur því Grikkinn hefur spilað frábærlega í hjarta varnar Liverpool í síðustu fjórum leikjum. Í þeim hefur Liverpool aðeins fengið eitt mark á sig og Sotirios hefur staðið vakt sína með sóma. Ekki má svo gleyma því að hann laumaði inn einu marki gegn Stoke City.
Margir hafa hrósað honum og meðal þeirra er Rafael Benítez. Hann var spurður að því hvað Sotirios hefði fært liðinu?
"Góða skalla. Hann er sterkur og hefur gaman að því að berjast. Þessa kosti þurftum við og hann er að standa sig mjög vel um þessar mundir. Barátta hans hefur líka verið smitandi."
Sotirios lék mjög vel gegn Bolton og hafði í nógu að snúast. Þegar hann bjargaði ótrúlega á línu snemma leiks telst líklega bestu varnartilþrif hjá Liverpool á leiktíðinni. Rafael sagði eftir leik að Grikkinn hefði sýnt mikla baráttu og fórnað einni tönn eða svo.
"Hann missti eina tönn og það sýnir hversu baráttan getur verið hörð."
Hvað svo sem mönnum fannst fyrst um gríska varnarmanninn þá verður því ekki á móti mælt að vörn Liverpool hefur batnað mikið í síðustu leikjum og það er mikið honum að þakka.
Margir hafa hrósað honum og meðal þeirra er Rafael Benítez. Hann var spurður að því hvað Sotirios hefði fært liðinu?
"Góða skalla. Hann er sterkur og hefur gaman að því að berjast. Þessa kosti þurftum við og hann er að standa sig mjög vel um þessar mundir. Barátta hans hefur líka verið smitandi."
Sotirios lék mjög vel gegn Bolton og hafði í nógu að snúast. Þegar hann bjargaði ótrúlega á línu snemma leiks telst líklega bestu varnartilþrif hjá Liverpool á leiktíðinni. Rafael sagði eftir leik að Grikkinn hefði sýnt mikla baráttu og fórnað einni tönn eða svo.
"Hann missti eina tönn og það sýnir hversu baráttan getur verið hörð."
Hvað svo sem mönnum fannst fyrst um gríska varnarmanninn þá verður því ekki á móti mælt að vörn Liverpool hefur batnað mikið í síðustu leikjum og það er mikið honum að þakka.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan