| Sf. Gutt
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Það er borgarslagur í Liverpool á morgun. Varla þarf að hvetja nokkurn mann til dáða hvort sem hann á að spila eða horfa á leikinn úr stúkunni á Anfield Road. Svo er allur skarinn sem horfir á leikinn eða hlustar á lýsingu á honum um alla veröldina. Það sem byrjaði sem grannaslagur í hafnarborg á vesturströnd Englands er orðinn viðburður sem fylgst er með um allan heim.
Liverpool og Everton hafa átt góðu gengi að fagna í síðustu leikjum. Það er mikið undir á Anfield Road. Bæði lið vilja ná þremur stigum og bæta stöðu sína í deildinni. Svo er það stoltið og allt sem því fylgir. Svona á knattspyrnan að vera!
Fróðleiksmolar...
- Þetta er 213. grannaslagur Liverpool og Everton.
- Liverpool hefur unnið 83 af þessum leikjum. Everton hefur haft 65 sinnum betur og í 64 skipti hafa liðin skilið jöfn.
- Liverpool hefur nú leikið sex deildarleiki í röð án taps.
- Jose Reina hefur haldið markinu hreinu í fimm.
- Liverpool vann fyrri leik liðanna á leiktíðinni 2:0 á Goodison Park.
- Everton hefur ekki tapað síðustu níu deildarleikjum sínum. Síðasta tap liðsins var fyrir Liverpool!
- Þeir Jose Reina, Lucas Leiva og Dirk Kuyt hafa spilað alla deildarleiki Liverpool á þessari leiktíð.
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða tólf talsins.
Hversu margir leikir sem byrja í hádeginu eru góðir? Það er það fyrsta sem mér dettur í hug með þennan leik. Everton mætir til leiks eftir að hafa átt góða rispu í deildinni. Þeir náðu tveimur góðum leikmönnum, Landon Donovan og varnarmanninn Philippe Senderos, til sín. Það hlýtur að koma til álita að David Moyes verði valinn Framkvæmdastjóri mánaðarins.
Liverpool hefur náð góðum úrslitum upp á síðkastið en mér finnst samt að liðið sé ekki að spila mjög vel. Það er þó jákvætt fyrir stuðningsmenn Liverpool að sjá framkvæmdastjórann Rafael Benítez velja sóknarsinnað lið. Þó að Liverpool hafi verið að bæta sig þá hljóta stuðningsmenn Everton að telja að þetta sé besti möguleiki liðsins í nokkurn tíma að ná óvæntumúrslitum.
Úrskurður: Liverpool v Everton 1:1.
Liverpool og Everton hafa átt góðu gengi að fagna í síðustu leikjum. Það er mikið undir á Anfield Road. Bæði lið vilja ná þremur stigum og bæta stöðu sína í deildinni. Svo er það stoltið og allt sem því fylgir. Svona á knattspyrnan að vera!
Fróðleiksmolar...
- Þetta er 213. grannaslagur Liverpool og Everton.
- Liverpool hefur unnið 83 af þessum leikjum. Everton hefur haft 65 sinnum betur og í 64 skipti hafa liðin skilið jöfn.
- Liverpool hefur nú leikið sex deildarleiki í röð án taps.
- Jose Reina hefur haldið markinu hreinu í fimm.
- Liverpool vann fyrri leik liðanna á leiktíðinni 2:0 á Goodison Park.
- Everton hefur ekki tapað síðustu níu deildarleikjum sínum. Síðasta tap liðsins var fyrir Liverpool!
- Þeir Jose Reina, Lucas Leiva og Dirk Kuyt hafa spilað alla deildarleiki Liverpool á þessari leiktíð.
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða tólf talsins.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Everton
Liverpool v Everton
Hversu margir leikir sem byrja í hádeginu eru góðir? Það er það fyrsta sem mér dettur í hug með þennan leik. Everton mætir til leiks eftir að hafa átt góða rispu í deildinni. Þeir náðu tveimur góðum leikmönnum, Landon Donovan og varnarmanninn Philippe Senderos, til sín. Það hlýtur að koma til álita að David Moyes verði valinn Framkvæmdastjóri mánaðarins.
Liverpool hefur náð góðum úrslitum upp á síðkastið en mér finnst samt að liðið sé ekki að spila mjög vel. Það er þó jákvætt fyrir stuðningsmenn Liverpool að sjá framkvæmdastjórann Rafael Benítez velja sóknarsinnað lið. Þó að Liverpool hafi verið að bæta sig þá hljóta stuðningsmenn Everton að telja að þetta sé besti möguleiki liðsins í nokkurn tíma að ná óvæntumúrslitum.
Úrskurður: Liverpool v Everton 1:1.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan