| Sf. Gutt
TIL BAKA
Hetjulegur sigur!
Það var rauður dagur í Liverpool í dag! Liverpool vann þá hetjulegan 1:0 sigur á grönnum sínum Everton á Anfield Road. Það er alltaf jafn sætt að leggja Everton að velli en sigurinn í dag var enn sætari fyrir þær sakir að Liverpool lék einum færri lengi leiks. Þetta var alvöru sigur!
Það var sólskin en kalt í Liverpool í dag og kuldaþoka lá yfir Musterinu. Leikmenn beggja liða mættu geysilega ákveðnir til leiks og tæklingarnar á fyrstu mínútunum staðfestu það ef einhver var í vafa. Jamie Carragher lét til dæmis hraustlega vita af því að hann væri tilbúinn í slaginn.
Eftir fjórar mínútur fékk Liverpool aukaspyrnu til hliðar við vítateig Everton vinstra megin eftir að Steven Gerrard var felldur. Steven tók aukaspyrnuna sjálfur og þrumaði að marki en skotið var beint á Tim Howard sem sló boltann frá og hættan leið hjá. Gott skot hjá fyrirliðanum. Eftir tuttugu mínútur fékk Everton aukaspyrnu fyrir utan vítateig Liverpool. Leighton Baines tók hana en Jose Reina varði með því að slá boltann yfir. Rétt á eftir munaði litlu að það syði upp úr. Steven Pienaar braut þá á Dirk Kuyt. Marouane Fellaini renndi sér svo á Dirk þar sem hann lá og sparkaði í höfuðið á honum. Ekkert gerði dómarinn í því!
Enn æstust leikar þegar Steven Pienaar sparkaði Javier Maschrano niður með sólatæklingu. Steven fékk aðeins gult spjald og var ótrúlegt að hann skyldi ekki vera rekinn af velli. Jamie lét Steven finna fyrir því stuttu síðar og fékk spjald fyrir vikið. Á 31. mínútu náði Liverpool lipri sókn og David Ngog komst upp að teignum en skot hans fór framhjá. Á næstu mínútu var Louis Saha við það að komast í gegn en Jose mætti honum við teiginn og þrumaði boltanum í burtu.
Á 34. mínútu hentu þeir Sotirios Kyrgiakos og Marouane Fellaini sér saman í hraustlega tæklingu svo ekki sé meira sagt. Báðir lágu eftir. Gríski harðjaxlinn var rekinn af velli en sá belgíski slapp við refsinu. Sotirios fór hart fram en náði boltanum en Belginn tróð viljandi á honum. Hann fékk þó sína refsingu í því formi að fara meiddur af velli. Dómarinn átti ekki góðan dag og Marouane hefði með réttu átt að vera rekinn af velli líka. Hann hefði líka mátt fjúka áður þegar hann sparkaði framan í Dirk. En það þurfti að sauma saman skurð á sköflunginum á Sotirios og sú aðgerð sagði sína sögu um þá meðferð sem hann fékk. Hann gat þó varla kvartað yfir brottrekstri sínum.
Útlitið var nú ekki gæfulegt fyrir Liverpool. Rafael Benítez varð að breyta liðsuppstillingu sinni og Jamie var færður í stöðu miðvarðar við hlið Daniel Agger sem kom í liðið eftir meiðsli. Javier tók stöðu hægri bakvarðar. Leikmenn Liverpool þéttu nú raðirnar og litlu munaði að liðið kæmist yfir á 44. mínútu. Steven Gerrard tók þá aukaspyrnu af rúmlega tuttugu metra færi. Skot hans var fast en boltinn small í þverslá og fór yfir. Everton fékk dauðafæri hinu megin nokkrum andartökum seinna. Landon Donovan sendi inn á vítateiginn. Javier skallaði beint á Tim Cahill en hann skallaði óvaldaður yfir af stuttu færi. Þar slapp Liverpool vel og ekkert hafði verið skorað þegar fyrri hálfleik lauk. En áhorfendur um víða veröld höfðu um nóg að tala í leikhléinu!
Everton ógnaði fyrst eftir hlé en laust skot frá Tim vinstra megin í teignum fór beint í fangið á Jose. Eftir þetta náði Liverpool kröftugum leikkafla og hann endaði með marki á 55. mínútu. Steven tók hornspyrnu frá vinstri. Inni á markteignum fyrir miðju marki náði Dirk að rífa sig úr gæslu Tim Howard og Phil Neville og stýra boltanum í markið með skalla. Alveg magnað hjá þessum ólseiga Hollendingi og stuðningsmenn Liverpool brjáluðust af fögnuði!
Það var þó mikið verk óunnið þótt forystu hefði verið náð en leikmenn Liverpool voru staðráðir í að verja fengin hlut og bæta jafnvel við. Everton gekk illa að færa sér liðsmuninn í nyt enda börðust leikmenn Liverpool allir sem einn eins og hver mátti. David Ngog og Ryan Babel, sem leysti hann af, héldu svo varnarmönnum Everton við efnið þegar færi gafst.
Undir lokin gekk mikið á. Þegar sex mínútur voru eftir fékk Steven Gerrard gult spjald eftir að hafa runnið á Steven Pienaar. Leikmenn Everton æstust mjög við þetta og varamaðurinn Victor Anichebe fékk líka gult spjald fyrir að blanda sér í málið. Þegar tvær mínútur voru eftir kom Everton loks skoti á mark Liverpool. Varamaðurinn Ayegbeni Yakubu kom sér þá í skotstöðu við vítateiginn og náði föstu skoti en Jose varði snaggaralega með því að slá boltann yfir. Victor komst svo inn á vítateiginn hægra megin en Lucas Leiva renndi sér fyrir skot hans og Jose náði svo boltanum með tilþrifum. Frábær vörn hjá Lucas!
Það var svo vel komið fram yfir venjulegan leiktíma þegar jafnaðist í liðum. Þeir nafnar Steven áttust enn við. Sá bláklæddi keyrði inn í fyrirliða Liverpool og fékk sitt annað gula spjald og fór þar með af velli. Með réttu hefði hann getað lokið þátttöku í fyrri hálfleik.
Liverpool bognaði varla í þessari miklu rimmu og langt frá því brotnuðu þeir! Sigri Liverpool var fagnað vel og innilega þegar flautað var til leiksloka. Það er alltaf frábært að leggja Everton að velli og þessi sigur var með þeim sætari fyrir margra hluta sakir.
Liverpool: Reina, Carragher, Agger, Kyrgiakos, Insua, Kuyt (Skrtel 90. mín.), Leiva, Mascherano, Rodriguez (Aurelio 90. mín.), Gerrard og Ngog (Babel 63. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Degen, Aquilani og Riera.
Mark Liverpool: Dirk Kuyt (55. mín.).
Rautt spjald: Sotirios Kyrgiakos.
Gul spjöld: Dirk Kuyt, Jamie Carragher og Steven Gerrard.
Everton: Howard, Neville, Heitinga, Distin, Baines, Donovan, Fellaini (Arteta 40. mín.), Osman (Yakubu 72. mín.), Pienaar, Cahill og Saha (Anichebe 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Nash, Senderos, Coleman og Bilyaletdinov.
Rautt spjald: Steven Pienaar.
Gul spjöld: Steven Pienaar, Johnny Heitinga og Victor Anichebe.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.316.
Maður leiksins: Dirk Kuyt. Hollendingurinn mun aldrei gleyma þessum leik. Hann skoraði sigurmarkið með skalla og það eftir að Bláliði hafi sparkað í höfuðið á honum fyrr í leiknum. Dirk, eins og allir félagar hans, gaf ekki tommu eftir og getur svo sannarlega verið ánægður með dagsverkið þennan daginn.
Rafael Benítez: Það var rosalega mikilvægur sigur. Það er alltaf mikilvægt að vinna derby leik en það er enn merkilegra að vinna svona leik með 10 leikmenn á Anfield. Fólkið er hæstánægt og ég er ánægður fyrir hönd leikmannanna og stuðningsmanna. Allir lögðu hart að sér og við verðskulduðum að vinna. Við lögðum hart að okkur frá byrjun. Það var alveg ótrúlegt að sjá alla leikmennina berjast svona vel og verjast eftir að við urðum manni færri. Svo reyndu þeir líka að sækja og skora mörk.
Fróðleiksmolar...
- Þetta var 213. grannaslagur Liverpool og Everton.
- Liverpool hefur unnið 84 af þessum leikjum. Everton hefur haft 65 sinnum betur og í 64 skipti hafa liðin skilið jöfn.
- Liverpool hefur nú leikið sjö deildarleiki í röð án taps.
- Jose Reina hefur haldið markinu hreinu í sex þeirra og þar af fjórum í röð.
- Liverpool vann fyrri leik liðanna á leiktíðinni 2:0 á Goodison Park.
- Everton hafði fyrir leikinn spilað níu deildarleiki í röð án taps.
- Síðasta tap liðsins var fyrir Liverpool á Goodison Park og nú tapaði liðið aftur fyrir Rauðliðum!
- Þeir Jose Reina, Lucas Leiva og Dirk Kuyt hafa spilað alla deildarleiki Liverpool á þessari leiktíð.
- Dirk Kuyt skoraði tíunda mark sitt á leiktíðinni.
- Um leið var þetta 50. mark hans fyrir Liverpool í 181 leik.
- Fjögur af mörkunum 50 hefur hann skorað gegn Everton.
- Emiliano Insua lék sinn 50. leik með Liverpool. Hann hefur skorað eitt mark í þeim leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Sky sport.
Það var sólskin en kalt í Liverpool í dag og kuldaþoka lá yfir Musterinu. Leikmenn beggja liða mættu geysilega ákveðnir til leiks og tæklingarnar á fyrstu mínútunum staðfestu það ef einhver var í vafa. Jamie Carragher lét til dæmis hraustlega vita af því að hann væri tilbúinn í slaginn.
Eftir fjórar mínútur fékk Liverpool aukaspyrnu til hliðar við vítateig Everton vinstra megin eftir að Steven Gerrard var felldur. Steven tók aukaspyrnuna sjálfur og þrumaði að marki en skotið var beint á Tim Howard sem sló boltann frá og hættan leið hjá. Gott skot hjá fyrirliðanum. Eftir tuttugu mínútur fékk Everton aukaspyrnu fyrir utan vítateig Liverpool. Leighton Baines tók hana en Jose Reina varði með því að slá boltann yfir. Rétt á eftir munaði litlu að það syði upp úr. Steven Pienaar braut þá á Dirk Kuyt. Marouane Fellaini renndi sér svo á Dirk þar sem hann lá og sparkaði í höfuðið á honum. Ekkert gerði dómarinn í því!
Enn æstust leikar þegar Steven Pienaar sparkaði Javier Maschrano niður með sólatæklingu. Steven fékk aðeins gult spjald og var ótrúlegt að hann skyldi ekki vera rekinn af velli. Jamie lét Steven finna fyrir því stuttu síðar og fékk spjald fyrir vikið. Á 31. mínútu náði Liverpool lipri sókn og David Ngog komst upp að teignum en skot hans fór framhjá. Á næstu mínútu var Louis Saha við það að komast í gegn en Jose mætti honum við teiginn og þrumaði boltanum í burtu.
Á 34. mínútu hentu þeir Sotirios Kyrgiakos og Marouane Fellaini sér saman í hraustlega tæklingu svo ekki sé meira sagt. Báðir lágu eftir. Gríski harðjaxlinn var rekinn af velli en sá belgíski slapp við refsinu. Sotirios fór hart fram en náði boltanum en Belginn tróð viljandi á honum. Hann fékk þó sína refsingu í því formi að fara meiddur af velli. Dómarinn átti ekki góðan dag og Marouane hefði með réttu átt að vera rekinn af velli líka. Hann hefði líka mátt fjúka áður þegar hann sparkaði framan í Dirk. En það þurfti að sauma saman skurð á sköflunginum á Sotirios og sú aðgerð sagði sína sögu um þá meðferð sem hann fékk. Hann gat þó varla kvartað yfir brottrekstri sínum.
Útlitið var nú ekki gæfulegt fyrir Liverpool. Rafael Benítez varð að breyta liðsuppstillingu sinni og Jamie var færður í stöðu miðvarðar við hlið Daniel Agger sem kom í liðið eftir meiðsli. Javier tók stöðu hægri bakvarðar. Leikmenn Liverpool þéttu nú raðirnar og litlu munaði að liðið kæmist yfir á 44. mínútu. Steven Gerrard tók þá aukaspyrnu af rúmlega tuttugu metra færi. Skot hans var fast en boltinn small í þverslá og fór yfir. Everton fékk dauðafæri hinu megin nokkrum andartökum seinna. Landon Donovan sendi inn á vítateiginn. Javier skallaði beint á Tim Cahill en hann skallaði óvaldaður yfir af stuttu færi. Þar slapp Liverpool vel og ekkert hafði verið skorað þegar fyrri hálfleik lauk. En áhorfendur um víða veröld höfðu um nóg að tala í leikhléinu!
Everton ógnaði fyrst eftir hlé en laust skot frá Tim vinstra megin í teignum fór beint í fangið á Jose. Eftir þetta náði Liverpool kröftugum leikkafla og hann endaði með marki á 55. mínútu. Steven tók hornspyrnu frá vinstri. Inni á markteignum fyrir miðju marki náði Dirk að rífa sig úr gæslu Tim Howard og Phil Neville og stýra boltanum í markið með skalla. Alveg magnað hjá þessum ólseiga Hollendingi og stuðningsmenn Liverpool brjáluðust af fögnuði!
Það var þó mikið verk óunnið þótt forystu hefði verið náð en leikmenn Liverpool voru staðráðir í að verja fengin hlut og bæta jafnvel við. Everton gekk illa að færa sér liðsmuninn í nyt enda börðust leikmenn Liverpool allir sem einn eins og hver mátti. David Ngog og Ryan Babel, sem leysti hann af, héldu svo varnarmönnum Everton við efnið þegar færi gafst.
Undir lokin gekk mikið á. Þegar sex mínútur voru eftir fékk Steven Gerrard gult spjald eftir að hafa runnið á Steven Pienaar. Leikmenn Everton æstust mjög við þetta og varamaðurinn Victor Anichebe fékk líka gult spjald fyrir að blanda sér í málið. Þegar tvær mínútur voru eftir kom Everton loks skoti á mark Liverpool. Varamaðurinn Ayegbeni Yakubu kom sér þá í skotstöðu við vítateiginn og náði föstu skoti en Jose varði snaggaralega með því að slá boltann yfir. Victor komst svo inn á vítateiginn hægra megin en Lucas Leiva renndi sér fyrir skot hans og Jose náði svo boltanum með tilþrifum. Frábær vörn hjá Lucas!
Það var svo vel komið fram yfir venjulegan leiktíma þegar jafnaðist í liðum. Þeir nafnar Steven áttust enn við. Sá bláklæddi keyrði inn í fyrirliða Liverpool og fékk sitt annað gula spjald og fór þar með af velli. Með réttu hefði hann getað lokið þátttöku í fyrri hálfleik.
Liverpool bognaði varla í þessari miklu rimmu og langt frá því brotnuðu þeir! Sigri Liverpool var fagnað vel og innilega þegar flautað var til leiksloka. Það er alltaf frábært að leggja Everton að velli og þessi sigur var með þeim sætari fyrir margra hluta sakir.
Liverpool: Reina, Carragher, Agger, Kyrgiakos, Insua, Kuyt (Skrtel 90. mín.), Leiva, Mascherano, Rodriguez (Aurelio 90. mín.), Gerrard og Ngog (Babel 63. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Degen, Aquilani og Riera.
Mark Liverpool: Dirk Kuyt (55. mín.).
Rautt spjald: Sotirios Kyrgiakos.
Gul spjöld: Dirk Kuyt, Jamie Carragher og Steven Gerrard.
Everton: Howard, Neville, Heitinga, Distin, Baines, Donovan, Fellaini (Arteta 40. mín.), Osman (Yakubu 72. mín.), Pienaar, Cahill og Saha (Anichebe 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Nash, Senderos, Coleman og Bilyaletdinov.
Rautt spjald: Steven Pienaar.
Gul spjöld: Steven Pienaar, Johnny Heitinga og Victor Anichebe.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.316.
Maður leiksins: Dirk Kuyt. Hollendingurinn mun aldrei gleyma þessum leik. Hann skoraði sigurmarkið með skalla og það eftir að Bláliði hafi sparkað í höfuðið á honum fyrr í leiknum. Dirk, eins og allir félagar hans, gaf ekki tommu eftir og getur svo sannarlega verið ánægður með dagsverkið þennan daginn.
Rafael Benítez: Það var rosalega mikilvægur sigur. Það er alltaf mikilvægt að vinna derby leik en það er enn merkilegra að vinna svona leik með 10 leikmenn á Anfield. Fólkið er hæstánægt og ég er ánægður fyrir hönd leikmannanna og stuðningsmanna. Allir lögðu hart að sér og við verðskulduðum að vinna. Við lögðum hart að okkur frá byrjun. Það var alveg ótrúlegt að sjá alla leikmennina berjast svona vel og verjast eftir að við urðum manni færri. Svo reyndu þeir líka að sækja og skora mörk.
Fróðleiksmolar...
- Þetta var 213. grannaslagur Liverpool og Everton.
- Liverpool hefur unnið 84 af þessum leikjum. Everton hefur haft 65 sinnum betur og í 64 skipti hafa liðin skilið jöfn.
- Liverpool hefur nú leikið sjö deildarleiki í röð án taps.
- Jose Reina hefur haldið markinu hreinu í sex þeirra og þar af fjórum í röð.
- Liverpool vann fyrri leik liðanna á leiktíðinni 2:0 á Goodison Park.
- Everton hafði fyrir leikinn spilað níu deildarleiki í röð án taps.
- Síðasta tap liðsins var fyrir Liverpool á Goodison Park og nú tapaði liðið aftur fyrir Rauðliðum!
- Þeir Jose Reina, Lucas Leiva og Dirk Kuyt hafa spilað alla deildarleiki Liverpool á þessari leiktíð.
- Dirk Kuyt skoraði tíunda mark sitt á leiktíðinni.
- Um leið var þetta 50. mark hans fyrir Liverpool í 181 leik.
- Fjögur af mörkunum 50 hefur hann skorað gegn Everton.
- Emiliano Insua lék sinn 50. leik með Liverpool. Hann hefur skorað eitt mark í þeim leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Sky sport.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan