| Grétar Magnússon

Mark spáir í spilin

Nú skal haldið til höfuðborgarinnar og leikið við Arsenal.  Síðustu leikir liðanna hafa verið eins og svart og hvítt.  Arsenal menn hafa aðeins hlotið 1 stig úr síðustu þremur leikjum á meðan Liverpool hafa náð 7 stigum úr sínum síðustu þremur leikjum.

En sjaldan er erfiðara að spila við lið þegar það er sært eftir slælegt gengi og leikurinn í kvöld verður erfiður.  Hér á eftir fer spá Mark Lawrenson.

Fróðleikur:

- Liverpool er ósigrað í síðustu fimm deildarleikjum sínum og hafa aðeins fengið á sig eitt mark í þessum leikjum.

- Arsenal hafa tapað tveimur, gert eitt jafntefli og unnið einn í síðustu fimm og fengið á sig sjö mörk.

- Sotirios Kyrgiakos er í banni í kvöld eftir að hafa hlotið þriggja leikja bann fyrir beint rautt spjald gegn Everton.

- Alberto Aquilani er veikur og er ekki í leikmannahópnum.

- Andriy Arshavin hefur skorað 5 mörk gegn Liverpool, þau hafa þó öll komið á Anfield.

- Á síðustu leiktíð gerðu liðin jafntefli á Emirates leikvanginum, Robin Van Persie kom heimamönnum yfir en Robbie Keane jafnaði metin.  Heimamenn misstu svo mann af velli snemma í síðari hálfleik en gestirnir náðu ekki að nýta sér það.

Spá Mark Lawrenson

Arsenal gegn Liverpool

Arsenal hafa spilað þrjá erfiða leiki við Aston Villa, Man Utd og Chelsea - og aðeins náð einu stigi úr þessum leikjum.  Vandamálið hjá Arsene Wenger er það að fjarvera Robin Van Persie skaðar liðið og það er enn langt í endurkomu hans.
Liverpool eru kannski ekki að spila mjög vel en þeir eru ósigraðir í síðustu fimm leikjum síðan þeir töpuðu fyrir Reading í FA Bikarnum.  Ég held að leikurinn endi með jafntefli, sem hentar Chelsea og Manchester United mjög vel því þá geta þeir fjarlægst Arsenal enn frekar.

Úrskurður:  Arsenal gegn Liverpool 1:1.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan