| Grétar Magnússon

Rafa fær ráðleggingar frá Sevilla

Rafa Benítez hefur verið að afla sér upplýsinga um rúmenska liðið Unirea Urziceni en liðin mætast í fyrri viðureign sinni í Evrópudeildinni núna á fimmtudaginn.  Hann hefur rætt við stjóra Sevilla, Manolo Jimenez, um liðið .

Sevilla mætti Unirea tvisvar sinnum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og unnu Spánverjarnir fyrri leikinn á heimavelli 2-0 en töpuðu þeim síðari 1-0.

Benítez sagði í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins:  ,,Ég var að ræða við nokkra hjá Sevilla og til dæmis stjórann þeirra.  Hann sagði mér nokkra hluti um rúmenska liðið.  Skilaboðin eru þau sömu. Þeir eru vel skipulagðir og eru með nokkra reynda leikmenn."

,,Ég fer í hvern leik til að vinna.  Menn þekkja ekki til mótherjanna núna og það er erfitt að sjá leiki með þeim vegna þess að þeir eru ekki að spila reglulega um þessar mundir, þetta verður því erfitt.  Þeir hafa reynslu, góða leikmenn og leikur þeirra er vel skipulagður."

,,Það er mikilvægt að allir skilji það að þegar möguleiki á bikar er til staðar að maður þarf að vera tilbúinn.  Við eigum möguleika á því að vinna þetta."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan