| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fréttir af meiðslum
Á þessu tímabili hafa fréttir af meiðslum og endurkomu leikmanna verið tíðar. Góðar fréttir berast af Jamie Carragher en hann mun vera klár í slaginn fyrir leikinn á morgun gegn Unirea. Það styttist einnig í endurkomu þriggja mikilvægra leikmanna.
Carragher þurfti að fara af velli í síðari hálfleik gegn Arsenal og óttast var að hann yrði jafnvel ekki tilbúinn fyrir leikinn gegn Manchester City á sunnudaginn. Varnarvandræði Benítez leysast því að einhverju leyti fyrir leikinn í kvöld því Sotirios Kyrgiakos er líka klár en hann er þó ennþá í banni í Úrvalsdeildinni.
,,Carra er byrjaður að æfa aftur og hann mun geta spilað á morgun (fimmtudag) sem eru mjög góðar fréttir fyrir okkur," sagði Rafa Benítez í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins. ,,Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur."
Yossi Benayoun hóf æfingar að nýju um síðustu helgi en Benítez mun þó ekki taka neina áhættu með Ísraelsmanninn. Það sama gildir um Fernando Torres en hann fékk leyfi til að hlaupa á ný á þriðjudaginn og hefur hann strax tekið miklum framförum. Glen Johnson heldur einnig áfram í endurhæfingunni og gengur allt eins og vera ber með hann.
Benítez sagði: ,,Það er mikilvægt að fylgjast með þeim öllum. Það er munur á því hvort að leikmenn séu tiltækir eða hvort þeir séu tilbúnir að spila leik. Ef þeir koma til baka snemma og eru tilbúnir í slaginn þá eru það góðar fréttir fyrir okkur en við þurfum að passa að þeir spili ekki of snemma."
,,Við þurfum að ganga úr skugga um að þessir leikmenn verði klárir í síðustu tvo mánuðina á tímabilinu. Þeir eru allir að nálgast endurkomu. En þegar maður er rifbeinsbrotinn, eins og Benayoun, eða að maður á við meiðsli í hné að stríða líkt og Torres þá er ekki hægt að minnka þann tíma sem það tekur þá að jafna sig."
,,Það er vonlaust að reyna að stytta tímann niður í þrjár eða fjórar vikur en vonandi er ekki langt í að þeir spili og við verðum hæstánægðir þegar þeir koma til baka. Þeir eru frábærir leikmenn og munu hjálpa okkur. En auk þess auka þeir samkeppni um stöður í liðinu."
Carragher þurfti að fara af velli í síðari hálfleik gegn Arsenal og óttast var að hann yrði jafnvel ekki tilbúinn fyrir leikinn gegn Manchester City á sunnudaginn. Varnarvandræði Benítez leysast því að einhverju leyti fyrir leikinn í kvöld því Sotirios Kyrgiakos er líka klár en hann er þó ennþá í banni í Úrvalsdeildinni.
,,Carra er byrjaður að æfa aftur og hann mun geta spilað á morgun (fimmtudag) sem eru mjög góðar fréttir fyrir okkur," sagði Rafa Benítez í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins. ,,Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur."
Yossi Benayoun hóf æfingar að nýju um síðustu helgi en Benítez mun þó ekki taka neina áhættu með Ísraelsmanninn. Það sama gildir um Fernando Torres en hann fékk leyfi til að hlaupa á ný á þriðjudaginn og hefur hann strax tekið miklum framförum. Glen Johnson heldur einnig áfram í endurhæfingunni og gengur allt eins og vera ber með hann.
Benítez sagði: ,,Það er mikilvægt að fylgjast með þeim öllum. Það er munur á því hvort að leikmenn séu tiltækir eða hvort þeir séu tilbúnir að spila leik. Ef þeir koma til baka snemma og eru tilbúnir í slaginn þá eru það góðar fréttir fyrir okkur en við þurfum að passa að þeir spili ekki of snemma."
,,Við þurfum að ganga úr skugga um að þessir leikmenn verði klárir í síðustu tvo mánuðina á tímabilinu. Þeir eru allir að nálgast endurkomu. En þegar maður er rifbeinsbrotinn, eins og Benayoun, eða að maður á við meiðsli í hné að stríða líkt og Torres þá er ekki hægt að minnka þann tíma sem það tekur þá að jafna sig."
,,Það er vonlaust að reyna að stytta tímann niður í þrjár eða fjórar vikur en vonandi er ekki langt í að þeir spili og við verðum hæstánægðir þegar þeir koma til baka. Þeir eru frábærir leikmenn og munu hjálpa okkur. En auk þess auka þeir samkeppni um stöður í liðinu."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan