| Sf. Gutt
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Enn einn leikmaður Liverpool er meiddur. Meiðsli lykilmanna hafa farið illa með Liverpool á leiktíðinni og þó ekki sé verið að afsaka neitt þá verður því ekki á móti mælt að lykilmenn Liverpool hafa verið mikið frá. Nú er Martin Skrtel meiddur en menn eins og Fernando Torres, Steven Gerrard, Daniel Agger, Albert Riera og Alberto Aquilani hafa verið frá leik um lengri og skemmri tíma og munar um minna!
Það stendur þó alltaf upp á þá leikmenn sem eru til taks hverju sinni að leggja sig fram fyrir félagið og málstaðinn þegar gengið er til leiks. Við vorum að þeir sem verða valdir til að klæðast rauða búningnum á morgun standi fyrir sínu og færi Liverpool sigur!
- Liverpool náði að skora þrjú mörk, í sama leiknum, í fyrsta sinn frá því í lok september gegn Unirea á fimmtudagskvöldið.
- Steven Gerrard skoraði sitt 33. Evrópumark í leiknum og setti félags- og Englandsmet.
- Blackburn Rovers hefur haldið hreinu í fjórum af síðustu sex leikjum sínum.
- Liðið hefur unnið þessa fjóra leiki.
- Liverpool hefur aðeins skorað sex mörk í þeim sjö deildarleikjum sem liðið hefur spilað á árinu.
- Dirk Kuyt hefur skorað fjögur af þessum sex mörkum.
- Steven Gerrard lék sinn 500. leik með Liverpool í markalausum leik þessara liða á Ewood Park í desember.
- Þeir Jose Reina, Lucas Leiva og Dirk Kuyt hafa spilað alla deildarleiki Liverpool á þessari leiktíð.
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða tólf talsins.
Liverpool er að spila vel og hefur unnið virkilega góða sigra upp á síðkastið. Fyrir utan 1:0 tap fyrir Arsenal, fyrr í mánuðinum, þá hefur liðið náð góðum úrslitum og þar með talið í Evrópudeildinni. Styrkur Blackburn á heimavelli mun tryggja að liðið fellur ekki. Liðið mun svo geta styrkt sig í sumar en liðið er ekki nógu gott til að geta ógnað Liverpool.
Úrskurður: Liverpool v Blackburn Rovers 2:0.
Það stendur þó alltaf upp á þá leikmenn sem eru til taks hverju sinni að leggja sig fram fyrir félagið og málstaðinn þegar gengið er til leiks. Við vorum að þeir sem verða valdir til að klæðast rauða búningnum á morgun standi fyrir sínu og færi Liverpool sigur!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool náði að skora þrjú mörk, í sama leiknum, í fyrsta sinn frá því í lok september gegn Unirea á fimmtudagskvöldið.
- Steven Gerrard skoraði sitt 33. Evrópumark í leiknum og setti félags- og Englandsmet.
- Blackburn Rovers hefur haldið hreinu í fjórum af síðustu sex leikjum sínum.
- Liðið hefur unnið þessa fjóra leiki.
- Liverpool hefur aðeins skorað sex mörk í þeim sjö deildarleikjum sem liðið hefur spilað á árinu.
- Dirk Kuyt hefur skorað fjögur af þessum sex mörkum.
- Steven Gerrard lék sinn 500. leik með Liverpool í markalausum leik þessara liða á Ewood Park í desember.
- Þeir Jose Reina, Lucas Leiva og Dirk Kuyt hafa spilað alla deildarleiki Liverpool á þessari leiktíð.
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða tólf talsins.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Blackburn Rovers
Liverpool v Blackburn Rovers
Liverpool er að spila vel og hefur unnið virkilega góða sigra upp á síðkastið. Fyrir utan 1:0 tap fyrir Arsenal, fyrr í mánuðinum, þá hefur liðið náð góðum úrslitum og þar með talið í Evrópudeildinni. Styrkur Blackburn á heimavelli mun tryggja að liðið fellur ekki. Liðið mun svo geta styrkt sig í sumar en liðið er ekki nógu gott til að geta ógnað Liverpool.
Úrskurður: Liverpool v Blackburn Rovers 2:0.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan