| Birgir Jónsson
TIL BAKA
Benítez og Allardyce eigast enn við!
Hið langþreytta mælskustríð milli þeirra Rafael Benítez og Sam Allardyce hélt áfram eftir 2-1 sigur Liverpool á Blackburn á Anfield. Þeir hafa ekki verið mikið fyrir að hrósa hvor öðrum síðustu ár. Það byrjaði allt saman með fyrsta leik Spánverjans gegn Bolton í ágúst 2004 þegar Sami Hyypia nefbrotnaði á fyrstu mínútum leiksins.
Fyrir leikinn á sunnudag sagði Allardyce að kollegi hans hefði breytt Liverpool í lið sem erfiðaði við að ná úrslitum, líkt og hans fyrrum lið Bolton. Benítez svaraði því eftir leikinn með því að segja að Barcelona, sem talið væri besta lið heims, væri að hugsa um að nýta sér leikstíl Blackburn.
Þegar hann var spurður út í fullyrðingar Allardyce sem sagði lið sitt hafa haft yfirburði á löngum stundum sagði Benítez: "Það skiptir ekki máli, við unnum. Það er mjög mikilvægt(hvernig við spilum) en stundum getum við ekki spilað fótbolta.
Við reynum að tala inni á vellinum. Ef þeir eru ánægðir með að leika undir stjórn þessa þjálfara þá er það þeirra val.
Þeir hafa sinn leikstíl og eru lið sem leika eftir þessum stíl undir stjórn síns knattspyrnustjóra. Við unnum þannig að þeir þurfa að hugsa um hvort leikstíllinn er góður eða slæmur. Sumt fólk verður að tala fyrir blaðamannafundi eða eftir þá vegna þess að það er erfitt fyrir þá að spila knattspyrnu. Ég held að þetta sé módel fyrir alla knattspyrnustjóra heimsins, leikstíll liðsins og hegðun hans. Það er frábært módel fyrir alla krakkana og ég er viss um að foreldrarnir munu njóta þess og hvetja krakkana sína til að líkja eftir því. Ég held að Barcelona sé að velta því fyrir sér að taka upp þennan leikstíl."
Liverpool lentu í því að verða fyrir fjölda glórulausra tæklinga og fengu aðeins eina áminningu meðan Blackburn-menn fengu fimm. Rovers hefðu auðveldlega getað misst Steven Nzonzi af velli með rautt spjald en hann ýtti í andlit Lucas Leiva, og Pascal Chimbonda einnig, sem sparkaði í bringu Maxi Rodriguez. Bæði atvikin voru þegar boltinn var víðsfjarri.
"Það var greinilegt að Nzonzi kom við andlit Lucas og reglur eru reglur," bætti Benítez við. "Við vorum með fjóra eða fimm leikmenn sem lentu í einhverju, blæðingum, og Maxi var með takkaför á bringunni. Athyglisvert - en við unnum."
Allardyce sá að sjálfsögðu ekki sömu hliðina á þessu: "Það var aðeins af því að Liverpool tala gegn mér og ég hef rétt á því að svara gagnrýninni frá Benítez. Ef þið skiljið það ekki eftir undanfarin ár þá eruð þið á villigötum. Ekki aðeins í þetta sinn heldur fjöldamörg önnur hef ég orðið fyrir gagnrýni þessa stjóra - allt sem ég sagði var að þeir hefðu fengið sex áminningar gegn Manchester City á útivelli þannig að þeir væru að berjast í leikjum sínum frekar en að spila leiftrandi boltann sem þeir gerðu á síðustu leiktíð. Við fengum fimm áminningar og það voru dæmd 25 brot á okkur, sem er ekki lýsandi fyrir það hvernig við lékum. Við komum ekki hérna til að hanga á neinu, við höfðum yfirburði á löngum stundum.
Ef þið viljið gagnrýna okkur fyrir brotin sem við frömdum og áminningarnar sem við fengum þá verðið þið að eiga það við sjálfa ykkur."
Allardyce hafði allt á hornum sér þegar hann var spurður út í hegðun fyrrum Liverpool-leikmannsins El-Hadji Diouf, en það leit út fyrir að hann væri að reyna að stuða áhorfendur. Allardyce sýndi reiði sína við blaðamenn á blaðamannafundinum.
"Ég mun ekki svara svona fáránlegum spurningum," sagði hann. "Diouf hefur alltaf þurft að stríða gegn mannfjöldanum vegna þeirra vandamála sem hann hefur skapað sér sjálfur í fortíðinni en ég sé engin vandamál. Hann hefur komið út og spilað eins og hver annar."
Fyrir leikinn á sunnudag sagði Allardyce að kollegi hans hefði breytt Liverpool í lið sem erfiðaði við að ná úrslitum, líkt og hans fyrrum lið Bolton. Benítez svaraði því eftir leikinn með því að segja að Barcelona, sem talið væri besta lið heims, væri að hugsa um að nýta sér leikstíl Blackburn.
Þegar hann var spurður út í fullyrðingar Allardyce sem sagði lið sitt hafa haft yfirburði á löngum stundum sagði Benítez: "Það skiptir ekki máli, við unnum. Það er mjög mikilvægt(hvernig við spilum) en stundum getum við ekki spilað fótbolta.
Við reynum að tala inni á vellinum. Ef þeir eru ánægðir með að leika undir stjórn þessa þjálfara þá er það þeirra val.
Þeir hafa sinn leikstíl og eru lið sem leika eftir þessum stíl undir stjórn síns knattspyrnustjóra. Við unnum þannig að þeir þurfa að hugsa um hvort leikstíllinn er góður eða slæmur. Sumt fólk verður að tala fyrir blaðamannafundi eða eftir þá vegna þess að það er erfitt fyrir þá að spila knattspyrnu. Ég held að þetta sé módel fyrir alla knattspyrnustjóra heimsins, leikstíll liðsins og hegðun hans. Það er frábært módel fyrir alla krakkana og ég er viss um að foreldrarnir munu njóta þess og hvetja krakkana sína til að líkja eftir því. Ég held að Barcelona sé að velta því fyrir sér að taka upp þennan leikstíl."
Liverpool lentu í því að verða fyrir fjölda glórulausra tæklinga og fengu aðeins eina áminningu meðan Blackburn-menn fengu fimm. Rovers hefðu auðveldlega getað misst Steven Nzonzi af velli með rautt spjald en hann ýtti í andlit Lucas Leiva, og Pascal Chimbonda einnig, sem sparkaði í bringu Maxi Rodriguez. Bæði atvikin voru þegar boltinn var víðsfjarri.
"Það var greinilegt að Nzonzi kom við andlit Lucas og reglur eru reglur," bætti Benítez við. "Við vorum með fjóra eða fimm leikmenn sem lentu í einhverju, blæðingum, og Maxi var með takkaför á bringunni. Athyglisvert - en við unnum."
Allardyce sá að sjálfsögðu ekki sömu hliðina á þessu: "Það var aðeins af því að Liverpool tala gegn mér og ég hef rétt á því að svara gagnrýninni frá Benítez. Ef þið skiljið það ekki eftir undanfarin ár þá eruð þið á villigötum. Ekki aðeins í þetta sinn heldur fjöldamörg önnur hef ég orðið fyrir gagnrýni þessa stjóra - allt sem ég sagði var að þeir hefðu fengið sex áminningar gegn Manchester City á útivelli þannig að þeir væru að berjast í leikjum sínum frekar en að spila leiftrandi boltann sem þeir gerðu á síðustu leiktíð. Við fengum fimm áminningar og það voru dæmd 25 brot á okkur, sem er ekki lýsandi fyrir það hvernig við lékum. Við komum ekki hérna til að hanga á neinu, við höfðum yfirburði á löngum stundum.
Ef þið viljið gagnrýna okkur fyrir brotin sem við frömdum og áminningarnar sem við fengum þá verðið þið að eiga það við sjálfa ykkur."
Allardyce hafði allt á hornum sér þegar hann var spurður út í hegðun fyrrum Liverpool-leikmannsins El-Hadji Diouf, en það leit út fyrir að hann væri að reyna að stuða áhorfendur. Allardyce sýndi reiði sína við blaðamenn á blaðamannafundinum.
"Ég mun ekki svara svona fáránlegum spurningum," sagði hann. "Diouf hefur alltaf þurft að stríða gegn mannfjöldanum vegna þeirra vandamála sem hann hefur skapað sér sjálfur í fortíðinni en ég sé engin vandamál. Hann hefur komið út og spilað eins og hver annar."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan