| Grétar Magnússon
Rafa Benítez skýrði frá því á blaðamannafundi fyrr í dag að hann muni ákveða á mánudaginn hvort hann hafi Glen Johnson í leikmannahópnum fyrir leikinn gegn Wigan. Johnson hefur verið frá síðan 29. desember en þá meiddist hann á hné í leik gegn Aston Villa.
Johnson hefur nú hafið æfingar að fullu eftir meiðslin og Benítez mun ákveða seint á mánudaginn hvort hann noti Johnson eða ekki.
,,Við eigum ekki við mikil meiðslavandræði að stríða núna," sagði Benítez á blaðamannafundi. ,,Skrtel og Aurelio eru meiddir eins og áður hefur komið fram. Aðrir leikmenn eru að koma til baka í góðu standi eftir að hafa spilað með landsliðum sínum."
,,Johnson hefur verið að æfa að undanförnu, ég mun því þurfa að taka ákvörðun um hvort hann verði í leikmannahópnum eða ekki."
Verði Johnson ekki notaður gegn Wigan er allt eins líklegt að hann verði með í leiknum gegn Lille í Frakklandi fimmtudaginn 11. mars.
Endurkoma Johnson í vörnina þýðir að Jamie Carragher mun þá fara yfir í miðvörðinn enda veitir ekki af því þar sem Martin Skrtel verður lengi frá.
TIL BAKA
Johnson gæti verið með á mánudag

Johnson hefur nú hafið æfingar að fullu eftir meiðslin og Benítez mun ákveða seint á mánudaginn hvort hann noti Johnson eða ekki.
,,Við eigum ekki við mikil meiðslavandræði að stríða núna," sagði Benítez á blaðamannafundi. ,,Skrtel og Aurelio eru meiddir eins og áður hefur komið fram. Aðrir leikmenn eru að koma til baka í góðu standi eftir að hafa spilað með landsliðum sínum."
,,Johnson hefur verið að æfa að undanförnu, ég mun því þurfa að taka ákvörðun um hvort hann verði í leikmannahópnum eða ekki."
Verði Johnson ekki notaður gegn Wigan er allt eins líklegt að hann verði með í leiknum gegn Lille í Frakklandi fimmtudaginn 11. mars.
Endurkoma Johnson í vörnina þýðir að Jamie Carragher mun þá fara yfir í miðvörðinn enda veitir ekki af því þar sem Martin Skrtel verður lengi frá.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan