| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Nær Liverpool að losa sig við mánudagsbölvunina? Það merkilega er að liðið hefur ekki unnið í nokkur undanfarin ár þegar leikið hefur verið á mánudegi. Hjátrú og hindurvitni hefur lengi tengst íþróttum en getur einhver á 21. öldunni trúað á slíkt? Hvernig má það til dæmis vera að Liverpool hafi ekki tekist að sigra á mánudegi í mörg ár. 

Ætli Liverpool sér að ná tilsettu marki í deildinni þá verður að kveða þennan mánudagsdraug niður og það á stundinni. Liverpool á nefnilega að spila minnst þrjá leiki á mánudegi það sem eftir lifir leiktíðar. Fyrsti mánudagsleikur þessa árs er á mánudaginn og það verður að vinna hann hvað sem það kostar! Kannski þarf að ræsa út særingamenn eða galdramenn. Sé svo þá verður bara að gera það!  

Fróðleiksmolar...

- Liverpool hefur unnið tvo síðustu leiki sína. 

- Yossi Benayoun hefur skorað tvö síðustu mörk Liverpool á heimavelli Wigan.

- Liverpool hefur aðeins skorað átta mörk í þeim átta deildarleikjum sem liðið hefur spilað á árinu.

- Dirk Kuyt hefur skorað helminginn af mörkunum.

- Wigan hefur ekki skorað mark í síðustu þremur leikjum. 

- Búið að leggja nýtt gras á völlinn í Wigan en völlurinn var orðinn mjög slæmur. Ruðningsliðið í Wigan notar völlinn líka. 

- Liverpool hefur ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik frá því fyrir jól.
 
- Þeir Jose Reina, Lucas Leiva og Dirk Kuyt hafa spilað alla deildarleiki Liverpool á þessari leiktíð.
 
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða þrettán talsins.



Spá Mark Lawrenson

Wigan Athletic v Liverpool


Wigan á í erfiðleikum með að skora um þessar mundir. Það er þó kannski ekki endilega helsti vandi liðsins. Liðið virðist einfaldlega ekki vera nógu sterkt. Núna er komið að þeim tímapunkti á leiktíðinni, sem liðin sem falla, lenda í slæmu gengi. Þetta ræðst oft á tímasetningu slæma gengisins. Ég efast ekki um að leikmenn Wigan séu vel þjálfaðir en ég held að liðsheildin sé ekki nógu góð. Liðið hefur ekki smollið saman. Það eru góðir einstaklingar í liðinu en þeir ná ekki saman. Liðið tapaði gjarnan og vann til skiptis en núna er liðið búið að tapa of mörgum leikjum.

Það er búið að leggja nýtt gras á völlinn í Wigan og ég held að það komi Liverpool til góða. Steven Gerrard virðist vera að komast í gang og Fernando Torres er kominn aftur. Það eiga þúsundir stuðningsmanna eftir að fylgja liðinu og þetta verður eins og heimaleikur fyrir þá.

Úrskurður: Wigan Athletic v Liverpool 1:2.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan