| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Slæmt tap gegn Wigan
Liverpool ætlar að ganga illa að halda sér meðal fjögurra efstu liða í deildinni. Enn eitt áfallið í vetur kom á heimavelli Wigan í gærkvöld, þegar Liverpool lá 1-0 í daufum leik.
Rafael Benítez gerði tvær breytingar á liðinu sem sigraði Blackburn á dögunum. Grikkinn Sotirios Kyrgiakos kom inn fyrir Daniel Agger og Emilio Insua kom inn fyrir Fabio Aurelio, sem er meiddur. Þá var Glen Johnson í liðshópnum í fyrsta sinn á þessu ári.
Liverpool byrjaði leikinn nokkuð fjörlega og á fyrstu fimm mínútunum áttu bæði Javier Mascherano og Steven Gerrard sæmileg færi og nokkrum mínútum síðar skapaði Fernando Torres usla upp við mark Wigan eftir góðan undirbúning Maxi Rodriguez. Heimamenn í Wigan komust þó fljótt inn í leikinn og tvívegis þurfti Jamie Carragher að taka á honum stóra sínum til að brjóta sóknarlotur þeirra á bak aftur.
Wigan menn stjórnuðu leiknum að mestu leyti í fyrri hálfleik, en Liverpool vaknaði einstaka sinnum til lífsins. Á 27. mínútu átti Dirk Kuyt t.d. frábæra sendingu á Yossi Benayoun sem fór illa með Titus Bramble í vörn Wigan og gaf boltann fyrir markið þar sem fyrirliðanum Steven Gerrard tókst, eftir mikla baráttu við varnarmenn Wigan, að koma góðu skoti að marki. Lukkan var þó ekki með okkar mönnum í það skiptið og boltinn fór rétt fram hjá.
Átta mínútum síðar tóku heimamenn síðan forystuna nokkuð verðskuldað. Markið var reyndar afskaplega slysalegt, en það kom eftir fáránlega sendingu Dirk Kuyt á miðjum vallarhelmingi Liverpool. Sendingin rataði beint á Emerson Boyce í liði Wigan sem fleytti boltanum áfram á Kólumbíumanninn Hugo Rodallega sem ýtti honum yfir línuna.
Liverpool hafði átt erfitt uppdráttar fram að þessu í leiknum, enda lítið að gerast í leik liðsins og markið virtist ekki nægja til að hrista slenið af mönnum. Fernando Torres átti þó ágætt færi undir lok hálfleiksins, þegar hann skallaði boltann yfir eftir góða sendingu Maxi Rodriguez, en þegar öllu er á botninn hvolft má ætla að leikmenn Liverpool hafi verið fegnir þegar dómarinn flautaði loks til leikhlés.
Wigan var talsvert sterkara í fyrri hálfleik, en aðdáendur Liverpool vonuðust til þess að liðið næði vopnum sínum í seinni hálfleik. Byrjun seinni hálfleiks gaf aðdáendum Liverpool þó litla von um að betri tíð væri í vændum. Liðið átti áfram í bullandi vandræðum með að ná stjórn á leiknum og algjört andleysi einkenndi leik liðsins.
Strax á fyrstu mínútum hálfleiksins sköpuðu N´Zogbia og Rodallega usla upp við mark Liverpool og ekkert benti til þess að heimamenn myndu gefa eftir í baráttunni.
Á 55. mínútu freistaði Benítez þess að efla miðjuspil Liverpool með því að færa Mascherano, sem hafði leikið í stöðu hægri bakvarðar eins og gegn Blackburn, aftur inn á miðjuna og skipta Lucas út af fyrir bakvörðinn Glen Johnson. Þessi skipting breyttu litlu um gang leiksins og Wigan menn voru áfram sterkari aðilinn á vellinum.
Á 59. mínútu skall hurð nærri hælum upp við mark Liverpool þegar Jamie Carragher og Pepe Reina lentu í klafsi í teignum. Góð varnarvinna Grikkjans Kyrgiakos bjargaði þeim félögum þó í það skiptið, en hann náði að skalla boltann yfir markið og bjarga því að gestirnir næðu tveggja marka forystu.
Á 72. mínútu var það síðan glæsileg varnarvinna Glen Johnson sem bjargaði okkar mönnum, en hann renndi sér fótskriðu fyrir Paul Scharner sem kominn var í dauðafæri eftir að Pepe Reina hafði varið vel frá N´Zogbia. Strax í kjölfar þessarar sóknar kom síðan besta færi Liverpool í seinni hálfleik, en ágæt sókn sem byrjaði á góðum spretti Insua upp kantinn endaði með því að Torres skaut rétt fram hjá marki heimamanna.
Þrátt fyrir nokkra pressu af hendi okkar manna undir lok leiksins má segja að sigur Wigan hafi aldrei verið í hættu því sóknaraðgerðir Liverpool voru bæði hægar og fyrirsjáanlegar og heimamenn áttu ekki í teljandi vandræðum með að verjast.
Slæmur ósigur í döprum leik af hálfu okkar manna varð því niðurstaðan á DW Stadium í gær og ekki annað hægt en að vona að menn reki af sér slyðruorðið fyrir leikinn gegn Lille í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöld.
Liverpool: Reina, Mascherano, Kyrgiakos, Carragher, Insua, Leiva (Johnson 55. mín.), Gerrard, Benayoun (Aquilani 69. mín.), Rodriguez, Kuyt (babel 83. mín.) og Torres . Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Agger, Riera og Ngog.
Gul spjöld: Insua, Lucas, Kyrgiakos, Torres og Gerrard.
Gult spjald: Titus Bramble.
Áhorfendur á DW Stadium: 17,427
Dómari: Andre Marriner
Maður leiksins: Það er afar erfitt að verðlauna einhvern leikmanna Liverpool eftir jafn dapra frammistöðu og liðið sýndi í gær. Sotirios Kyrgiakos kemst þó líklega næst því að verðskulda eitthvað hrós, þó ekki væri nema fyrir góða björgun hans í seinni hálfleik eftir misskilning Reina og Carragher.
Rafael Benítez: Ég er mjög vonsvikinn og ég get ekki verið ánægður eftir að hafa tapað svona. Við gerðum ekki nokkurn skapaðan hlut í fyrri hálfleik og sýndum ekki þann baráttuanda sem til þurfti. Það er erfitt að útskýra þetta. Í leikhléinu ræddum við um að við þyrftum að snúa blaðinu við og laga það sem væri ekki í lagi. Við fengum nokkur færi en við spiluðum ekki vel. Það eru allir mjög niðurdregnir. Stundum spilar liðið vel og stundum ekki en við hefðum getað gert miklu betur á þessum mikilvæga tímapunkti."
- Fyrir þennan leik hafði Wigan aldrei sigrað Liverpool í deildinni.
- Af 27 stigum mögulegum í deildarviðureignum liðanna fram að þessum leik höfðu 25 stig fallið Liverpool í skaut, en einungis tvö til Wigan.
- Mark Hugo Rodallega í leiknum var einungis annað markið sem Wigan skorar á heimavelli gegn Liverpool.
- Javier Mascherano spilaði sem hægri bakvörður framan af leiknum, eftir ágæta frammistöðu í þeirri stöðu gegn Blackburn um það síðustu helgi.
- Þetta var fyrsti leikur Glen Johnson fyrir Liverpool frá því 29. desember s.l., en þá meiddist hann illa í leik gegn Aston Villa. Endurkoma hans er raunar það eina ánægjulega við þennan dapra leik okkar manna.
Rafael Benítez gerði tvær breytingar á liðinu sem sigraði Blackburn á dögunum. Grikkinn Sotirios Kyrgiakos kom inn fyrir Daniel Agger og Emilio Insua kom inn fyrir Fabio Aurelio, sem er meiddur. Þá var Glen Johnson í liðshópnum í fyrsta sinn á þessu ári.
Liverpool byrjaði leikinn nokkuð fjörlega og á fyrstu fimm mínútunum áttu bæði Javier Mascherano og Steven Gerrard sæmileg færi og nokkrum mínútum síðar skapaði Fernando Torres usla upp við mark Wigan eftir góðan undirbúning Maxi Rodriguez. Heimamenn í Wigan komust þó fljótt inn í leikinn og tvívegis þurfti Jamie Carragher að taka á honum stóra sínum til að brjóta sóknarlotur þeirra á bak aftur.
Wigan menn stjórnuðu leiknum að mestu leyti í fyrri hálfleik, en Liverpool vaknaði einstaka sinnum til lífsins. Á 27. mínútu átti Dirk Kuyt t.d. frábæra sendingu á Yossi Benayoun sem fór illa með Titus Bramble í vörn Wigan og gaf boltann fyrir markið þar sem fyrirliðanum Steven Gerrard tókst, eftir mikla baráttu við varnarmenn Wigan, að koma góðu skoti að marki. Lukkan var þó ekki með okkar mönnum í það skiptið og boltinn fór rétt fram hjá.
Átta mínútum síðar tóku heimamenn síðan forystuna nokkuð verðskuldað. Markið var reyndar afskaplega slysalegt, en það kom eftir fáránlega sendingu Dirk Kuyt á miðjum vallarhelmingi Liverpool. Sendingin rataði beint á Emerson Boyce í liði Wigan sem fleytti boltanum áfram á Kólumbíumanninn Hugo Rodallega sem ýtti honum yfir línuna.
Liverpool hafði átt erfitt uppdráttar fram að þessu í leiknum, enda lítið að gerast í leik liðsins og markið virtist ekki nægja til að hrista slenið af mönnum. Fernando Torres átti þó ágætt færi undir lok hálfleiksins, þegar hann skallaði boltann yfir eftir góða sendingu Maxi Rodriguez, en þegar öllu er á botninn hvolft má ætla að leikmenn Liverpool hafi verið fegnir þegar dómarinn flautaði loks til leikhlés.
Wigan var talsvert sterkara í fyrri hálfleik, en aðdáendur Liverpool vonuðust til þess að liðið næði vopnum sínum í seinni hálfleik. Byrjun seinni hálfleiks gaf aðdáendum Liverpool þó litla von um að betri tíð væri í vændum. Liðið átti áfram í bullandi vandræðum með að ná stjórn á leiknum og algjört andleysi einkenndi leik liðsins.
Strax á fyrstu mínútum hálfleiksins sköpuðu N´Zogbia og Rodallega usla upp við mark Liverpool og ekkert benti til þess að heimamenn myndu gefa eftir í baráttunni.
Á 55. mínútu freistaði Benítez þess að efla miðjuspil Liverpool með því að færa Mascherano, sem hafði leikið í stöðu hægri bakvarðar eins og gegn Blackburn, aftur inn á miðjuna og skipta Lucas út af fyrir bakvörðinn Glen Johnson. Þessi skipting breyttu litlu um gang leiksins og Wigan menn voru áfram sterkari aðilinn á vellinum.
Á 59. mínútu skall hurð nærri hælum upp við mark Liverpool þegar Jamie Carragher og Pepe Reina lentu í klafsi í teignum. Góð varnarvinna Grikkjans Kyrgiakos bjargaði þeim félögum þó í það skiptið, en hann náði að skalla boltann yfir markið og bjarga því að gestirnir næðu tveggja marka forystu.
Á 72. mínútu var það síðan glæsileg varnarvinna Glen Johnson sem bjargaði okkar mönnum, en hann renndi sér fótskriðu fyrir Paul Scharner sem kominn var í dauðafæri eftir að Pepe Reina hafði varið vel frá N´Zogbia. Strax í kjölfar þessarar sóknar kom síðan besta færi Liverpool í seinni hálfleik, en ágæt sókn sem byrjaði á góðum spretti Insua upp kantinn endaði með því að Torres skaut rétt fram hjá marki heimamanna.
Þrátt fyrir nokkra pressu af hendi okkar manna undir lok leiksins má segja að sigur Wigan hafi aldrei verið í hættu því sóknaraðgerðir Liverpool voru bæði hægar og fyrirsjáanlegar og heimamenn áttu ekki í teljandi vandræðum með að verjast.
Slæmur ósigur í döprum leik af hálfu okkar manna varð því niðurstaðan á DW Stadium í gær og ekki annað hægt en að vona að menn reki af sér slyðruorðið fyrir leikinn gegn Lille í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöld.
Liverpool: Reina, Mascherano, Kyrgiakos, Carragher, Insua, Leiva (Johnson 55. mín.), Gerrard, Benayoun (Aquilani 69. mín.), Rodriguez, Kuyt (babel 83. mín.) og Torres . Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Agger, Riera og Ngog.
Gul spjöld: Insua, Lucas, Kyrgiakos, Torres og Gerrard.
Wigan: Kirkland; Boyce, Caldwell, Bramble, Figueroa; Diame (Thomas 83.mín.); N’Zogbia, McCarthy, Scharner, Rodallega (Scotland 87.mín.); Moreno (Moses 67.mín.). Ónotaðir varamenn: Amaya, Gomez, Stojkovic og Sinclair.
Gult spjald: Titus Bramble.
Áhorfendur á DW Stadium: 17,427
Dómari: Andre Marriner
Maður leiksins: Það er afar erfitt að verðlauna einhvern leikmanna Liverpool eftir jafn dapra frammistöðu og liðið sýndi í gær. Sotirios Kyrgiakos kemst þó líklega næst því að verðskulda eitthvað hrós, þó ekki væri nema fyrir góða björgun hans í seinni hálfleik eftir misskilning Reina og Carragher.
Rafael Benítez: Ég er mjög vonsvikinn og ég get ekki verið ánægður eftir að hafa tapað svona. Við gerðum ekki nokkurn skapaðan hlut í fyrri hálfleik og sýndum ekki þann baráttuanda sem til þurfti. Það er erfitt að útskýra þetta. Í leikhléinu ræddum við um að við þyrftum að snúa blaðinu við og laga það sem væri ekki í lagi. Við fengum nokkur færi en við spiluðum ekki vel. Það eru allir mjög niðurdregnir. Stundum spilar liðið vel og stundum ekki en við hefðum getað gert miklu betur á þessum mikilvæga tímapunkti."
Fróðleikur:
- Fyrir þennan leik hafði Wigan aldrei sigrað Liverpool í deildinni.
- Af 27 stigum mögulegum í deildarviðureignum liðanna fram að þessum leik höfðu 25 stig fallið Liverpool í skaut, en einungis tvö til Wigan.
- Mark Hugo Rodallega í leiknum var einungis annað markið sem Wigan skorar á heimavelli gegn Liverpool.
- Javier Mascherano spilaði sem hægri bakvörður framan af leiknum, eftir ágæta frammistöðu í þeirri stöðu gegn Blackburn um það síðustu helgi.
- Þetta var fyrsti leikur Glen Johnson fyrir Liverpool frá því 29. desember s.l., en þá meiddist hann illa í leik gegn Aston Villa. Endurkoma hans er raunar það eina ánægjulega við þennan dapra leik okkar manna.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan