| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ekki lagast það!
Ekki lagast það. Liverpool tapaði öðrum leik sínum á fjórum dögum í kvöld. Liðið tapaði fyrri Evrópudeildarleik sínum við Lille 1:0 í Frakklandi og nú þarf að halda vel á spöðunum ef Evrópudraumurinn á að lifa lengur.
Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og Jose Reina varð að verja skot eftir aðeins tíu sekúndur! Cabaye átti skotið en boltinn lenti í fanginu á Jose. Ekki var sá bolti notaður meira og nýr fenginn! Lille átti góðar sóknar framan af en allt fór vel og þeim tókst ekki að skora.
Loksins fékk Liverpool færi á 26. mínútu. Þeir Ryan Babel og Fernando Torres léku þá fallega saman og Ryan komst einn í gegn en Mickael Landreau, markmaður Lille, varði með góðu úthlaupi. Leikur Liverpool lagaðist svo smá saman og á 34. mínútu tók Steven Gerrard boltann laglega niður og þrumaði að marki af um 25 metra færi. Boltinn fór rétt yfir en skotið var gott. Á 42. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu utan vítateigs. Steven tók hana en Mickael varði vel. Hann hélt þó ekki boltanum og eftir atgang í teignum fékk Glen Johson hann og sendi fyrir á Fernando sem náði góðum skalla neðst í hornið en aftur varði Mickael meistaralega. Margir sáu boltann í markinu og hinu megin á vellinum var Jose Reina farinn að fagna marki! Á lokamínútunni náði Belginn efnilegi Eden Hazard að koma sér í skotfæri upp við vítateignn en Jose varði af öryggi. Ekkert mark hafði verið skorað þegar flautað var til leikhlés.
Lille byrjaði síðari hálfleikinn vel og á 50. mínútu slapp leikmaður þeirra í gegn. Hann skoraði en hafði áður verið dæmdur rangstæður. Liverpool slapp vel því sá dómur var rangur. Eftir þetta gerðist ekkert þar til á 60. mínútu en þá náði Ryan föstu skoti við teiginn sem Mickael náði að verja með naumindum með því að slá boltann frá. Fimm mínútum seinna átti Eden þrumuskot af löngu færi. Boltinn fór beint á Jose sem ætlaði að slá boltann frá en það tókst ekki alveg. Allt slapp þó til og boltinn fór framhjá í horn. Lille var nú búið að fá sjálfstraust og gekk á lagið. Á sama tíma færðist kunnugleg deyfð yfir lið Liverpool. Á 75. mínútu átti Stephane Dumont skot sem skoppaði rétt fyrir framan Jose og fór í höfuðið á honum. Spánverjinn var vel vakandi og náði boltanum áður en verr færi.
Á 83. mínútu vildu leikmenn Lille fá víti þegar Jamie Carragher sótti að einum leikmanni liðsins en ekkert var dæmt en það hefði vel verið hægt að dæma víti. Tveimur mínútum seinna slapp Liverpool ekki. Lille fékk þá aukaspyrnu vinstra megin við vítateignn. Eden tók hana og sendi boltann að markinu. Enginn truflaði ferð boltans og hann lá í netinu án þess að nokkrum vörnum væri við komið. Enn eitt ruglmarkið sem Liverpool fær á sig á þessari leiktíð!
Rétt á eftir komst Pierre-Emerick Aubameyang í færi inni í vítateignum en skot hans fór í Daniel Agger og af honum í stöng og framhjá. Leikmenn Liverpool fóru nú loksins að reyna eitthvað og mínútu fyrir leikslok var skotum þeirra Steven og Fernando bjargað á síðustu stundu uppi við markið. Í viðbótartíma komst Steven í færi vinstra megin í teignum en vörnum var við komið og boltinn fór í horn en ekkert varð úr því. Hrakfarir Liverpool þessa vikuna héldu því áfram! Liðið átti svo sem ekki skilið að tapa þessum leik en það tapaði samt og það segir sína sögu.
Lille: Landreau, Emerson, Beria, Rami, Balmont, Cabaye (Dumont 73. mín.), Obraniak (Toure 83. mín.), Chedjou Fongang, Mavuba, Hazard og Frau (Aubameyang 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Butelle, Vandam, Souare, og Souquet.
Mark Lille: Eden Hazard (85. mín.).
Gul spjöld: Toure og Aubameyang.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Insua, Carragher, Gerrard, Mascherano, Leiva, Torres, Kuyt (El Zhar 88. mín.), og Babel (Riera 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Kelly og Ngog.
Gul spjöld: Emiliano Insua og Fernando Torres.
Áhorfendur á Stadium Lille-Metropole: 18.000.
Maður leiksins: Javier Mascherano. Argentínumaðurinn var duglegur á miðjunni og varði vörn sína áföllum eins og honum er einum lagið.
Rafael Benítez: Mér fannst að við hafa bætt okkur frá síðasta leik og leikmennirnir brugðust vel við. Ég er vonsvikinn með úrslitin en mjög ánægður með hvað leikmennirnir lögðu hart að sér. Ég hef trú á því að við getum unnið alla á góðum degi á Anfield.
Fróðleikur.
- Lille er 108. liðið sem Liverpool mætir í Evrópukeppni.
- Liverpool hafði ekki leikið áður gegn neinu liðanna sem það hefur spilað við í Evrópukeppni á þessari leiktíð.
- Liverpool lék í Frakklandi í annað sinn á þessu keppnistímabili. Áður gerði liðið 1:1 jafntefli við Lyon þar.
- Liverpool tapaði öðrum leik sínum á fjórum dögum.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og Jose Reina varð að verja skot eftir aðeins tíu sekúndur! Cabaye átti skotið en boltinn lenti í fanginu á Jose. Ekki var sá bolti notaður meira og nýr fenginn! Lille átti góðar sóknar framan af en allt fór vel og þeim tókst ekki að skora.
Loksins fékk Liverpool færi á 26. mínútu. Þeir Ryan Babel og Fernando Torres léku þá fallega saman og Ryan komst einn í gegn en Mickael Landreau, markmaður Lille, varði með góðu úthlaupi. Leikur Liverpool lagaðist svo smá saman og á 34. mínútu tók Steven Gerrard boltann laglega niður og þrumaði að marki af um 25 metra færi. Boltinn fór rétt yfir en skotið var gott. Á 42. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu utan vítateigs. Steven tók hana en Mickael varði vel. Hann hélt þó ekki boltanum og eftir atgang í teignum fékk Glen Johson hann og sendi fyrir á Fernando sem náði góðum skalla neðst í hornið en aftur varði Mickael meistaralega. Margir sáu boltann í markinu og hinu megin á vellinum var Jose Reina farinn að fagna marki! Á lokamínútunni náði Belginn efnilegi Eden Hazard að koma sér í skotfæri upp við vítateignn en Jose varði af öryggi. Ekkert mark hafði verið skorað þegar flautað var til leikhlés.
Lille byrjaði síðari hálfleikinn vel og á 50. mínútu slapp leikmaður þeirra í gegn. Hann skoraði en hafði áður verið dæmdur rangstæður. Liverpool slapp vel því sá dómur var rangur. Eftir þetta gerðist ekkert þar til á 60. mínútu en þá náði Ryan föstu skoti við teiginn sem Mickael náði að verja með naumindum með því að slá boltann frá. Fimm mínútum seinna átti Eden þrumuskot af löngu færi. Boltinn fór beint á Jose sem ætlaði að slá boltann frá en það tókst ekki alveg. Allt slapp þó til og boltinn fór framhjá í horn. Lille var nú búið að fá sjálfstraust og gekk á lagið. Á sama tíma færðist kunnugleg deyfð yfir lið Liverpool. Á 75. mínútu átti Stephane Dumont skot sem skoppaði rétt fyrir framan Jose og fór í höfuðið á honum. Spánverjinn var vel vakandi og náði boltanum áður en verr færi.
Á 83. mínútu vildu leikmenn Lille fá víti þegar Jamie Carragher sótti að einum leikmanni liðsins en ekkert var dæmt en það hefði vel verið hægt að dæma víti. Tveimur mínútum seinna slapp Liverpool ekki. Lille fékk þá aukaspyrnu vinstra megin við vítateignn. Eden tók hana og sendi boltann að markinu. Enginn truflaði ferð boltans og hann lá í netinu án þess að nokkrum vörnum væri við komið. Enn eitt ruglmarkið sem Liverpool fær á sig á þessari leiktíð!
Rétt á eftir komst Pierre-Emerick Aubameyang í færi inni í vítateignum en skot hans fór í Daniel Agger og af honum í stöng og framhjá. Leikmenn Liverpool fóru nú loksins að reyna eitthvað og mínútu fyrir leikslok var skotum þeirra Steven og Fernando bjargað á síðustu stundu uppi við markið. Í viðbótartíma komst Steven í færi vinstra megin í teignum en vörnum var við komið og boltinn fór í horn en ekkert varð úr því. Hrakfarir Liverpool þessa vikuna héldu því áfram! Liðið átti svo sem ekki skilið að tapa þessum leik en það tapaði samt og það segir sína sögu.
Lille: Landreau, Emerson, Beria, Rami, Balmont, Cabaye (Dumont 73. mín.), Obraniak (Toure 83. mín.), Chedjou Fongang, Mavuba, Hazard og Frau (Aubameyang 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Butelle, Vandam, Souare, og Souquet.
Mark Lille: Eden Hazard (85. mín.).
Gul spjöld: Toure og Aubameyang.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Insua, Carragher, Gerrard, Mascherano, Leiva, Torres, Kuyt (El Zhar 88. mín.), og Babel (Riera 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Kelly og Ngog.
Gul spjöld: Emiliano Insua og Fernando Torres.
Áhorfendur á Stadium Lille-Metropole: 18.000.
Maður leiksins: Javier Mascherano. Argentínumaðurinn var duglegur á miðjunni og varði vörn sína áföllum eins og honum er einum lagið.
Rafael Benítez: Mér fannst að við hafa bætt okkur frá síðasta leik og leikmennirnir brugðust vel við. Ég er vonsvikinn með úrslitin en mjög ánægður með hvað leikmennirnir lögðu hart að sér. Ég hef trú á því að við getum unnið alla á góðum degi á Anfield.
Fróðleikur.
- Lille er 108. liðið sem Liverpool mætir í Evrópukeppni.
- Liverpool hafði ekki leikið áður gegn neinu liðanna sem það hefur spilað við í Evrópukeppni á þessari leiktíð.
- Liverpool lék í Frakklandi í annað sinn á þessu keppnistímabili. Áður gerði liðið 1:1 jafntefli við Lyon þar.
- Liverpool tapaði öðrum leik sínum á fjórum dögum.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan