| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Rafa hefur ennþá trúna
Rafa Benítez segir að lið sitt geti ennþá náð góðum árangri á tímabilinu. Hann viðurkennir þó fúslega að liðið hafi alls ekki staðið undir væntingum.
Benítez viðurkennir að tap í síðustu tveim leikjum hafi vissulega sett stórt strik í reikninginn í keppninni um fjórða sætið og atlöguna að Evrópudeildarbikarnum. Hann skorar á lið sitt að sýna baráttu og byrja á því í næsta leik gegn Portsmouth.
,,Mér finnst ég ekki vera undir pressu. Ég er vonsvikinn með tímabilið en við getum ennþá barist og enn bætt okkur." Sagði Benítez.
,,Gegn Portsmouth verðum við að sýna ákveðni og svo strax í næsta leik gegn Lille. Við vitum að tímabilið hefur ekki verið gott. Allir leikir sem eftir eru verða mikilvægir og sá næsti gegn Portsmouth er sá mikilvægasti þar sem við reynum að minnka bilið milli liðsins í fjórða sæti."
,,Það er ljóst að við megum ekki tapa mikið fleiri stigum þannig að við verðum að fara að sigra leiki og við munum byrja á þessum. Við vitum að allir leikir verða að vera svona en andlegur styrkur okkar er nægur til að nálgast þessa leiki rétt."
,,Eftir Portsmouth höldum við áfram og förum að hugsa um Evrópudeildina því við eigum "Bikarúrslitaleik" gegn Lille. Hver einasti leikur í útsláttarkeppni er eins og úrslitaleikur. Þannig er það bara."
Benítez viðurkennir að tap í síðustu tveim leikjum hafi vissulega sett stórt strik í reikninginn í keppninni um fjórða sætið og atlöguna að Evrópudeildarbikarnum. Hann skorar á lið sitt að sýna baráttu og byrja á því í næsta leik gegn Portsmouth.
,,Mér finnst ég ekki vera undir pressu. Ég er vonsvikinn með tímabilið en við getum ennþá barist og enn bætt okkur." Sagði Benítez.
,,Gegn Portsmouth verðum við að sýna ákveðni og svo strax í næsta leik gegn Lille. Við vitum að tímabilið hefur ekki verið gott. Allir leikir sem eftir eru verða mikilvægir og sá næsti gegn Portsmouth er sá mikilvægasti þar sem við reynum að minnka bilið milli liðsins í fjórða sæti."
,,Það er ljóst að við megum ekki tapa mikið fleiri stigum þannig að við verðum að fara að sigra leiki og við munum byrja á þessum. Við vitum að allir leikir verða að vera svona en andlegur styrkur okkar er nægur til að nálgast þessa leiki rétt."
,,Eftir Portsmouth höldum við áfram og förum að hugsa um Evrópudeildina því við eigum "Bikarúrslitaleik" gegn Lille. Hver einasti leikur í útsláttarkeppni er eins og úrslitaleikur. Þannig er það bara."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan