| Sf. Gutt
TIL BAKA
Loksins stórsigur hjá Liverpool!
Góður afmælissigur! Loksins náði Liverpool að vinna stórsigur. Liverpool lék sinn besta leik í langan tíma og vann Portsmouth 4:1 á Anfield Road. Það er mikið verk óunnið í baráttunni um fjórða sætið í deildinni en þessi sigur var skref í rétta átt!
Liverpool tók leikinn strax í sínar hendur eins og við var búist enda þörf að taka til hendinni eftir tvö töp í röð. Liverpool hefði átt að fá víti strax í byrjun leiks þegar einn leikmaður Portsmouth handlék knöttinn eftir að Steven Gerrard sendi fyrir markið úr aukaspyrnu. Gestirnir áttu í miklum vandræðum með snarpa leikmenn Liverpool og brutu oft á þeim á upphafsmínútunum. Á 18. mínútu fékk Alberto Aquilani gott skotfæri í vítateignum en hann skaut framhjá. Ítalinn, sem loksins fékk að byrja og sýndi stórleik, hefði átt að hitta markið.
Liverpool komst svo yfir á 26. mínútu. Ricardo Rocha sendi þá aftur á Jamie Ashdown markmann sinn. Steven hljóp í átt að Jamie og kom honum úr jafnvægi. Hann skaut í Steven og boltinn fór til Maxi Rodriguez. Hann hefði getað skotið sjálfur en renndi boltanum á Fernando Torres sem rúllaði honum í autt markið frá vítapunktinum. Lánið var kannski með Liverpool en Steven vann fyrir því með því að pressa á markmanninn. Leikmenn Liverpool hafa mátt gera meira af því að skapa sér sína eigin heppni á þessu keppnistímabili!
Leikmenn Liverpool gengu nú berserksgang og tveimur mínútum seinna kom næsta mark. Glen Johnson gaf fyrir frá hægri. Fernando tók boltann niður við vítateigshornið fjær og lék á varnarmann. Hann renndi boltanum svo út í teiginn á Ryan Babel sem fíflaði annan varnarmann áður en hann smellti boltanum neðst í hægra markhornið. Enn kom mark á 32. mínútu. Steven lék þá þríhyrning við Fernando hægra megin. Fernando tók hælspyrnu inn á vítteignn og þangað var Steven kominn. Hann náði ekki til boltans en það kom ekki að sök því Alberto Aquilani mætti á svæðið og skoraði með góðu vinstrifótar skoti. Vel gert og greinilegt var að Ítalinn naut þessarar stundar og skyldi engan undra!
Á 35. mínútu munaði engu að Liverpool skoraði enn og aftur. Fernando fékk þá boltann hægra megin og náði föstu skoti að marki en heppnin var ekki með honum því boltinn small í stönginni. Eftir þetta róaðist leikurinn fram að leikhléi en stuðningsmenn Liverpool voru kátir þegar það kom.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn af krafti og á 51. mínútu endaði frábær samleikur með því að Steven fékk boltann í þröngu færi vinstra megin í vítateignum. Jamie sá þar við honum og varði. Áfram hélt sóknin og Ryan fékk boltann. Hann þrumaði að marki en Jamie náði að slá boltann í þverslá. Frábærar sóknir Liverpool og mikill hraði í leik liðsins. Litlu síðar óð Ryan, sem átti mjög góðan leik, upp vinstra megin. Hann lagði boltann svo fyrir fætur Steven en skot hans fór rétt framhjá horninu fjær. Portsmouth minnti á sig í næstu sókn. Jamie O´Hara sendi þá á Michael Brown við vítateiginn en Jose sló fast skot hans yfir.
Eftir þessa fjörugu byrjun síðari hálfleiks róaðist leikurinn en Liverpool átti að fá víti á 67. mínútu þegar Glen Johnson var sparkaður niður inni í vítateignum. Var með ólíkindum að dómarinn skyldi ekki dæma víti. Liverpool skoraði fjórða markið tíu mínútum seinna. Alberto fékk þá boltann við miðju vallarins og sendi frábæra sendingu fram í vítateiginn á Fernando. Spánverjinn losaði sig eldsnöggt frá varnarmanni, lék aðeins til hægri og þrumaði boltanum í markið. Stórglæsilegt mark! Rétt á eftir átti Alberto gott skot frá vítateig en Jamie varði.
Leikurinn fjaraði nú út en Pompey náði þó óvænt marki tveimur mínútum fyrir leikslok. Nadir Belhadj skoraði þá af stuttu færi eftir snarpa sókn upp hægra megin. Boltinn var sendur fyrir markið og kom svo aftur fyrir þar sem Nadir skoraði. Varnarmenn Liverpool voru illa á verði en það kom ekki að sök. Stuðningsmenn Liverpool gátu loksins glaðst fyir góðum leik sinna manna og stórsigri. Vonandi færir hann liðinu sjálfstraust fyrir komandi leiki. Nú verður að ná góðri rispu!
Liverpool: Reina, Johnson (Kelly 70. mín.), Agger, Insua, Carragher, Aquilani, Gerrard (Benayoun 73. mín.), Rodriguez, Mascherano, Torres (Ngog 80. mín.) og Babel. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Leiva og Kuyt.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (26. og 77. mín.), Ryan Babel (28. mín.) og Alberto Aquilani (32. mín.).
Portsmouth: Ashdown, Rocha, Hreiðarsson (Owusu-Abeyie 75. mín.), Finnan, Belhadj, O´Hara (Webber 85. mín.), Diop (Mokoena 64. mín.), Brown, Wilson, Piquionne og Dindane. Ónotaðir varamenn: O´Brien, Mullins, Hughes og Kanu.
Mark Portsmouth: Nadir Belhadj (88. mín.).
Gul spjöld: Aruna Dindane og Aaron Mokoena.
Áhorfendur á Anfield Road: 40.316.
Maður leiksins: Alberto Aquilani. Ítalinn lipri sýndi hvað í honum býr og fór á kostum. Hann fór illa með mótherja sína hvað eftir annað og var maðurinn á bak við margar sóknir Liverpool. Svo skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.
Rafael Benítez: Mér fannst þetta góður leikur. Við reyndum að spila vel fyrir stuðningsmennina og skora mörk. Liðið spilaði af sjálfstrausti og við vorum alltaf líklegir til að skora. Þetta var mikilvægur leikur í mikilvægri viku og við erum mjög ánægðir. Vikan hefur byrjað mjög vel og ég vona að við getum unnið bæði á fimmtudaginn og sunnudaginn. Ég hef trú á að við getum það.
Fróðleikur!
- Liverpool vann sinn stærsta sigur frá því liðið vann Hull City 6:1 í september.
- Fernando Torres er nú búinn að skora 15 mörk á keppnistímabilinu. Öll hefur hann skorað í deildinni.
- Ryan Babel skoraði fimmta mark sitt.
- Alberto Aquilani opnaði markareikning sinn hjá Liverpool.
- Þeir Dirk Kuyt og Lucas Leiva misstu í fyrsta sinn af deildarleik á þessari leiktíð.
- Jose Reina er nú eini leikmaður Liverpool sem hefur leikið alla deildarleikina.
- Þetta var sjöundi deildarsigur Liverpool í röð á Anfield Road!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Liverpool tók leikinn strax í sínar hendur eins og við var búist enda þörf að taka til hendinni eftir tvö töp í röð. Liverpool hefði átt að fá víti strax í byrjun leiks þegar einn leikmaður Portsmouth handlék knöttinn eftir að Steven Gerrard sendi fyrir markið úr aukaspyrnu. Gestirnir áttu í miklum vandræðum með snarpa leikmenn Liverpool og brutu oft á þeim á upphafsmínútunum. Á 18. mínútu fékk Alberto Aquilani gott skotfæri í vítateignum en hann skaut framhjá. Ítalinn, sem loksins fékk að byrja og sýndi stórleik, hefði átt að hitta markið.
Liverpool komst svo yfir á 26. mínútu. Ricardo Rocha sendi þá aftur á Jamie Ashdown markmann sinn. Steven hljóp í átt að Jamie og kom honum úr jafnvægi. Hann skaut í Steven og boltinn fór til Maxi Rodriguez. Hann hefði getað skotið sjálfur en renndi boltanum á Fernando Torres sem rúllaði honum í autt markið frá vítapunktinum. Lánið var kannski með Liverpool en Steven vann fyrir því með því að pressa á markmanninn. Leikmenn Liverpool hafa mátt gera meira af því að skapa sér sína eigin heppni á þessu keppnistímabili!
Leikmenn Liverpool gengu nú berserksgang og tveimur mínútum seinna kom næsta mark. Glen Johnson gaf fyrir frá hægri. Fernando tók boltann niður við vítateigshornið fjær og lék á varnarmann. Hann renndi boltanum svo út í teiginn á Ryan Babel sem fíflaði annan varnarmann áður en hann smellti boltanum neðst í hægra markhornið. Enn kom mark á 32. mínútu. Steven lék þá þríhyrning við Fernando hægra megin. Fernando tók hælspyrnu inn á vítteignn og þangað var Steven kominn. Hann náði ekki til boltans en það kom ekki að sök því Alberto Aquilani mætti á svæðið og skoraði með góðu vinstrifótar skoti. Vel gert og greinilegt var að Ítalinn naut þessarar stundar og skyldi engan undra!
Á 35. mínútu munaði engu að Liverpool skoraði enn og aftur. Fernando fékk þá boltann hægra megin og náði föstu skoti að marki en heppnin var ekki með honum því boltinn small í stönginni. Eftir þetta róaðist leikurinn fram að leikhléi en stuðningsmenn Liverpool voru kátir þegar það kom.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn af krafti og á 51. mínútu endaði frábær samleikur með því að Steven fékk boltann í þröngu færi vinstra megin í vítateignum. Jamie sá þar við honum og varði. Áfram hélt sóknin og Ryan fékk boltann. Hann þrumaði að marki en Jamie náði að slá boltann í þverslá. Frábærar sóknir Liverpool og mikill hraði í leik liðsins. Litlu síðar óð Ryan, sem átti mjög góðan leik, upp vinstra megin. Hann lagði boltann svo fyrir fætur Steven en skot hans fór rétt framhjá horninu fjær. Portsmouth minnti á sig í næstu sókn. Jamie O´Hara sendi þá á Michael Brown við vítateiginn en Jose sló fast skot hans yfir.
Eftir þessa fjörugu byrjun síðari hálfleiks róaðist leikurinn en Liverpool átti að fá víti á 67. mínútu þegar Glen Johnson var sparkaður niður inni í vítateignum. Var með ólíkindum að dómarinn skyldi ekki dæma víti. Liverpool skoraði fjórða markið tíu mínútum seinna. Alberto fékk þá boltann við miðju vallarins og sendi frábæra sendingu fram í vítateiginn á Fernando. Spánverjinn losaði sig eldsnöggt frá varnarmanni, lék aðeins til hægri og þrumaði boltanum í markið. Stórglæsilegt mark! Rétt á eftir átti Alberto gott skot frá vítateig en Jamie varði.
Leikurinn fjaraði nú út en Pompey náði þó óvænt marki tveimur mínútum fyrir leikslok. Nadir Belhadj skoraði þá af stuttu færi eftir snarpa sókn upp hægra megin. Boltinn var sendur fyrir markið og kom svo aftur fyrir þar sem Nadir skoraði. Varnarmenn Liverpool voru illa á verði en það kom ekki að sök. Stuðningsmenn Liverpool gátu loksins glaðst fyir góðum leik sinna manna og stórsigri. Vonandi færir hann liðinu sjálfstraust fyrir komandi leiki. Nú verður að ná góðri rispu!
Liverpool: Reina, Johnson (Kelly 70. mín.), Agger, Insua, Carragher, Aquilani, Gerrard (Benayoun 73. mín.), Rodriguez, Mascherano, Torres (Ngog 80. mín.) og Babel. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Leiva og Kuyt.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (26. og 77. mín.), Ryan Babel (28. mín.) og Alberto Aquilani (32. mín.).
Portsmouth: Ashdown, Rocha, Hreiðarsson (Owusu-Abeyie 75. mín.), Finnan, Belhadj, O´Hara (Webber 85. mín.), Diop (Mokoena 64. mín.), Brown, Wilson, Piquionne og Dindane. Ónotaðir varamenn: O´Brien, Mullins, Hughes og Kanu.
Mark Portsmouth: Nadir Belhadj (88. mín.).
Gul spjöld: Aruna Dindane og Aaron Mokoena.
Áhorfendur á Anfield Road: 40.316.
Maður leiksins: Alberto Aquilani. Ítalinn lipri sýndi hvað í honum býr og fór á kostum. Hann fór illa með mótherja sína hvað eftir annað og var maðurinn á bak við margar sóknir Liverpool. Svo skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.
Rafael Benítez: Mér fannst þetta góður leikur. Við reyndum að spila vel fyrir stuðningsmennina og skora mörk. Liðið spilaði af sjálfstrausti og við vorum alltaf líklegir til að skora. Þetta var mikilvægur leikur í mikilvægri viku og við erum mjög ánægðir. Vikan hefur byrjað mjög vel og ég vona að við getum unnið bæði á fimmtudaginn og sunnudaginn. Ég hef trú á að við getum það.
Fróðleikur!
- Liverpool vann sinn stærsta sigur frá því liðið vann Hull City 6:1 í september.
- Fernando Torres er nú búinn að skora 15 mörk á keppnistímabilinu. Öll hefur hann skorað í deildinni.
- Ryan Babel skoraði fimmta mark sitt.
- Alberto Aquilani opnaði markareikning sinn hjá Liverpool.
- Þeir Dirk Kuyt og Lucas Leiva misstu í fyrsta sinn af deildarleik á þessari leiktíð.
- Jose Reina er nú eini leikmaður Liverpool sem hefur leikið alla deildarleikina.
- Þetta var sjöundi deildarsigur Liverpool í röð á Anfield Road!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan