| Sf. Gutt
Liverpool fer til Manchester á morgun til leiks við United þar í borg. Þetta er jafnan einn helsti stórleikur hvers keppnistímabils. Liverpool hefur unnið tvo síðustu leiki eftir tvö slæm töp. Bæði Rafael Benítez og Steven Gerrard vonast eftir framhaldi á góðu gengi eftir sigrana tvo í vikunni.
Rafael Benítez: Rígurinn milli beggja liða er gríðarlegur en ég reyni, sem fagmaður, ekki að láta tilfinningar mínar í ljós. Þetta er stórleikur fyrir bæði lið og það skiptir í raun ekki máli hvar í töflunni liðin eru. Bæði lið vilja sigur og því er pressa á báðum.
Sem framkvæmdastjóri þá vill maður sigur á móti öllum liðum en það er auðvitað sérstaklega gaman að vinna toppliðin. Við þurfum að vinna því viljum komast í hóp fjögurra efstu liða.
Við spiluðum mjög vel bæði á mánudaginn og eins sýndum við góðan leik á fimmtudaginn. Vonandi tekst okkur að ná hagstæðum úrslitum á Old Trafford. Ef við stöndum saman getum við unnið hvaða lið sem er. Það verður erfitt að spila á Old Trafford en við munum gera okkar besta.
Steven Gerrard: Maður reiknar alltaf með erfiðum leik á Old Trafford. Við förum þangað eftir að hafa spilað tvo góða leiki. Þessi leikur verður þó allt öðruvísi. Þeir leiða deildina en við munum láta þá hafa fyrir hlutunum.
Steven Gerrard hafði þetta að segja eftir leik Liverpool og Lille. Vonandi ná leikmenn Liverpool að halda áfram góðu gengi sínu á morgun en leikmenn liðsins þurfa að hafa sig alla við í Manchester ef hagstæð úrslit eiga að nást.
TIL BAKA
Gerum okkar besta!

Rafael Benítez: Rígurinn milli beggja liða er gríðarlegur en ég reyni, sem fagmaður, ekki að láta tilfinningar mínar í ljós. Þetta er stórleikur fyrir bæði lið og það skiptir í raun ekki máli hvar í töflunni liðin eru. Bæði lið vilja sigur og því er pressa á báðum.
Sem framkvæmdastjóri þá vill maður sigur á móti öllum liðum en það er auðvitað sérstaklega gaman að vinna toppliðin. Við þurfum að vinna því viljum komast í hóp fjögurra efstu liða.
Við spiluðum mjög vel bæði á mánudaginn og eins sýndum við góðan leik á fimmtudaginn. Vonandi tekst okkur að ná hagstæðum úrslitum á Old Trafford. Ef við stöndum saman getum við unnið hvaða lið sem er. Það verður erfitt að spila á Old Trafford en við munum gera okkar besta.
Steven Gerrard: Maður reiknar alltaf með erfiðum leik á Old Trafford. Við förum þangað eftir að hafa spilað tvo góða leiki. Þessi leikur verður þó allt öðruvísi. Þeir leiða deildina en við munum láta þá hafa fyrir hlutunum.
Steven Gerrard hafði þetta að segja eftir leik Liverpool og Lille. Vonandi ná leikmenn Liverpool að halda áfram góðu gengi sínu á morgun en leikmenn liðsins þurfa að hafa sig alla við í Manchester ef hagstæð úrslit eiga að nást.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan