| Ólafur Haukur Tómasson
Jose Manuel Reina hefur verið frábær í marki Liverpool síðan hann kom til félagsins frá Villareal á litlar sex milljónir punda árið 2005. Síðan þá hefur hann reynst vera hinn mesti happafengur fyrir Liverpool og hefur hann verið einn besti markvörðurinn í Evrópu öll árin sín hjá Liverpool. Hann er nálægt því að skrifa undir nýjan langtíma samning við félagið og er í skýjunum með það.
TIL BAKA
Reina um framtíðina og leikinn gegn Man Utd
"Af hverju að framlengja? Vegna þess að ég er ánægður hér og ég tel að félagið sé einnig ánægt með það. Við höfum verið að ræða þetta undanfarið, þá sérstaklega ég og konan mín og við höfum komist að þeirri niðurstöðu að það er hvergi betra að vera. Þetta er persónu- og fagmannleg ákvörðun. Nám barnanna minna og margt fleira skiptir máli í þessu sambandi. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það en þetta er það sem við viljum gera. Mér fannst mín vera þörf allt frá byrjun.
Þetta snýst ekki alltaf um að vera á eftir titlum eða vera í stærsta félaginu. Þetta snýst um að vera hjá rétta félaginu. Þetta er ekki fórn, ég er mjög stoltur og heppinn að vera hér. Af hverju? Þetta snýst um meginreglur félagsins. Ég tel að Liverpool sé rétta félagið fyrir mig. Ég vil að börnin mín tali ensku, ef það er Scouse-enska þá verð ég stoltur af þeim! Það er góður lærdómur og alveg ómetanlegt fyrir þau að tala tvö tungumál.
Sjáið nú til, Liverpool er eitt besta félag heimsins. Hvað sem á dynur, hvort liðið sé í Meistaradeildinni eða Evrópukeppninni þá er þetta alltaf Liverpool sama hvað mun gerast. Þetta mun alltaf vera svona. Ég sé enga ástæðu fyrir því að fara." sagði Reina, sem er án nokkurs vafa með hjartað á réttum stað!
Jose hefur verið í miklum ham á leiktíðinni og hefur Liverpool oft átt honum mikið að þakka fyrir að hafa ekki tapað fleiri leikjum á leiktíðinni. Að marga mati hefur hann verið sterkasti leikmaður Liverpool á leiktíðinni. Hann er talinn einn af allra bestu markvörðunum í bransanum og hann sér enga ástæðu til þess að breyta einhverju.
"Það er ánægjulegt þegar fólk segir við mann að maður geti valið úr mörgum félögum. Það er gaman að heyra það en ég er ekki að hugsa um að yfirgefa Liverpool. Þegar fólk talar vel um mann og kann vel að meta vinnuna sem maður gerir þá lætur það manni líða eins og manns sé þörf.
Ég er búinn að taka ákvörðun. Ég veit ekki hvað hinir strákarnir eru að hugsa en hugur minn er ljós. Ég hef ákveðið að spila með Liverpool í mörg ár í viðbót og sé ekki eftir neinu sem á nokkurn hátt tengist því."
Liverpool hefur ekki tekist að byggja á frammistöðunni sem liðið sýndi á síðustu leiktíð þegar þeir voru í harðri titilbaráttu alla leiktíðina. Liðið er nú í harðri baráttu um að tryggja sig á meðal fjögurra efstu liða og áskila sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Reina vill ólmur enda þessa leiktíð á háu nótunum og gera liðið sterkara fyrir næstu leiktíð.
"Við viljum allir spila í stóru keppnunum og stefna á toppinn. Fernando [Torres] sagði um daginn að við höfum lært af mistökum okkar og við reynum að bæta liðið eins og við getum. Að nokkru leyti er það hárrét hjá honum. Fyrst verðum við að hafa það í huga að enda eins ofarlega og við getum á þessari leiktíð og lagfæra vandamálin fyrir næstu leiktíð, fyrir hvaða keppni sem við munum taka þátt í.
Allir okkar vilja vinna titla en stundum er það ekki möguleiki og þú getur ekki bara hent inn handklæðinu og gefist upp þó það gangi ekki upp. Það hefur verið löng bið fyrir stuðningsmennina eftir Englandsmeistaratitlinum og ég myndi elska það að geta verið hér þegar það loksins gerist.
Það eru engin vandræði í búningsklefanum. Þetta hefur verið slæmt tímabil hvað úrslit leikja varðar en það kemur tímabil eftir þetta og annað eftir það svo við verðum alltaf að læra af mistökum okkar og vera áræðnir."
Á síðustu leiktíð lagði Liverpool Real Madrid 4-0 á Anfield Road nokkrum dögum áður en liðið mætti á Old Trafford og uppskar 4-1 stórsigur á heimamönnunum í Manchester United. Það hefur ekki allt farið að óskum fyrir Liverpool eftir það en liðið vann þó Manchester United fyrr á þessari leiktíð. Reina vonast til þess að ná aftur tveimur sigrum á sömu leiktíðinni gegn erkifjendunum og að það muni gefa liðinu aukinn kraft í baráttunni um Meistaradeildarsætið.
"Það sem hefur gerst eftir það [Stórsigurinn gegn Man. Utd.]. Man U eru að berjast um titilinn og við erum að berjast um fjórða sætið, en það er bara þannig og við verðum að vera jákvæðir. Sá árangur að vinna Real Madrid 4-0 og vinna svo Manchester United 4-1 örskömmu síðar er eitthvað sem verður alltaf virkilega erfitt að endurtaka. Ég reyni ekki að vinna United til að stöðva þá í að vinna deildina, svo lengi sem það eru þrjú stig í pottinum sem hjálpa okkur að ná fjórða sætinu þá verður þetta í lagi." sagði Reina.
Það er alveg skothellt að Jose Reina muni standa á milli stanga Liverpool þegar liðið mætir Manchester United á morgun og mun hann gera allt sem í sínu valdi stendur til að hindra það að sóknarmenn Manchester United muni halda áfram að skora líkt og þeir hafa verið að gera upp á síðkastið.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan