| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Tap á Old Trafford
Það kom að því að okkar menn létu í minni pokann gegn lærisveinum Sir Alex. Það má síðan deila um hvort úrslitin í gleiknum hafi verið sanngjörn.
Leikur Manchester United og Liverpool á Old Trafford byrjaði mjög fjörlega og ekki voru liðnar nema sex mínútur þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var á ferð gulldrengurinn Fernando Torres, en hann skoraði glæsilegt mark með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Dirk Kuyt. Torres hóf sóknina með skemmtilegri hælsendingu á Steven Gerrard. Fyrirliðinn framlengdi boltann út á kant til Kuyt, sem smellti boltanum beint á kollinn á Torres. Glæsilegt mark og glæsileg byrjun.
En Adam var ekki lengi í Paradís. Sjö mínútum síðar jafnaði Manchester United leikinn með marki sem Wayne Rooney skoraði eftir umdeilda vítaspyrnu. Antonio Valencia fór illa með Javier Mascherano úti á kanti og tók strikið inn að vítateig með Argentínumanninn á hælunum. Fyrir utan teiginn byrjaði Valencia að hrasa og lá að lokum kylliflatur inn í teig. Howard Webb benti á vítapunktinn við litla hrifningu Liverpool manna, enda átti brotið sér augljóslega stað utan teigs.
Um þetta atriði hefur mikið verið rætt og ritað og sitt sýnist hverjum. Mikill hamagangur varð milli stjóranna á hliðarlínunni; Rafa Benítez var æfur yfir því að Webb skyldi dæma víti, en Alex Ferguson æfur yfir því að Mascherano skyldi ekki fá rauða spjaldið!
En niðurstaðan var víti og Wayne Rooney stillti sér upp og skaut vinstra megin við Pepe Reina. Reina varði vítið en því miður var Rooney fyrstur til að ná frákastinu og potaði boltanum í netið fram hjá varnarlausum Reina.
Eftir jöfnunarmarkið róaðist leikurinn nokkuð en á 29. mínútu átti Nani ágætt skot sem Reina varði út við stöng. Á 40. mínútu átti Patrice Evra síðan góða fyrirgjöf fyrir mark Liverpool, en Kóreumaðurinn Park var aðeins of stuttur til að ná að stýra boltanum á markið.
Eftir fjörmikla byrjun hafði leikurinn leyst upp í miðjuþóf og lítið var um færi, en barátta var mikil á milli manna og heitt í kolunum eins og jafnan þegar þessi lið eigast við.
Seinni hálfleikur fór rólega af stað og engar vonir virtust til þess að sama líf yrði í leiknum og einkenndi upphafsmínútur hans. United var heldur hættulegra, en Park, Nani og Valencia ollu bakvörðunum Insua og Johnson nokkrum vandræðum í leiknum. Nani og Park áttu báðir sæmileg færi eftir að hafa skilið Johnson eftir úti á kanti og hinum megin átti Insua í mesta basli með Antonio Valencia.
Það kom að því að Liverpool vörnin lét undan. Á 60. mínútu átti Darren Fletcher góða fyrirgjöf utan af kanti og í þetta sinn var Kóreumaðurinn Park ekki of stuttur til að skalla boltann í netið, enda boltinn nánst niðri við jörð. Carragher var upptekinn við að passa Wayne Rooney og verður varla sakaður um markið, þrátt fyrir að hafa verið næstur boltanum af varnarmönnum Liverpool, en hinsvegar verður að spyrja sig að þætti Glen Johnson í varnarvinnunni. Hann virtist úti á þekju.
Leikmenn Liverpool héldu áfram að reyna, en því miður er ekki hægt að segja að mikil ógnun hafi verið í leik okkar manna. Benítez freistaði þess að fá meira líf í leik liðsins með því að skipta Ryan Babel og Alberto Aquilani inn á. Aquilani kom inn fyrir Kuyt á 73. mínútu og Babel kom inn fyrir Rodriguez á 76. mínútu. Þessar skiptingar breyttu litlu um gang leiksins, enda tveir varnarsinnaðir miðjumenn ennþá inná og Steven Gerrard úti á kanti. Babel virkaði reyndar frískur og átti ágætar rispur, en Aquilani komst aldrei í takt við leikinn.
Skömmu eftir þessi mannaskipti hjá Liverpool komst Wayne Rooney síðan í ágætt færi, en hann var í strangri gæslu Jamie Carragher allan leikinn. Skot hans fór sem betur fer fram hjá markinu og Liverpool mnn gátu andað léttar. Á 83. mínútu kom síðan síðasta skipting Benítez í leiknum, en þá kom Benayoun inn á fyrir Lucas. Leikurinn hafði þróast þannig að Liverpool liðið var búið að bakka of mikið og United menn réðu orðið miðsvæðinu, án þess þó að valda okkar mönnum teljandi vandræðum, og innáskiptingar Benítez dugðu ekki til að breyta því.
Fernando Torres fékk þó upplagt færi undir lokin, eftir góðan undirbúning Steven Gerrard, en hann skóflaði boltanum upp í loft inn í teignum og sýndi þar að hann er mannlegur eftir allt saman. Benayoun reyndi að stýra boltanum í netið með hausnum, en það var máttlítil tilraun enda engin ferð á boltanum og Van der Sar átti ekki í nokkrum vandræðum með að grípa hann. Þarna fór síðasta færi okkar manna og niðurstaðan enn eitt tapið, í leik sem Liverpool átti síst minna í þegar allt er talið.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Insua, Carragher, Gerrard, Mascherano, Lucas (Benayoun 83.mín.), Rodriguez (Babel 76. mín.), Torres, Kuyt (Aquilani 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, NGog, Kelly og Kyrgiakos.
Mark Liverpool: Fernando Torres (6. mín.).
Gul spjöld: Jamie Carragher, Javier Mascherano og Fernando Torres.
Manchester United: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Valencia, Carrick, Fletcher, Park (Scholes 81. mín.), Nani (Giggs 79. mín.), Rooney. Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Evans, Rafael, Obertan og Berbatov.
Mörk Manchester United: Wayne Rooney (13. mín.) og Ji-Sung Park (60. mín.).
Gul spjöld: Vidic og Valencia.
Áhorfendur á Old Trafford: 75,216.
Maður leiksins: Fernando Torres. Spánverjinn skoraði og hefur nú skorað fimm mörk í síðustu þremur leikjum. Hann var óheppinn að skora ekki undir lok leiksins, en var ávallt ógnandi og tekur mikið til sín.
Rafael Benítez: ,,Það má spyrja sig hvernig þessi leikur hefði farið ef dómarinn hefði ekki látið undan þeim þrýstingi sem Ferguson setur jafnan á þá sem dæma á Old Trafford. Fram að vítinu vorum við sterkari og vorum með yfirhöndina. Eftir þennan óréttláta dóm var á brattann að sækja hjá okkur. Við spiluðum vel þótt við sköpuðum kannski ekki mörg færi. En svona leikir eru yfirleitt ekki mjög opnir og þá geta smáatriðin skipt sköpum. Þau féllu með United í dag."
Fróðleikur.
- Síðustu þrjár viðureignir þessara liða höfðu endað með sigri Liverpool.
- Með sigrinum færðist Manchester United nær því takmarki sínu að sigra enska meistaratitilinn í 19. sinn og slá þar með titlamet Liverpool.
- Fernando Torres hefur nú skorað 18 mörk á sparktíðinni.
- Þetta var 12. viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni síðan Rafa Benítez tók við Liverpool. Átta sinnum hefur Man U. unnið, Liverpool þrisvar og einu sinni hafa liðin gert jafntefli.
- Liverpool og Manchester United eru sannkallaðir erkifjendur. Sem dæmi um það má nefna að Wayne Rooney og Gary Neville hafa báðir tjáð sig opinberlega um hatur sitt á Liverpool og Steven Gerrard hefur haft svipuð orð um Manchester United.
- Síðasti beinu félagaskipti milli liðanna fóru fram árið 1964, þegar Phil Chisnall kom til Liverpool frá Manchester United. Phil þessi hafði gert ágæta hluti með Manchester liðinu en gekk illa að festa sig í sessi hjá Liverpool. Þegar hann fór til Southend sumarið 1967 hafði hann einungis leikið 9 leiki fyrir Rauða herinn.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Leikur Manchester United og Liverpool á Old Trafford byrjaði mjög fjörlega og ekki voru liðnar nema sex mínútur þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var á ferð gulldrengurinn Fernando Torres, en hann skoraði glæsilegt mark með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Dirk Kuyt. Torres hóf sóknina með skemmtilegri hælsendingu á Steven Gerrard. Fyrirliðinn framlengdi boltann út á kant til Kuyt, sem smellti boltanum beint á kollinn á Torres. Glæsilegt mark og glæsileg byrjun.
En Adam var ekki lengi í Paradís. Sjö mínútum síðar jafnaði Manchester United leikinn með marki sem Wayne Rooney skoraði eftir umdeilda vítaspyrnu. Antonio Valencia fór illa með Javier Mascherano úti á kanti og tók strikið inn að vítateig með Argentínumanninn á hælunum. Fyrir utan teiginn byrjaði Valencia að hrasa og lá að lokum kylliflatur inn í teig. Howard Webb benti á vítapunktinn við litla hrifningu Liverpool manna, enda átti brotið sér augljóslega stað utan teigs.
Um þetta atriði hefur mikið verið rætt og ritað og sitt sýnist hverjum. Mikill hamagangur varð milli stjóranna á hliðarlínunni; Rafa Benítez var æfur yfir því að Webb skyldi dæma víti, en Alex Ferguson æfur yfir því að Mascherano skyldi ekki fá rauða spjaldið!
En niðurstaðan var víti og Wayne Rooney stillti sér upp og skaut vinstra megin við Pepe Reina. Reina varði vítið en því miður var Rooney fyrstur til að ná frákastinu og potaði boltanum í netið fram hjá varnarlausum Reina.
Eftir jöfnunarmarkið róaðist leikurinn nokkuð en á 29. mínútu átti Nani ágætt skot sem Reina varði út við stöng. Á 40. mínútu átti Patrice Evra síðan góða fyrirgjöf fyrir mark Liverpool, en Kóreumaðurinn Park var aðeins of stuttur til að ná að stýra boltanum á markið.
Eftir fjörmikla byrjun hafði leikurinn leyst upp í miðjuþóf og lítið var um færi, en barátta var mikil á milli manna og heitt í kolunum eins og jafnan þegar þessi lið eigast við.
Seinni hálfleikur fór rólega af stað og engar vonir virtust til þess að sama líf yrði í leiknum og einkenndi upphafsmínútur hans. United var heldur hættulegra, en Park, Nani og Valencia ollu bakvörðunum Insua og Johnson nokkrum vandræðum í leiknum. Nani og Park áttu báðir sæmileg færi eftir að hafa skilið Johnson eftir úti á kanti og hinum megin átti Insua í mesta basli með Antonio Valencia.
Það kom að því að Liverpool vörnin lét undan. Á 60. mínútu átti Darren Fletcher góða fyrirgjöf utan af kanti og í þetta sinn var Kóreumaðurinn Park ekki of stuttur til að skalla boltann í netið, enda boltinn nánst niðri við jörð. Carragher var upptekinn við að passa Wayne Rooney og verður varla sakaður um markið, þrátt fyrir að hafa verið næstur boltanum af varnarmönnum Liverpool, en hinsvegar verður að spyrja sig að þætti Glen Johnson í varnarvinnunni. Hann virtist úti á þekju.
Leikmenn Liverpool héldu áfram að reyna, en því miður er ekki hægt að segja að mikil ógnun hafi verið í leik okkar manna. Benítez freistaði þess að fá meira líf í leik liðsins með því að skipta Ryan Babel og Alberto Aquilani inn á. Aquilani kom inn fyrir Kuyt á 73. mínútu og Babel kom inn fyrir Rodriguez á 76. mínútu. Þessar skiptingar breyttu litlu um gang leiksins, enda tveir varnarsinnaðir miðjumenn ennþá inná og Steven Gerrard úti á kanti. Babel virkaði reyndar frískur og átti ágætar rispur, en Aquilani komst aldrei í takt við leikinn.
Skömmu eftir þessi mannaskipti hjá Liverpool komst Wayne Rooney síðan í ágætt færi, en hann var í strangri gæslu Jamie Carragher allan leikinn. Skot hans fór sem betur fer fram hjá markinu og Liverpool mnn gátu andað léttar. Á 83. mínútu kom síðan síðasta skipting Benítez í leiknum, en þá kom Benayoun inn á fyrir Lucas. Leikurinn hafði þróast þannig að Liverpool liðið var búið að bakka of mikið og United menn réðu orðið miðsvæðinu, án þess þó að valda okkar mönnum teljandi vandræðum, og innáskiptingar Benítez dugðu ekki til að breyta því.
Fernando Torres fékk þó upplagt færi undir lokin, eftir góðan undirbúning Steven Gerrard, en hann skóflaði boltanum upp í loft inn í teignum og sýndi þar að hann er mannlegur eftir allt saman. Benayoun reyndi að stýra boltanum í netið með hausnum, en það var máttlítil tilraun enda engin ferð á boltanum og Van der Sar átti ekki í nokkrum vandræðum með að grípa hann. Þarna fór síðasta færi okkar manna og niðurstaðan enn eitt tapið, í leik sem Liverpool átti síst minna í þegar allt er talið.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Insua, Carragher, Gerrard, Mascherano, Lucas (Benayoun 83.mín.), Rodriguez (Babel 76. mín.), Torres, Kuyt (Aquilani 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, NGog, Kelly og Kyrgiakos.
Mark Liverpool: Fernando Torres (6. mín.).
Gul spjöld: Jamie Carragher, Javier Mascherano og Fernando Torres.
Manchester United: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Valencia, Carrick, Fletcher, Park (Scholes 81. mín.), Nani (Giggs 79. mín.), Rooney. Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Evans, Rafael, Obertan og Berbatov.
Mörk Manchester United: Wayne Rooney (13. mín.) og Ji-Sung Park (60. mín.).
Gul spjöld: Vidic og Valencia.
Áhorfendur á Old Trafford: 75,216.
Maður leiksins: Fernando Torres. Spánverjinn skoraði og hefur nú skorað fimm mörk í síðustu þremur leikjum. Hann var óheppinn að skora ekki undir lok leiksins, en var ávallt ógnandi og tekur mikið til sín.
Rafael Benítez: ,,Það má spyrja sig hvernig þessi leikur hefði farið ef dómarinn hefði ekki látið undan þeim þrýstingi sem Ferguson setur jafnan á þá sem dæma á Old Trafford. Fram að vítinu vorum við sterkari og vorum með yfirhöndina. Eftir þennan óréttláta dóm var á brattann að sækja hjá okkur. Við spiluðum vel þótt við sköpuðum kannski ekki mörg færi. En svona leikir eru yfirleitt ekki mjög opnir og þá geta smáatriðin skipt sköpum. Þau féllu með United í dag."
Fróðleikur.
- Síðustu þrjár viðureignir þessara liða höfðu endað með sigri Liverpool.
- Með sigrinum færðist Manchester United nær því takmarki sínu að sigra enska meistaratitilinn í 19. sinn og slá þar með titlamet Liverpool.
- Fernando Torres hefur nú skorað 18 mörk á sparktíðinni.
- Þetta var 12. viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni síðan Rafa Benítez tók við Liverpool. Átta sinnum hefur Man U. unnið, Liverpool þrisvar og einu sinni hafa liðin gert jafntefli.
- Liverpool og Manchester United eru sannkallaðir erkifjendur. Sem dæmi um það má nefna að Wayne Rooney og Gary Neville hafa báðir tjáð sig opinberlega um hatur sitt á Liverpool og Steven Gerrard hefur haft svipuð orð um Manchester United.
- Síðasti beinu félagaskipti milli liðanna fóru fram árið 1964, þegar Phil Chisnall kom til Liverpool frá Manchester United. Phil þessi hafði gert ágæta hluti með Manchester liðinu en gekk illa að festa sig í sessi hjá Liverpool. Þegar hann fór til Southend sumarið 1967 hafði hann einungis leikið 9 leiki fyrir Rauða herinn.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan