| Sf. Gutt

,,Strákurinn" mun standa sig áfram!

Liverpool stendur nú í ströngu í baráttunni um fjórða sætið í Úrvalsdeildinni og það má ekkert út af bera. Mörk koma auðvitað til með að ráða úrslitum í þessari baráttu. Fernando Torres er nú kominn með átján mörk á þessu keppnistímabili og þar af fimm í síðustu þremur leikjum. 

Þrátt fyrir að skora duglega þá hefur Fernando verið nokkuð gagnrýndur, á þessu keppnistímabili, fyrir að láta gremju sína í ljós inni á vellinum og þras hans við dómara hefur ekki verið til eftirbreytni. Rafael Benítez telur að ,,Strákurinn" eigi eftir að halda einbeitingu sinni og skila sínu í markaskorun til vorsins. 

,,Hann skoraði fimm mörk í þremur leikjum í síðustu viku og það er réttara að horfa á það jákvæða sem hann hefur gert frekar en það sem ekki er nógu gott. Vissulega hefur hann stundum sýnt gremju sína en hann er líka að standa sig vel. Hann hefur sýnt að hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki og hann er ákveðinn í að skora fleiri mörk. Hann er alltaf ógnvaldur við varnarmenn andstæðinga okkar. Hann er okkur mjög mikilvægur og hann er alltaf líklegur til að skora þegar hann er kominn út á völlinn til að spila með okkur."

Fernando Torres hefur, sem fyrr segir, skorað átján mörk á þessu keppnistímabili. Það sem gerir þá markatölu enn merkilegri er að hann hefur aðeins leikið 28 leiki! Liverpool leikur mjög mikilvægan leik gegn Sunderland á Anfield Road á morgun og mark eða mörk frá ,,El Ninjo" kæmu sér mjög vel!







TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan