| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool tók Sunderland í kennslustund!
Sól, blíða og Liverpool lék einn besta leik sinn á leiktíðinni og tók Sunderland í kennslustund á Anfield Road. Liverpool vann 3:0 en sigurinn hefði átt að vera miklu stærri. Nú þvældust engir strandboltar fyrir og Liverpool á enn möguleika á að ná fjórða sætinu í deildinni!
Leikmenn Liverpool hafa varla byrjað nokkurn leik á þessu keppnistímabili af jafn miklum krafti. Ekki var mínúta liðin þegar fyrsta færið kom. Steven Gerrard, sem átti stórleik, sendi aukaspyrnu fyrir markið af hægri kanti. Dirk Kuyt fleytti boltanum til Daniel Agger vinstra megin í markteignum en Craig Gordon varði vel og sló boltann frá. Hættunni var svo bægt frá á síðustu stundu í kjölfarið.
Ekki leið þó á löngu þar til Liverpool skoraði. Tveimur mínútum síðar sendi Jose Reina boltann langt fram á landa sinn Fernando Torres. Hann fékk boltann vinstra megin við vítateiginn. Tveir gestir voru til varnar en Fernando lék inn að vítateigslínunni áður en hann sneri boltann upp í vinkilinn fjær, fyrir framan The Kop, með hnitmiðuðu skoti! Stórkostlegt mark og allt sprakk á Anfield. Mörg glæsimörkin hefur þessi meistari skorað en þetta fer í flokk þeirra allra bestu. Sannkallað meistaraverk!
Leikmenn Liverpool fóru nú algerlega á kostum. Hver sóknin rak aðra, allir leikmenn liðsins voru á hreyfingu og boltinn gekk eldsnöggt manna á milli! Á 16. mínútu endaði frábær samleikur þeirra Steven og Maxi Rodríguez endaði með því að Fernando fékk boltann rétt utan markteigs en fast skot hans fór framhjá. Hefði hann hitt markið hefði ekki verið að sökum að spyrja. Tveimur mínútum seinna braust Steven inn á vítateiginn hægra megin en skot hans fór í varnarmann og í horn. Eftir hornspyrnuna skaut Daniel, sem var mjög sókndjarfur, framhjá úr þokkalegu færi. Á 25. mínútu fékk Liverpool hornspyrnu frá hægri. Steven sendi fyrir á Maxi sem skallaði laglega aftur fyrir sig en Craig varði meistaralega með því að slá boltann yfir.
Á 32. mínútu kom loks annað mark Liverpool. Steven tók horn frá vinstri. Varnarmaður skallaði frá en boltinn fór ekki mjög langt. Hann lenti hjá Glen Johnson, sem átti sinn besta leik frá því í byrjun leiktíðar, rétt utan vítateigs. Hann lék framhjá einum manni og skaut svo að marki með vinstri. Skotið var fast og boltinn lá í markinu án þess að Craig gæti nokkuð að gert. Það fipaði hann kannski að boltinn strauk hné Michael Turner á leiðinni en markið var gott og gilt.
Á 40. mínútu slapp mark Sunderland á ótrúlegan hátt. Emiliano Insua sendi fyrir frá vinstri. Dirk fékk boltann hinu megin í teignum og lagði hann út á Fernando sem var við vítapunktinn. Hann þrumaði að marki en boltinn small í stönginni. Boltinn kom þó rakleitt til hans aftur en nú hitti Fernando boltann illa og skotið fór framhjá. Fernando hefði sannarlega átt að skora í öðru af þessum færum. Leikmenn Sunderlnad voru þeirri stund fegnastir þegar flautað var til leikhlés.
Síðari hálfleikur var ekki jafn hraður og sá fyrri. Úrslitin voru svo til ráðin og leikmennn Liverpool hægðu smá saman á enda erfiðir leikir framundan. Hálfleikurinn var þó langt frá því tíðindalaus og á 52. mínútu braust Glen fram og sendi á Fernando. Hann var vel settur inni á vítateignum en varnarmaður komst í veg fyrir skot hans og bjargaði trúlega marki. Þremur mínútum seinna kom loksins skot á mark Liverpool. Jordan Henderson átti þá skot utan vítateigs en Jose lagðist niður og varði auðveldlega.
Liverpool gulltryggði sigurinn eftir klukkutíma. Ryan Babel sendi inn á vítateignn frá vinstri. Varnarmaður stökk hærra en Maxi en skalli hans fór beint á Glen. Hann renndi boltanum aftur inn í teiginn á Fernando Torres og Spánverjinn sendi hann af mikilli yfirvegun í markið framhjá nokkrum gestum sem ekki komu neinum vörnum við. Enn og aftur frábært mark hjá El Nino. Hans sjöunda í fjórum síðustu leikjum. Hvað ef hann væri nú búinn að spila svolítið meira á þessari sparktíð?
Eftir þetta mark fjaraði leikurinn út. Lykilmenn Liverpool fengu hvíld og það var ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok að Liverpool fékk aftur gott færi. Ryan átti þá skot utan teigs sem Craig varði. Á lokamínútunni átti Boudewijn Zenden, sem kom inn á sem varamaður, fast skot utan vítateigs en Jose var með einbeitinguna í lagi og varði meistaralega neðst í hægra horninu. Glæsileg markvarsla. Bolo fékk reyndar góðar móttökur þegar hann kom til leiks en hann fékk ekki að fagna marki á gamla heimavellinum sínum!
Rétt áður en flautað var af hefði Liverpool átt að bæta einu marki enn við. Glen sendi inn á teiginn þar sem David Ngog fékk boltann í góðu færi en hann hitti knöttinn illa og ekkert varð úr. Rétt á eftir lauk leiknum og stuðningsmenn Liverpool gátu glaðst í sólinni en um leið spurt sig af hverju liðið þeirra hafi ekki oftar boðið upp á svona kennslustundir á þessu keppnistímabili!
Liverpool: J M Reina 6, G Johnson 8, J Carragher 7, D Agger 7, E Insúa 7, S Gerrard 8 (N El Zhar 81. mín.), J Mascherano 7, M Rodríguez 8, D Kuyt 7 (A Aquilani 71. mín.), R Babel 7 og F Torres 9 (D Ngog 77. mín.). Ónotaðir varamenn: D Cavalieri, S Kyrgiakos, L Leiva og Y Benayoun.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (3. og 60. mín.) og Glen Johnson (32. mín.).
Sunderland: C Gordon 7, P Bardsley 6, M Turner 5, A Ferdinand 4, K Richardson 5, J Henderson 5 (B Zenden 79. mín.) L Cattermole 4 (P Da Silva 5, 46. mín.), L Cana 6, S Malbranque 3 (K Jones 5, 52. mín.), D Bent 5 og F Campbell 4. Ónotaðir varamenn: T Carson, M Kilgallon, M Liddle og Benjani.
Einkunnir eru af vefsíðu Times.
Gult spjald: Darren Bent.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.121.
Maður leiksins: Fernando Torres. Strákurinn var í miklum ham og skoraði tvö mörk. Stöngin kom í veg fyrir það þriðja og með smá heppni hefði hann getað skorað fjögur mörk. Þar að auki ógnaði hann stöðugt og varnarmenn Sunderland réðu ekkert við hann. Fernando er illviðráðanlegur í svona ham! Hvar væri Liverpool statt ef hann væri ekki búinn að vera svona mikið meiddur á þessu keppnistímabili.
Rafael Benítez: Við spiluðum hratt frá byrjun og boltinn gekk vel á milli manna. Við náðum að skora snemma og það er alltaf hjálplegt. Við héldum alltaf áfram að sækja og sköpuðum okkur fullt af færum. Núna er aðalmálið að halda áfram að spila vel. Takist það munum við færast nær fjórða sætinu og vonandi úrslitaleiknum í Evrópudeildinni.
Fróðleikur
- Liverpool vann sinn áttunda deildarleik í röð á Anfield Road.
- Fernando Torres er nú búinn að skora 20 mörk á keppnistímabilinu.
- Seinna mark hans var 70. mark hans fyrir Liverpool í 113 leikjum.
- Glen Johnson skoraði þriðja mark sitt fyrir Liverpool.
- Emiliano Insua lék sinn 60. leik með Liverpool. Hann hefur skorað eitt mark.
- Jamie Carragher lék sinn 620. leik fyrir hönd Liverpool. Mörk hans munu vera fimm.
- Ryan Babel lék sinn 120. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 19 mörk.
- Dirk Kuyt lék í 190. sinn með Liverpool. Hann hefur skorað fimmtíu sinnum.
- Liverpool hefur nú skorað tíu mörk í þremur síðustu leikjum sínum á Anfield.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Leikmenn Liverpool hafa varla byrjað nokkurn leik á þessu keppnistímabili af jafn miklum krafti. Ekki var mínúta liðin þegar fyrsta færið kom. Steven Gerrard, sem átti stórleik, sendi aukaspyrnu fyrir markið af hægri kanti. Dirk Kuyt fleytti boltanum til Daniel Agger vinstra megin í markteignum en Craig Gordon varði vel og sló boltann frá. Hættunni var svo bægt frá á síðustu stundu í kjölfarið.
Ekki leið þó á löngu þar til Liverpool skoraði. Tveimur mínútum síðar sendi Jose Reina boltann langt fram á landa sinn Fernando Torres. Hann fékk boltann vinstra megin við vítateiginn. Tveir gestir voru til varnar en Fernando lék inn að vítateigslínunni áður en hann sneri boltann upp í vinkilinn fjær, fyrir framan The Kop, með hnitmiðuðu skoti! Stórkostlegt mark og allt sprakk á Anfield. Mörg glæsimörkin hefur þessi meistari skorað en þetta fer í flokk þeirra allra bestu. Sannkallað meistaraverk!
Leikmenn Liverpool fóru nú algerlega á kostum. Hver sóknin rak aðra, allir leikmenn liðsins voru á hreyfingu og boltinn gekk eldsnöggt manna á milli! Á 16. mínútu endaði frábær samleikur þeirra Steven og Maxi Rodríguez endaði með því að Fernando fékk boltann rétt utan markteigs en fast skot hans fór framhjá. Hefði hann hitt markið hefði ekki verið að sökum að spyrja. Tveimur mínútum seinna braust Steven inn á vítateiginn hægra megin en skot hans fór í varnarmann og í horn. Eftir hornspyrnuna skaut Daniel, sem var mjög sókndjarfur, framhjá úr þokkalegu færi. Á 25. mínútu fékk Liverpool hornspyrnu frá hægri. Steven sendi fyrir á Maxi sem skallaði laglega aftur fyrir sig en Craig varði meistaralega með því að slá boltann yfir.
Á 32. mínútu kom loks annað mark Liverpool. Steven tók horn frá vinstri. Varnarmaður skallaði frá en boltinn fór ekki mjög langt. Hann lenti hjá Glen Johnson, sem átti sinn besta leik frá því í byrjun leiktíðar, rétt utan vítateigs. Hann lék framhjá einum manni og skaut svo að marki með vinstri. Skotið var fast og boltinn lá í markinu án þess að Craig gæti nokkuð að gert. Það fipaði hann kannski að boltinn strauk hné Michael Turner á leiðinni en markið var gott og gilt.
Á 40. mínútu slapp mark Sunderland á ótrúlegan hátt. Emiliano Insua sendi fyrir frá vinstri. Dirk fékk boltann hinu megin í teignum og lagði hann út á Fernando sem var við vítapunktinn. Hann þrumaði að marki en boltinn small í stönginni. Boltinn kom þó rakleitt til hans aftur en nú hitti Fernando boltann illa og skotið fór framhjá. Fernando hefði sannarlega átt að skora í öðru af þessum færum. Leikmenn Sunderlnad voru þeirri stund fegnastir þegar flautað var til leikhlés.
Síðari hálfleikur var ekki jafn hraður og sá fyrri. Úrslitin voru svo til ráðin og leikmennn Liverpool hægðu smá saman á enda erfiðir leikir framundan. Hálfleikurinn var þó langt frá því tíðindalaus og á 52. mínútu braust Glen fram og sendi á Fernando. Hann var vel settur inni á vítateignum en varnarmaður komst í veg fyrir skot hans og bjargaði trúlega marki. Þremur mínútum seinna kom loksins skot á mark Liverpool. Jordan Henderson átti þá skot utan vítateigs en Jose lagðist niður og varði auðveldlega.
Liverpool gulltryggði sigurinn eftir klukkutíma. Ryan Babel sendi inn á vítateignn frá vinstri. Varnarmaður stökk hærra en Maxi en skalli hans fór beint á Glen. Hann renndi boltanum aftur inn í teiginn á Fernando Torres og Spánverjinn sendi hann af mikilli yfirvegun í markið framhjá nokkrum gestum sem ekki komu neinum vörnum við. Enn og aftur frábært mark hjá El Nino. Hans sjöunda í fjórum síðustu leikjum. Hvað ef hann væri nú búinn að spila svolítið meira á þessari sparktíð?
Eftir þetta mark fjaraði leikurinn út. Lykilmenn Liverpool fengu hvíld og það var ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok að Liverpool fékk aftur gott færi. Ryan átti þá skot utan teigs sem Craig varði. Á lokamínútunni átti Boudewijn Zenden, sem kom inn á sem varamaður, fast skot utan vítateigs en Jose var með einbeitinguna í lagi og varði meistaralega neðst í hægra horninu. Glæsileg markvarsla. Bolo fékk reyndar góðar móttökur þegar hann kom til leiks en hann fékk ekki að fagna marki á gamla heimavellinum sínum!
Rétt áður en flautað var af hefði Liverpool átt að bæta einu marki enn við. Glen sendi inn á teiginn þar sem David Ngog fékk boltann í góðu færi en hann hitti knöttinn illa og ekkert varð úr. Rétt á eftir lauk leiknum og stuðningsmenn Liverpool gátu glaðst í sólinni en um leið spurt sig af hverju liðið þeirra hafi ekki oftar boðið upp á svona kennslustundir á þessu keppnistímabili!
Liverpool: J M Reina 6, G Johnson 8, J Carragher 7, D Agger 7, E Insúa 7, S Gerrard 8 (N El Zhar 81. mín.), J Mascherano 7, M Rodríguez 8, D Kuyt 7 (A Aquilani 71. mín.), R Babel 7 og F Torres 9 (D Ngog 77. mín.). Ónotaðir varamenn: D Cavalieri, S Kyrgiakos, L Leiva og Y Benayoun.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (3. og 60. mín.) og Glen Johnson (32. mín.).
Sunderland: C Gordon 7, P Bardsley 6, M Turner 5, A Ferdinand 4, K Richardson 5, J Henderson 5 (B Zenden 79. mín.) L Cattermole 4 (P Da Silva 5, 46. mín.), L Cana 6, S Malbranque 3 (K Jones 5, 52. mín.), D Bent 5 og F Campbell 4. Ónotaðir varamenn: T Carson, M Kilgallon, M Liddle og Benjani.
Einkunnir eru af vefsíðu Times.
Gult spjald: Darren Bent.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.121.
Maður leiksins: Fernando Torres. Strákurinn var í miklum ham og skoraði tvö mörk. Stöngin kom í veg fyrir það þriðja og með smá heppni hefði hann getað skorað fjögur mörk. Þar að auki ógnaði hann stöðugt og varnarmenn Sunderland réðu ekkert við hann. Fernando er illviðráðanlegur í svona ham! Hvar væri Liverpool statt ef hann væri ekki búinn að vera svona mikið meiddur á þessu keppnistímabili.
Rafael Benítez: Við spiluðum hratt frá byrjun og boltinn gekk vel á milli manna. Við náðum að skora snemma og það er alltaf hjálplegt. Við héldum alltaf áfram að sækja og sköpuðum okkur fullt af færum. Núna er aðalmálið að halda áfram að spila vel. Takist það munum við færast nær fjórða sætinu og vonandi úrslitaleiknum í Evrópudeildinni.
Fróðleikur
- Liverpool vann sinn áttunda deildarleik í röð á Anfield Road.
- Fernando Torres er nú búinn að skora 20 mörk á keppnistímabilinu.
- Seinna mark hans var 70. mark hans fyrir Liverpool í 113 leikjum.
- Glen Johnson skoraði þriðja mark sitt fyrir Liverpool.
- Emiliano Insua lék sinn 60. leik með Liverpool. Hann hefur skorað eitt mark.
- Jamie Carragher lék sinn 620. leik fyrir hönd Liverpool. Mörk hans munu vera fimm.
- Ryan Babel lék sinn 120. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 19 mörk.
- Dirk Kuyt lék í 190. sinn með Liverpool. Hann hefur skorað fimmtíu sinnum.
- Liverpool hefur nú skorað tíu mörk í þremur síðustu leikjum sínum á Anfield.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan