| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Ekkert mál að stoppa Torres!
Brasilíumaðurinn Luisao í liði Benfica hefur ekki stórar áhyggjur af Fernando Torres fyrir leikinn í kvöld.
Luisao þessi, sem heitir raunar Anderson Luís Da Silva, er líklega sterkasti leikmaður Benfica liðsins, en þessi 29 ára gamli miðvörður hefur leikið hátt í 50 landsleiki fyrir Brasilíu og var valinn leikmaður ársins hjá Benfica á síðustu leiktíð. Hann hefur fulla trú á að honum og liðsfélögum hans takist að halda aftur af gulldrengnum Fernando Torres í kvöld - svo framarlega sem menn halda sig við leikskipulagið.
,,Það verður ekkert mál að stoppa Torres ef við höldum okkur 100% við leikskipulagið og höldum einbeitingunni allan tímann", segir Luisao í viðtali við Daily Mirror.
,,Við höfum tvö markmið í leiknum í kvöld: Það fyrra er að koma í veg fyrir að Torres skori og það seinna er að skora sjálfir! Ég er alveg viss um að við getum gert þetta og komist áfram í keppninni."
,,Við eigum okkar eigin markahrók, Oscar Cardozo, og ég ætla bara að vara Liverpool menn við honum. Hann hefur oft sýnt það að hann getur skorað í stórleikjum."
,,Við vitum að Liverpool er talið sigurstranglegra og við sættum okkur við það, en við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að slá þá út og komast í undanúrslitin. Það er auðvitað alltaf erfitt að komast svo langt í svona keppni, alveg sama hver andstæðingurinn er, en ég held að við getum komist mjög langt í ár. Ég leyfi mér að spá því að sigurvegari þessarar viðureignar hampi Evrópubikarnum í vor."
,,Liverpool er stórlið og á að baki mikla og merkilega sögu í Evrópu, en það á Benfica líka. Við berum virðingu fyrir þeim, en hræðumst þá ekki sem andstæðinga. Fyrirfram eigum við helmings möguleika á sigri og við erum staðráðnir í að gera okkar besta til að slá Liverpool út og fara alla leið í keppninni."
Luisao þessi, sem heitir raunar Anderson Luís Da Silva, er líklega sterkasti leikmaður Benfica liðsins, en þessi 29 ára gamli miðvörður hefur leikið hátt í 50 landsleiki fyrir Brasilíu og var valinn leikmaður ársins hjá Benfica á síðustu leiktíð. Hann hefur fulla trú á að honum og liðsfélögum hans takist að halda aftur af gulldrengnum Fernando Torres í kvöld - svo framarlega sem menn halda sig við leikskipulagið.
,,Það verður ekkert mál að stoppa Torres ef við höldum okkur 100% við leikskipulagið og höldum einbeitingunni allan tímann", segir Luisao í viðtali við Daily Mirror.
,,Við höfum tvö markmið í leiknum í kvöld: Það fyrra er að koma í veg fyrir að Torres skori og það seinna er að skora sjálfir! Ég er alveg viss um að við getum gert þetta og komist áfram í keppninni."
,,Við eigum okkar eigin markahrók, Oscar Cardozo, og ég ætla bara að vara Liverpool menn við honum. Hann hefur oft sýnt það að hann getur skorað í stórleikjum."
,,Við vitum að Liverpool er talið sigurstranglegra og við sættum okkur við það, en við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að slá þá út og komast í undanúrslitin. Það er auðvitað alltaf erfitt að komast svo langt í svona keppni, alveg sama hver andstæðingurinn er, en ég held að við getum komist mjög langt í ár. Ég leyfi mér að spá því að sigurvegari þessarar viðureignar hampi Evrópubikarnum í vor."
,,Liverpool er stórlið og á að baki mikla og merkilega sögu í Evrópu, en það á Benfica líka. Við berum virðingu fyrir þeim, en hræðumst þá ekki sem andstæðinga. Fyrirfram eigum við helmings möguleika á sigri og við erum staðráðnir í að gera okkar besta til að slá Liverpool út og fara alla leið í keppninni."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan