| Sf. Gutt
TIL BAKA
Naumt tap í Lissabon
Liverpool hefur á brattann að sækja eftir 2:1 tap fyrir Benfica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Ljósvangi. Tapið var þó naumt og enn getur allt farið vel í seinni leiknum á Anfield Road.
Liverpool byrjaði leikinn af krafti og eftir átta mínútur var Steven Gerrard felldur vinstra megin við vítateiginn. Steven tók aukspyrnuna, sem dæmd var, og renndi boltanum þvert inn á vítateiginn. Sendingin var hárnákvæm á Daniel Agger og Daninn smellti boltanum í markið með glæsilegri hælspyrnu. Frábærlega útfært hjá þeim félögum. Rétt á eftir fékk Oscar Cardozo boltann rétt fyrir framan mark Liverpool en hitti sem betur fer ekki boltann vel og allt fór vel.
Lengi vel eftir markið átti Benfica hættulegar sóknir en varnarmenn Liverpool stóðu sig vel og Jose Reina var mjög öruggur í markinu. Hættulegustu marktilraun heimamanna átti hinn skæði Angel di Maria, á 28. mínútu, þegar þrumuskot hans utan vítateigs fór rétt yfir. Mínútu síðar fór allt í bál og brand.
Luisao sparkaði þá Fernando Torres niður aftan frá úti á miðjum velli. Leikmenn Liverpool reiddust mjög og Ryan Babel setti aðra hendina framan í Luisao í tvígang þegar Benfica leikmaðurinn gerðist nærgöngull. Ryan sló þó ekki frá sér en dómarinn tók þá harkalegu afstöðu í málinu að reka Hollendinginn út af! Verður ekki annað sagt en að það hafi verið mjög grimmur dómur og þá ekki síst vegna þess að Luisao fékk bara gult spjald fyrir að negla Fernando niður! Leikmenn Liverpool voru skiljanlega mjög reiðir út af þessum dómi sem þeim fannst út í hött. Ryan hefði þó aldrei átt að fálma framan í manninn því þannig gaf hann höggstað á sér.
Ekki jukust vinsældir dómarans í herbúðum Liverpool á 37. mínútu. Steven sendi þá aukaspyrnu fyrir frá hægri. markmaður Benfica kom út og mistókst að koma boltanum út út teignum. Fernando fékk boltann og sendi hann í autt markið. Ekki stóð markið því dæmd var rangstaða á Dirk Kuyt þegar fyrirgjöfin kom. Þetta var tæpur dómur! Enn voru leikmenn Liverpool óánægðir með dómarann litlu síðar þegar hann bókaði Emiliamo Insua fyrir rétt að snerta einn leikmann Benfica sem var að slappa frá honum. Emiliano var þar með kominn í leikbann. Benfica sótti mjög fram að leikhléi og gerði harða hríð að marki Liverpool en allt gekk vel í vörninni og tíu leikmenn Liverpool gátu verið sáttir við sinn hlut þegar flautað var til leikhlés.
Heimamenn hertu enn sókn sína eftir leikhlé. Á 50. mínútu fékk Oscar Cardozo upplagt skallafæri eftir horn en hann skallaði yfir. Níu mínútum seinna fékk Benfica aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Oscar þrumaði boltanum í stöng. Vítaspyrna var svo dæmd þegar boltinn hrökk út en þá sparkaði Emiliano í einn leikmann Benfica. Enn þótti leikmönnum Liverpool hart dæmt. Oscar tók vítið, þrykkti boltanum í markið og nú var staðan orðin jöfn.
Liverpool gekk vörnin vel og heimamenn komust lítt áfram. Á 76. mínútu hefði Liverpool átt að komast yfir eftir vel útfærða skyndisókn. Dirk sendi góða sendingu fram á Fernando sem komst einn í gegn upp. Markmaðurinn kom út úr markinu og Fernando virtist vera öruggur með að skora en rétt við vítateiginn skaut hann boltanum framhjá. Þar fór dauðafæri forgörðum. Enn dýrkeyptara varð að skora ekki þremur mínútum seinna þegar Benfica yfir. Aftur var dæmt víti og nú á Jamie þegar boltinn fór í hendina á honum. Persónulega finnst mér að það eigi að vera víti ef bolti fer í hendi inni í vítateig en það hefði ekki alltaf verið dæmt á þetta enda Jamie ekki að bera hendina viljandi fyrir sig. Oscar kom aftur að vítatöku og skoraði af öryggi. Allt trylltist á Ljósvangi!
Ekki urðu mörkin fleiri og Liverpool getur kannski vel við unað að sleppa með 2:1 tap fyrst dómarinn fór í að fækka í liðinu. Leikmenn Liverpool stóðu sig með sóma, börðust vel og allt ætti að geta farið vel á Anfield Road í næstu viku ef vel tekst til. Þessari Evrópuvegferð er ekki enn lokið!
Benfica: Julio Cesar, Luisao, Pereira (Nuno Gomes 66. mín.), David Luizy, Javi Garcia, Ramires, Aimar (Airton 86. mín.), Carlos Martins (Ruben Amorim 72. mín.), Fabio Coentrao, Di Maria og Cardozo. Ónotaðir varamenn: Moreira, Luis Filipe, Sidnei og Alan Kardec.
Mörk Benfica: Oscar Cardozo víti, (59. mín.) og víti, (79. mín.)
Gul spjöld: Luisao og Luizy.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Insua, Carragher, Gerrard (Benayoun 90. mín.), Mascherano, Lucas, Torres (Ngog 82. mín.), Kuyt og Babel. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Plessis, El Zhar og Pacheco.
Mark Liverpool: Daniel Agger (9. mín.).
Rautt spjald: Ryan Babel.
Gul spjöld: Emiliano Insua, Jose Reina og Jamie Carragher.
Áhorfendur á Estadio da Luz: 62.629.
Maður leiksins: Daniel Agger. Daninn, sem hefur verið að leika æ betur í síðustu leikjum, stóð vaktina vel í vörninni. Hann skoraði svo glæsilegt mark að auki.
Rafael Benítaz: Ég vil vera rólegur og jákvæður eftir þetta allt. Liðið spilaði sérlega vel í 60 mínútur með 10 leikmenn inni á vellinum. Ég er þó vonsvikinn því við áttum nokkur góð færi og hefðum átt að gera betur. Ég hef þá trú að við getum gert enn betur og það verður allt annað uppi á teningnum á Anfield. Þar munu stuðningsmennirnir styðja okkur. Þar getum við skorað mörk og komist áfram.
Fróðleikur
- Þetta var 100. leikur Liverpool í Evrópukeppni félagsliða sem nú kallast Evrópudeildin.
- Þetta er í fimmta sinn sem Liverpool og Benfica takast á í Evrópurimmu.
- Liverpool hefur ekki unnið í fimm síðustu heimsóknum sínum til Portúgals.
- Daniel Agger skoraði fyrsta mark sitt á sparktíðinni.
- Liverpool hefur ekki unnið neinn leik í svörtu varabúningum sínum á þessari leiktíð.
- Jose Reina lék sinn 250. leik með Liverpool.
- Javier Mascherano lék í 130. sinn með Liverpool. Hann hefur skorað í tvígang.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Liverpool byrjaði leikinn af krafti og eftir átta mínútur var Steven Gerrard felldur vinstra megin við vítateiginn. Steven tók aukspyrnuna, sem dæmd var, og renndi boltanum þvert inn á vítateiginn. Sendingin var hárnákvæm á Daniel Agger og Daninn smellti boltanum í markið með glæsilegri hælspyrnu. Frábærlega útfært hjá þeim félögum. Rétt á eftir fékk Oscar Cardozo boltann rétt fyrir framan mark Liverpool en hitti sem betur fer ekki boltann vel og allt fór vel.
Lengi vel eftir markið átti Benfica hættulegar sóknir en varnarmenn Liverpool stóðu sig vel og Jose Reina var mjög öruggur í markinu. Hættulegustu marktilraun heimamanna átti hinn skæði Angel di Maria, á 28. mínútu, þegar þrumuskot hans utan vítateigs fór rétt yfir. Mínútu síðar fór allt í bál og brand.
Luisao sparkaði þá Fernando Torres niður aftan frá úti á miðjum velli. Leikmenn Liverpool reiddust mjög og Ryan Babel setti aðra hendina framan í Luisao í tvígang þegar Benfica leikmaðurinn gerðist nærgöngull. Ryan sló þó ekki frá sér en dómarinn tók þá harkalegu afstöðu í málinu að reka Hollendinginn út af! Verður ekki annað sagt en að það hafi verið mjög grimmur dómur og þá ekki síst vegna þess að Luisao fékk bara gult spjald fyrir að negla Fernando niður! Leikmenn Liverpool voru skiljanlega mjög reiðir út af þessum dómi sem þeim fannst út í hött. Ryan hefði þó aldrei átt að fálma framan í manninn því þannig gaf hann höggstað á sér.
Ekki jukust vinsældir dómarans í herbúðum Liverpool á 37. mínútu. Steven sendi þá aukaspyrnu fyrir frá hægri. markmaður Benfica kom út og mistókst að koma boltanum út út teignum. Fernando fékk boltann og sendi hann í autt markið. Ekki stóð markið því dæmd var rangstaða á Dirk Kuyt þegar fyrirgjöfin kom. Þetta var tæpur dómur! Enn voru leikmenn Liverpool óánægðir með dómarann litlu síðar þegar hann bókaði Emiliamo Insua fyrir rétt að snerta einn leikmann Benfica sem var að slappa frá honum. Emiliano var þar með kominn í leikbann. Benfica sótti mjög fram að leikhléi og gerði harða hríð að marki Liverpool en allt gekk vel í vörninni og tíu leikmenn Liverpool gátu verið sáttir við sinn hlut þegar flautað var til leikhlés.
Heimamenn hertu enn sókn sína eftir leikhlé. Á 50. mínútu fékk Oscar Cardozo upplagt skallafæri eftir horn en hann skallaði yfir. Níu mínútum seinna fékk Benfica aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Oscar þrumaði boltanum í stöng. Vítaspyrna var svo dæmd þegar boltinn hrökk út en þá sparkaði Emiliano í einn leikmann Benfica. Enn þótti leikmönnum Liverpool hart dæmt. Oscar tók vítið, þrykkti boltanum í markið og nú var staðan orðin jöfn.
Liverpool gekk vörnin vel og heimamenn komust lítt áfram. Á 76. mínútu hefði Liverpool átt að komast yfir eftir vel útfærða skyndisókn. Dirk sendi góða sendingu fram á Fernando sem komst einn í gegn upp. Markmaðurinn kom út úr markinu og Fernando virtist vera öruggur með að skora en rétt við vítateiginn skaut hann boltanum framhjá. Þar fór dauðafæri forgörðum. Enn dýrkeyptara varð að skora ekki þremur mínútum seinna þegar Benfica yfir. Aftur var dæmt víti og nú á Jamie þegar boltinn fór í hendina á honum. Persónulega finnst mér að það eigi að vera víti ef bolti fer í hendi inni í vítateig en það hefði ekki alltaf verið dæmt á þetta enda Jamie ekki að bera hendina viljandi fyrir sig. Oscar kom aftur að vítatöku og skoraði af öryggi. Allt trylltist á Ljósvangi!
Ekki urðu mörkin fleiri og Liverpool getur kannski vel við unað að sleppa með 2:1 tap fyrst dómarinn fór í að fækka í liðinu. Leikmenn Liverpool stóðu sig með sóma, börðust vel og allt ætti að geta farið vel á Anfield Road í næstu viku ef vel tekst til. Þessari Evrópuvegferð er ekki enn lokið!
Benfica: Julio Cesar, Luisao, Pereira (Nuno Gomes 66. mín.), David Luizy, Javi Garcia, Ramires, Aimar (Airton 86. mín.), Carlos Martins (Ruben Amorim 72. mín.), Fabio Coentrao, Di Maria og Cardozo. Ónotaðir varamenn: Moreira, Luis Filipe, Sidnei og Alan Kardec.
Mörk Benfica: Oscar Cardozo víti, (59. mín.) og víti, (79. mín.)
Gul spjöld: Luisao og Luizy.
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Insua, Carragher, Gerrard (Benayoun 90. mín.), Mascherano, Lucas, Torres (Ngog 82. mín.), Kuyt og Babel. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Plessis, El Zhar og Pacheco.
Mark Liverpool: Daniel Agger (9. mín.).
Rautt spjald: Ryan Babel.
Gul spjöld: Emiliano Insua, Jose Reina og Jamie Carragher.
Áhorfendur á Estadio da Luz: 62.629.
Maður leiksins: Daniel Agger. Daninn, sem hefur verið að leika æ betur í síðustu leikjum, stóð vaktina vel í vörninni. Hann skoraði svo glæsilegt mark að auki.
Rafael Benítaz: Ég vil vera rólegur og jákvæður eftir þetta allt. Liðið spilaði sérlega vel í 60 mínútur með 10 leikmenn inni á vellinum. Ég er þó vonsvikinn því við áttum nokkur góð færi og hefðum átt að gera betur. Ég hef þá trú að við getum gert enn betur og það verður allt annað uppi á teningnum á Anfield. Þar munu stuðningsmennirnir styðja okkur. Þar getum við skorað mörk og komist áfram.
Fróðleikur
- Þetta var 100. leikur Liverpool í Evrópukeppni félagsliða sem nú kallast Evrópudeildin.
- Þetta er í fimmta sinn sem Liverpool og Benfica takast á í Evrópurimmu.
- Liverpool hefur ekki unnið í fimm síðustu heimsóknum sínum til Portúgals.
- Daniel Agger skoraði fyrsta mark sitt á sparktíðinni.
- Liverpool hefur ekki unnið neinn leik í svörtu varabúningum sínum á þessari leiktíð.
- Jose Reina lék sinn 250. leik með Liverpool.
- Javier Mascherano lék í 130. sinn með Liverpool. Hann hefur skorað í tvígang.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan