Jamie áttundi!
Jamie Carragher er nú orðinn áttundi leikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool. Hann færðist upp í það sæti gegn Benfica að kveldi skírdags þegar hann lék sinn 621. leik með Liverpool. Fyrir leikinn var hann jafn goðsögninni Alan Hansen en núna er Jamie orðinn sá áttundi. Í öllum þessum leikjum hefur hann skorað fimm sinnum. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í að fjalla um hversu mikið afrek þetta er hjá Jamie og vonandi á hann eftir að halda áfram að bæta í leikjasafn sitt.
Hér er listi yfir tíu leikjahæstu leikmenn Liverpool Football Club.
1. Ian Callaghan - 857
2= Ray Clemence - 665
2= Emlyn Hughes - 665
4. Ian Rush - 660
5. Phil Neal - 650
6. Tommy Smith - 638
7. Bruce Grobbelaar - 628
8. Jamie Carragher - 621
9. Alan Hansen - 620
10. Chris Lawler - 549
Á LFChistory.net er listi yfir þá leikmenn Liverpool sem hafa spilað fleiri er 200 leiki fyrir hönd Liverpool. Á listanum eru þrír núveranndi leikmenn Liverpool. Fyrir utan Jamie eru Jose Reina og Steven Gerrard á honum. Steven hefur leikið 523 leiki og Jose 250.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna