| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Verðum að vinna sex leiki
Sammy Lee segir að Liverpool verði að vinna þá sex leiki sem liðið á eftir í deildinni til að eiga möguleika á Meistaradeildarsæti.
Þetta eru svo sem engin geimvísindi hjá gamla baráttuhundinum, en algjörlega laukrétt engu að síður. Sammy Lee veit að 3 stig er það eina sem dugar Liverpool gegn Birmingham í dag.
,,Við vitum hvað við þurfum að gera, það er ofureinfalt. Okkar eina markmið er að vinna þá leiki sem eftir eru", segir Sammy í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool í dag.
,,Ég vona að reynsla okkar hjálpi okkur og veiti okkur forskot á keppinautana í þessum slag. Það er góður andi í liðinu núna og strákarnir hlakka til að takast á við þau verkefni sem framundan eru."
Fyrsti leikurinn af þeim sex sem Liverpool á eftir á þessari leiktíð verður í dag kl. 14.00 á heimavelli Birmingham, St. Andrews Stadium. Ef Liverpool fer frá Birmingham með öll þrjú stigin í dag verður það einungis þriðja liðið á þessari leiktíð til að afreka það, en vörn Birmingham hefur verið feykisterk á heimavelli í vetur.
,,Tottenham er eina liðið sem hefur fengið færri mörk á sig á heimavelli það sem af er leiktíðarinnar þannig að við vitum að það verður erfitt að setja mark á þá í dag."
,,Birmingham hefur gengið vel í vetur og það þarf ekki að koma neinum á óvart, þeir eru með góðan mannskap. McFadden er hættulegur, Kevin Phillips kemur inn og skorar mikilvæg mörk og Cameron Jerome er líka hættulegur. Þá eru þeir með reynslubolta eins og Barry Ferguson og Lee Bowyer á miðjunni og Johnson og Dann í vörninni. Þetta er bara gott lið."
,,Það er alltaf erfitt að sækja Birmingham heim en við munum mæta grimmir til leiks. Allt frá því að flautað var til leiksloka í Lissabon á fimmtudaginn hefur öll vinna okkar snúist um þennan leik. Við erum tilbúnir", segir Sammy Lee að lokum.
Þetta eru svo sem engin geimvísindi hjá gamla baráttuhundinum, en algjörlega laukrétt engu að síður. Sammy Lee veit að 3 stig er það eina sem dugar Liverpool gegn Birmingham í dag.
,,Við vitum hvað við þurfum að gera, það er ofureinfalt. Okkar eina markmið er að vinna þá leiki sem eftir eru", segir Sammy í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool í dag.
,,Ég vona að reynsla okkar hjálpi okkur og veiti okkur forskot á keppinautana í þessum slag. Það er góður andi í liðinu núna og strákarnir hlakka til að takast á við þau verkefni sem framundan eru."
Fyrsti leikurinn af þeim sex sem Liverpool á eftir á þessari leiktíð verður í dag kl. 14.00 á heimavelli Birmingham, St. Andrews Stadium. Ef Liverpool fer frá Birmingham með öll þrjú stigin í dag verður það einungis þriðja liðið á þessari leiktíð til að afreka það, en vörn Birmingham hefur verið feykisterk á heimavelli í vetur.
,,Tottenham er eina liðið sem hefur fengið færri mörk á sig á heimavelli það sem af er leiktíðarinnar þannig að við vitum að það verður erfitt að setja mark á þá í dag."
,,Birmingham hefur gengið vel í vetur og það þarf ekki að koma neinum á óvart, þeir eru með góðan mannskap. McFadden er hættulegur, Kevin Phillips kemur inn og skorar mikilvæg mörk og Cameron Jerome er líka hættulegur. Þá eru þeir með reynslubolta eins og Barry Ferguson og Lee Bowyer á miðjunni og Johnson og Dann í vörninni. Þetta er bara gott lið."
,,Það er alltaf erfitt að sækja Birmingham heim en við munum mæta grimmir til leiks. Allt frá því að flautað var til leiksloka í Lissabon á fimmtudaginn hefur öll vinna okkar snúist um þennan leik. Við erum tilbúnir", segir Sammy Lee að lokum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan