| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafntefli í Birmingham
Liverpool gerðu sitt sjöunda jafntefli í deildinni á tímabilinu í dag gegn Birmingham 1-1. Aðeins eru fimm leikir eftir af tímabilinu og baráttan um fjórða sætið er orðin æði tvísýn.
Rafa Benítez gerði þrjár breytingar á liðinu sem lék gegn Benfica á fimmtudagskvöldið. Þeir Sotirios Kyrgiakos, Maxi Rodriguez og Yossi Benayoun komu inní í stað þeirra Daniel Agger, Ryan Babel og Javier Mascherano. Einnig kom Alberto Aquilani aftur inní leikmannahópinn en hann var frá í síðasta leik vegna smávægilegra meiðsla.
Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur og bæði lið virtust ekki vera komin almennilega í gírinn þennan Páskadag og þurftu áhorfendur að bíða í korter eftir því að fyrsta marskotið liti dagsins ljós. Það skot var hættulítið því Joe Hart þurfti ekki að gera mikið til að verja skot Dirk Kuyt sem hafði viðkomu í varnarmann.
Emilano Insua átti skot rétt fyrir utan vítateig eftir slaka hornspyrnu frá Gerrard og Torres skaut að marki af 20 metra færi á meðan heimamenn reyndu að beita skyndisóknum og nýta sér föst leikatriði.
Maxi Rodriguez fékk besta færi fyrri hálfleiksins eftir snarpa sókn gestanna fram völlinn. Pepe Reina kastaði boltanum langt fram á Kuyt, Hollendingurinn framlengdi boltann á Yossi Benayoun sem sendi boltann til Torres. Fernando sendi boltann fyrir markið og þar kom Maxi aðvífandi en því miður small boltinn í þverslá.
Heimamenn gerðu sig ekki líklega fyrr en á 37. mínútu þegar James McFadden skaut að marki en engin hætta skapaðist. Pepe Reina varði svo vel frá Cameron Jerome og í kjölfarið skallaði Scott Dann boltann yfir eftir hornspyrnu.
Eitthvað hresstust menn við hálfleiksræðu knattspyrnustjóranna því strax í upphafi síðari hálfleiks unnu gestirnir hornspyrnu. Gerrard sendi boltann fyrir frá vinstri en varnarmenn Birmingham skölluðu frá. Boltinn barst til Glen Johnson sem sendi boltann rakleiðis aftur til Gerrard sem var á auðum sjó vinstra megin í vítateignum. Hann þóttist skjóta og plataði þannig varnarmann, lagði boltann yfir á hægri fót og sendi hann rakleiðis í fjærhornið. Glæsilegt mark hjá fyrirliðanum og var því vel fagnað af fjölmörgum stuðningsmönnum liðsins á vellinum.
Heimamenn hresstust mikið við þetta og þeir þurftu aðeins að bíða í níu mínútur eftir því að jafna leikinn. Liam Ridgewell gleymdist gjörsamlega hægra megin í vítateig Liverpool manna og kom hann boltanum í markið framhjá Pepe Reina. Í aðdraganda jöfnunarmarksins sóttu heimamenn upp vinstri kantinn og má segja að varnarleikurinn hafi verið mjög slakur því nánast öll varnarlínan var að horfa á boltann og hafði dregið sig út til vinstri. Rafa Benítez líklega ekki ánægður með varnarvinnu sinna manna þarna.
Ekki hresstust margir stuðningsmenn liðsins þegar Benítez tók svo Fernando Torres útaf á 65. mínútu og setti David Ngog inná, þó mátti greinilega sjá að Torres var orðinn þreyttur og ekki veitti af því að fá ferska fætur inná. Ngog kom sér í færi stuttu síðar en hafði ekki heppnina með sér. Lee Bowyer hefði svo átt að skora hinumegin en honum tókst einhvernveginn að skjóta framhjá á markteig eftir góða sendingu frá McFadden.
Maxi Rodriguez komst svo í gott skotfæri á vítateignum eftir góðan samleik Insua og Ngog á vinstri kanti. Frakkinn ungi sendi boltann fyrir markið og þar kom Maxi aðvífandi en skaut því miður í Alberto Aquilani sem var nýkominn inná sem varamaður. Rodriguez hefði svo kannski átt að gera betur í uppbótartíma er hann skaut viðstöðulaust að marki eftir að Ngog hafði fengið sendingu innfyrir frá Gerrard. Joe Hart varði skot Ngog og Rodriguez fylgdi á eftir en því miður hitti hann boltann illa og skaut yfir.
Ryan Babel fékk svo þröngt færi vinstra megin á vítateignum en skaut í hliðarnetið. Tíminn var að renna út og í blálokin sendi Steven Gerrard góða sendingu innfyrir vörn Birmingham manna og David Ngog komst í ákjósanlegt færi gegn Joe Hart. Skot Frakkans var því miður laflaust og Hart átti ekki í vandræðum með að verja, þarna hefði Ngog sannarlega átt að gera betur.
Leiknum lauk því með jafntefli og liðið situr í sjötta sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Manchester City sem eru í fjórða sæti og eiga City menn leik til góða. Tottenham er í fimmta sæti þremur stigum fyrir ofan Liverpool einnig með leik til góða.
Birmingham: Hart, Dann, Johnson, Ridgewell, Carr, Bowyer, Ferguson, Jerome, McFadden (Phillips, 78. mín), Fahey og Gardner. Ónotaðir varamenn: Taylor, Parnaby, Larsson, Vignal, Benitez og Michel.
Mark Birmingham: Liam Ridgewell (56. mín.).
Gul spjöld: Fahey og Gardner.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Kyrgiakos, Insua, Leiva, Gerrard, Benayoun (Babel 71. mín.), Maxi, Kuyt (Aquilani, 81. mín.) og Torres (Ngog, 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Degen, Mascherano og Agger.
Mark Liverpool: Steven Gerrard (47. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Áhorfendur á St. Andrews: 27.909.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn skoraði gott mark og var skapandi fyrir liðsfélaga sína. Hefðu fleiri en hann verið á skotskónum í dag hefðu úrslitin kannski verið á annan veg.
Rafel Benítez: ,,Þetta er ekki gott stig, þó svo að Birmingham hafi spilað vel á heimavelli á tímabilinu. Við áttum skilið að vinna. Við fengum mjög gott færi í fyrri hálfleik og mörg önnur góð í seinni hálfleik. Fyrir leikinn var ljóst að við máttum ekki misstíga okkur mikið í deildinni og eftir þennan leik er ljóst að enn er ólíklegra að við náum okkar takmarki. Við verðum þó að halda í trúna og vinna þá leiki sem eftir eru."
- Rafael Benítez hefur aldrei tekist að sigra Birmingham í deildinni síðan hann tók við Liverpool.
- Liðin gerðu einnig jafntefli fyrr á leiktíðinni á Anfield. Leiknum lauk 2:2 og Steven Gerrard skoraði líka, þá úr vítaspyrnu.
- Markið hjá Steven var hans tíunda á leiktíðinni, sjö hafa komið í deildinni, eitt í bikarkeppninni og tvö í Evrópukeppninni.
- Í heildina var þetta 130. mark Steven Gerrard.
- David Ngog lék sinn 50. leik með Liverpool. Hann hefur skorað tíu sinnum.
- Alberto Aquilani lék 20. leik sinn með Liverpool. Hann hefur skorað einu sinni.
- Birmingham eru ósigraðir á heimavelli síðan í september og hafa öll stóru liðin fjögur farið þaðan með jafntefli í farteskinu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Rafa Benítez gerði þrjár breytingar á liðinu sem lék gegn Benfica á fimmtudagskvöldið. Þeir Sotirios Kyrgiakos, Maxi Rodriguez og Yossi Benayoun komu inní í stað þeirra Daniel Agger, Ryan Babel og Javier Mascherano. Einnig kom Alberto Aquilani aftur inní leikmannahópinn en hann var frá í síðasta leik vegna smávægilegra meiðsla.
Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur og bæði lið virtust ekki vera komin almennilega í gírinn þennan Páskadag og þurftu áhorfendur að bíða í korter eftir því að fyrsta marskotið liti dagsins ljós. Það skot var hættulítið því Joe Hart þurfti ekki að gera mikið til að verja skot Dirk Kuyt sem hafði viðkomu í varnarmann.
Emilano Insua átti skot rétt fyrir utan vítateig eftir slaka hornspyrnu frá Gerrard og Torres skaut að marki af 20 metra færi á meðan heimamenn reyndu að beita skyndisóknum og nýta sér föst leikatriði.
Maxi Rodriguez fékk besta færi fyrri hálfleiksins eftir snarpa sókn gestanna fram völlinn. Pepe Reina kastaði boltanum langt fram á Kuyt, Hollendingurinn framlengdi boltann á Yossi Benayoun sem sendi boltann til Torres. Fernando sendi boltann fyrir markið og þar kom Maxi aðvífandi en því miður small boltinn í þverslá.
Heimamenn gerðu sig ekki líklega fyrr en á 37. mínútu þegar James McFadden skaut að marki en engin hætta skapaðist. Pepe Reina varði svo vel frá Cameron Jerome og í kjölfarið skallaði Scott Dann boltann yfir eftir hornspyrnu.
Eitthvað hresstust menn við hálfleiksræðu knattspyrnustjóranna því strax í upphafi síðari hálfleiks unnu gestirnir hornspyrnu. Gerrard sendi boltann fyrir frá vinstri en varnarmenn Birmingham skölluðu frá. Boltinn barst til Glen Johnson sem sendi boltann rakleiðis aftur til Gerrard sem var á auðum sjó vinstra megin í vítateignum. Hann þóttist skjóta og plataði þannig varnarmann, lagði boltann yfir á hægri fót og sendi hann rakleiðis í fjærhornið. Glæsilegt mark hjá fyrirliðanum og var því vel fagnað af fjölmörgum stuðningsmönnum liðsins á vellinum.
Heimamenn hresstust mikið við þetta og þeir þurftu aðeins að bíða í níu mínútur eftir því að jafna leikinn. Liam Ridgewell gleymdist gjörsamlega hægra megin í vítateig Liverpool manna og kom hann boltanum í markið framhjá Pepe Reina. Í aðdraganda jöfnunarmarksins sóttu heimamenn upp vinstri kantinn og má segja að varnarleikurinn hafi verið mjög slakur því nánast öll varnarlínan var að horfa á boltann og hafði dregið sig út til vinstri. Rafa Benítez líklega ekki ánægður með varnarvinnu sinna manna þarna.
Ekki hresstust margir stuðningsmenn liðsins þegar Benítez tók svo Fernando Torres útaf á 65. mínútu og setti David Ngog inná, þó mátti greinilega sjá að Torres var orðinn þreyttur og ekki veitti af því að fá ferska fætur inná. Ngog kom sér í færi stuttu síðar en hafði ekki heppnina með sér. Lee Bowyer hefði svo átt að skora hinumegin en honum tókst einhvernveginn að skjóta framhjá á markteig eftir góða sendingu frá McFadden.
Maxi Rodriguez komst svo í gott skotfæri á vítateignum eftir góðan samleik Insua og Ngog á vinstri kanti. Frakkinn ungi sendi boltann fyrir markið og þar kom Maxi aðvífandi en skaut því miður í Alberto Aquilani sem var nýkominn inná sem varamaður. Rodriguez hefði svo kannski átt að gera betur í uppbótartíma er hann skaut viðstöðulaust að marki eftir að Ngog hafði fengið sendingu innfyrir frá Gerrard. Joe Hart varði skot Ngog og Rodriguez fylgdi á eftir en því miður hitti hann boltann illa og skaut yfir.
Ryan Babel fékk svo þröngt færi vinstra megin á vítateignum en skaut í hliðarnetið. Tíminn var að renna út og í blálokin sendi Steven Gerrard góða sendingu innfyrir vörn Birmingham manna og David Ngog komst í ákjósanlegt færi gegn Joe Hart. Skot Frakkans var því miður laflaust og Hart átti ekki í vandræðum með að verja, þarna hefði Ngog sannarlega átt að gera betur.
Leiknum lauk því með jafntefli og liðið situr í sjötta sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Manchester City sem eru í fjórða sæti og eiga City menn leik til góða. Tottenham er í fimmta sæti þremur stigum fyrir ofan Liverpool einnig með leik til góða.
Birmingham: Hart, Dann, Johnson, Ridgewell, Carr, Bowyer, Ferguson, Jerome, McFadden (Phillips, 78. mín), Fahey og Gardner. Ónotaðir varamenn: Taylor, Parnaby, Larsson, Vignal, Benitez og Michel.
Mark Birmingham: Liam Ridgewell (56. mín.).
Gul spjöld: Fahey og Gardner.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Kyrgiakos, Insua, Leiva, Gerrard, Benayoun (Babel 71. mín.), Maxi, Kuyt (Aquilani, 81. mín.) og Torres (Ngog, 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Degen, Mascherano og Agger.
Mark Liverpool: Steven Gerrard (47. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Áhorfendur á St. Andrews: 27.909.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn skoraði gott mark og var skapandi fyrir liðsfélaga sína. Hefðu fleiri en hann verið á skotskónum í dag hefðu úrslitin kannski verið á annan veg.
Rafel Benítez: ,,Þetta er ekki gott stig, þó svo að Birmingham hafi spilað vel á heimavelli á tímabilinu. Við áttum skilið að vinna. Við fengum mjög gott færi í fyrri hálfleik og mörg önnur góð í seinni hálfleik. Fyrir leikinn var ljóst að við máttum ekki misstíga okkur mikið í deildinni og eftir þennan leik er ljóst að enn er ólíklegra að við náum okkar takmarki. Við verðum þó að halda í trúna og vinna þá leiki sem eftir eru."
Fróðleikur:
- Rafael Benítez hefur aldrei tekist að sigra Birmingham í deildinni síðan hann tók við Liverpool.
- Liðin gerðu einnig jafntefli fyrr á leiktíðinni á Anfield. Leiknum lauk 2:2 og Steven Gerrard skoraði líka, þá úr vítaspyrnu.
- Markið hjá Steven var hans tíunda á leiktíðinni, sjö hafa komið í deildinni, eitt í bikarkeppninni og tvö í Evrópukeppninni.
- Í heildina var þetta 130. mark Steven Gerrard.
- David Ngog lék sinn 50. leik með Liverpool. Hann hefur skorað tíu sinnum.
- Alberto Aquilani lék 20. leik sinn með Liverpool. Hann hefur skorað einu sinni.
- Birmingham eru ósigraðir á heimavelli síðan í september og hafa öll stóru liðin fjögur farið þaðan með jafntefli í farteskinu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan