| Sf. Gutt
Steven Gerrard var ekki sá eini sem klóraði sér í höfðinu þegar Rafael Benítez tók Fernando Torres af velli gegn Birmingham City í gær. Stuðningsmenn Liverpool, um víða veröld, trúðu vart sínum eigin augum þegar Rafa skipti Fernando út af, á 65. mínútu, og setti David Ngog inn á.
,,Hann var úrvinda af þreytu. Hann var líka stirður í öðru hnénu og við settum klaka á það. Líkt og sumir af þeim leikmönnum sem spiluðu á fimmtudaginn þá var hann mjög þreyttur. Fernando vissi að við þurftum að spila til sigurs og hann vissi að hann var þreyttur. Það þarf að dreifa álaginu og mér fannst Ngog standa sig mjög vel. Það var augljóst að við þurftum á óþreyttum mönnum að halda."
Þá er komin útskýring á þessari umtöluðu skiptingu. Þegar hún fór fram var baulað mikið og vildu sumir fjölmiðlamenn halda því fram að stuðningsmenn Liverpool væru að lýsa vanþóknun sinni á henni.
Kannski bauluðu einhverjir stuðningsmenn Liverpool en mest af baulinu kom úr börkum stuðningsmanna Birmingham City. Þeir voru að baula á David Ngog vegna þess að hann fékk ódýra vítaspyrnu í fyrri leik liðanna á Anfield. Stuðningsmenn heimamanna bauluðu samviskusamlega á David allan leikinn. Því miður tókst honum ekki að þagga niður í þeim með því að skora en í þrígang var hann nærri því að skora!
TIL BAKA
Rafael útskýrir skiptinguna!

,,Hann var úrvinda af þreytu. Hann var líka stirður í öðru hnénu og við settum klaka á það. Líkt og sumir af þeim leikmönnum sem spiluðu á fimmtudaginn þá var hann mjög þreyttur. Fernando vissi að við þurftum að spila til sigurs og hann vissi að hann var þreyttur. Það þarf að dreifa álaginu og mér fannst Ngog standa sig mjög vel. Það var augljóst að við þurftum á óþreyttum mönnum að halda."
Þá er komin útskýring á þessari umtöluðu skiptingu. Þegar hún fór fram var baulað mikið og vildu sumir fjölmiðlamenn halda því fram að stuðningsmenn Liverpool væru að lýsa vanþóknun sinni á henni.
Kannski bauluðu einhverjir stuðningsmenn Liverpool en mest af baulinu kom úr börkum stuðningsmanna Birmingham City. Þeir voru að baula á David Ngog vegna þess að hann fékk ódýra vítaspyrnu í fyrri leik liðanna á Anfield. Stuðningsmenn heimamanna bauluðu samviskusamlega á David allan leikinn. Því miður tókst honum ekki að þagga niður í þeim með því að skora en í þrígang var hann nærri því að skora!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan