| Sf. Gutt
Hinir ýmsu vefmiðlar geta þess sérstaklega í dag að Fernando Torres sé ekki meiddur og geti leikið gegn Benfica í Evrópudeildinni annað kvöld. Eins og knttspyrnuheimurinn veit þá var Fernando Torres skipt af leikvelli á páskadag þegar Liverpool lék gegn Birmingham. Í sjónvarpi sást að Fernando var með klakapoka við hné sitt þar sem hann sat á varamannabekknum. Rafael Benítez sagði í viðtali, eftir leik, að skiptingin hafi stafað af því að Fernando hafi verið örþreyttur og eins hafi hann viljað vernda annað hné hans.
Hvað svo sem var með meiðsli hans þá er Fernando Torres leikfær og verða það að teljast góðar fréttir því Liverpool þarf á öllum tiltækum mönnum gegn Benfica. Þeir Emiliano Insua og Ryan Babel eru í leikbanni auk þess sem Maxi Rodriguez er ekki löglegur.
Eigi titill að komast á afrekaskrá Liverpool í vor þarf að leggja portúgalska liðið að velli með nægum mun. Liverpool nægir eins marks sigur svo fremi að Benfica skori ekki.
TIL BAKA
Fernando Torres er leikfær!

Hvað svo sem var með meiðsli hans þá er Fernando Torres leikfær og verða það að teljast góðar fréttir því Liverpool þarf á öllum tiltækum mönnum gegn Benfica. Þeir Emiliano Insua og Ryan Babel eru í leikbanni auk þess sem Maxi Rodriguez er ekki löglegur.
Eigi titill að komast á afrekaskrá Liverpool í vor þarf að leggja portúgalska liðið að velli með nægum mun. Liverpool nægir eins marks sigur svo fremi að Benfica skori ekki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan