| Sf. Gutt
Gosið í Eyjafjallajökli gæti komið í veg fyrir að fyrri leikirnir í undanúrslitum í Evrópudeildinni geti farið fram á fimmtudagskvöldið. Forráðamenn Knattspyrnusambands Evrópu eru nú að íhuga hvað hægt sé að gera í stöðunni.
Flug yfir stóran hluta Evrópu hefur að mestu legið niðri síðustu daga og óvissa er um aðstæður til flugs næstu dagana. Fernando Torres varð til dæmis að fara með járnbrautarlest til Spánar í gær til að komast til sérfræðingsins sem tók ákvörðun um að senda hann í aðgerð.
Liverpool leikur auðvitað við West Ham United í kvöld en liðið þarf að fljúga til Madrídar til leiksins þar. Það sama gildir um leik Fulham í Hamborg. Það er sem sagt hugsanlegt að báðum leikjunum verði frestað. Fyrri undanúrslitaleikirnir í Meistaradeildinni fara fram núna í vikunni en tiltölulega stutt er fyrir þau lið sem þar eiga í hlut að komast á leikstað.
TIL BAKA
Óvissa um undanúrslitin

Flug yfir stóran hluta Evrópu hefur að mestu legið niðri síðustu daga og óvissa er um aðstæður til flugs næstu dagana. Fernando Torres varð til dæmis að fara með járnbrautarlest til Spánar í gær til að komast til sérfræðingsins sem tók ákvörðun um að senda hann í aðgerð.
Liverpool leikur auðvitað við West Ham United í kvöld en liðið þarf að fljúga til Madrídar til leiksins þar. Það sama gildir um leik Fulham í Hamborg. Það er sem sagt hugsanlegt að báðum leikjunum verði frestað. Fyrri undanúrslitaleikirnir í Meistaradeildinni fara fram núna í vikunni en tiltölulega stutt er fyrir þau lið sem þar eiga í hlut að komast á leikstað.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan