| Sf. Gutt
TIL BAKA
Áreynslulaus sigur!
Liverpool mætti West Ham United í kvöld á Anfield Road og vann áreynslulausan 3:0 sigur. Sigurinn var kærkominn í baráttunni um Evrópusæti. Ekki er nóg að horfa á fjórða sætið því aðeins sex efstu sætin í deildinni tryggja þátttökurétt í Evrópukeppni í næsta keppnistímabili. Ekkert er öruggt í því máli og því skiptir hvert stig miklu.
Liverpool hóf leikinn kröftuglega og tók strax öll völd. Ekki var að sjá að gestirnir væru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni því barátta þeirra var sama og engin. Strax á 3. mínútu sendi Yossi Benayoun inn á vítateiginn til hægri á Maxi Rodriguez en Robert Green varði skot hans.
Þremur mínútum seinna kom sending inn á vítateiginn frá Jamie Carragher. David Ngog stakk sér inn fyrir en náði ekki valdi á boltanum dauðafrír. Mínútu síðar sendi Steven Gerrard, sem stjórnaði öllu á miðjunni, fyrir úr aukaspyrnu en fríir leikmenn Liverpool náði ekki til boltans fyrir opnu marki. West Ham slapp þó ekki á 19. mínútu. Steven tók aukspyrnu frá hægri. Boltinn fór þvert fyrir markið og skoppaði einu sinni áður en Yossi Benayoun mætti boltanum og stýrði honum í markið, í stöng og inn, með maganum af stuttu færi. Allir nema Yossi fögnuðu markinu en hann sýndi sínu gamla félagi virðingu með því að halda gleði sinni í skefjum. Vel gert hjá Yossi sem mátti þó þola baul frá stuðningsmönnum West Ham. Einhverjir gestanna vildu fá dæmda hendi á Yossi en hann notaði ekki hendi til að skora.
Tveimur mínútum eftir markið ógnuðu gestirnir loks þegar Carlton Cole kom sér í skotstöðu á teignum og náði skoti á markið en Jose Reina var öryggið uppmálað, henti sér á eftir boltanum og varði. Á 27. mínútu hefði Liverpool átt að auka forystuna. Steven tók horspyrnu frá hægri. Boltinn fór yfir á fjærstöng þar sem Sotirios Kyrgiakos var óvaldaður fyrir opnu marki. Grikkjanum tókst því miður ekki vel upp með skalla sinn því boltinn fór í jörðina og yfir. Þar fór algjört dauðafæri forgörðum.
Það leið þó ekki á löngu áður en Liverpool bætti við marki. Yossi lék inn á miðjuna frá vinstri og renndi boltanum svo út til hægri á Maxi. Hann leit upp og sá David Ngog inn í vítateignum. Sendingin frá Maxi var hárnákvæm og David skoraði rétt við markteiginn með viðstöðulausu skoti. Robert hafði hendur á boltanum en það dugði ekki. Vel gert hjá David og líklega var markið kærkomið til að efla sjálfstraustið hjá honum þar sem mikið mun mæða á honum til loka leiktíðar í fjarveru Fernando Torres.
Eftir markið hjá David var tíðindalítið fram undir leikhlé. Þegar þrjár mínútur voru eftir af hálfleiknum tók Dirk Kuyt óvænt langskot af upp undir 30 metra færi. Boltinn stefndi neðst í hornið en Robert náði að verja með því að slá boltann í horn. Vel gert hjá báðum og ekki var meira skorað í hálfleiknum.
Síðari hálfleikur var mjög tíðindalítill og það mátti sjá að leikmenn Liverpool reyndu að eyða eins lítilli orku í leikinn og mögulegt var. Snemma í hálfleiknum átti Steven fast skot úr aukaspyrnu sem fór í varnarveginn og hættan leið hjá.
Það gerðist svo fátt þar til boltinn lá í marki West Ham í þriðja sinn. Á 59. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu úti á vinstri kanti. Steven sendi fast fyrir markið og rétt við fjærstöngina náði Sotirios að teygja sig í boltann. Boltinn lá í markinu og líklega töldu flestir að Grikkinn hefði skorað en þegar betur var að gáð sást að boltinn fór í stöngina og þaðan í Robert Green, markmann West Ham, og í markið. Enski landsliðsmarkmaðurinn komst þar með á markalista Liverpool!
Hættuleg færi sköpuðust ekki það sem eftir lifði leiks og leikmenn Liverpool gátu fagnað góðum sigri áður en lagt verður í hann suður til Spánar. Enn er ekki vitað hvort þarf að fara landleiðina eða með flugi. Það ræst af náttúrufari hér á Íslandi en þessi síðasti leikur vetrarins endaði vel hjá Liverpool. Vonandi byrjar sumarið vel!
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Kyrgiakos, Carragher, Gerrard (Mascherano 71. mín.), Benayoun (Degen 77. mín.), Rodriguez, Leiva, Kuyt og Ngog (Babel 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Degen, Ayala, Aquilani og El Zhar.
Mörk Liverpool: Yossi Benayoun (19. mín.), David Ngog (29. mín.) og Robert Green sm. (59. mín.).
West Ham United: Green, Upson, Spector (Daprela 80. mín.), Faubert, Da Costa, Kovac, Noble, Behrami, Stanislas (Franco 46. mín.), Ilan og Cole (McCarthy 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Kurucz, Gabbidon, Diamanti og Mido.
Gul spjöld: Robert Kovac og Julien Faubert.
Áhorfendur á Anfield Road: 37.697.
Maður leiksins: Yossi Benayoun. Ísraelsmaðurinn var frábær í fyrri hálfleik og ógnaði sínum gömlu félögum við hvert tækifæri. Hann skoraði fyrsta markið og átti þátt í því sem næst kom. Yossi er einfaldlega einn mest skapandi leikmaður Liverpool og hann sýndi það vel í kvöld.
Rafael Benítez: Þetta voru góð úrslit og mér fannst við standa okkur vel. Þeir byrjuðu af krafti en allt reyndist okkur auðveldara eftir að við skoruðum fyrsta markið. Svo skoruðum við aftur og þriðja markið gerði úr um leikinn. Við hefðum getað skorað fleiri mörk en það var mikilvægt að hafa stjórn á leiknum og ná þremur stigum í hús áður en við leggjum upp í langt ferðalag.
Fróðleikur
- Bæði Yossi Benayoun og David Ngog skoruðu í áttunda sinn á leiktíðinni.
- Yossi lék sinn 130. leik og þetta var 28. markið hans.
- Liverpool hefur aldrei tapað deildarleik þegar Yossi hefur skorað!
- Markið hjá David var það 100. sem Liverpool skorar hjá West Ham í deildarleik á Anfield.
- Liverpool hefur aðeins tapað fimm af síðustu 45 deildarleikjum sínum við West Ham.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Liverpool hóf leikinn kröftuglega og tók strax öll völd. Ekki var að sjá að gestirnir væru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni því barátta þeirra var sama og engin. Strax á 3. mínútu sendi Yossi Benayoun inn á vítateiginn til hægri á Maxi Rodriguez en Robert Green varði skot hans.
Þremur mínútum seinna kom sending inn á vítateiginn frá Jamie Carragher. David Ngog stakk sér inn fyrir en náði ekki valdi á boltanum dauðafrír. Mínútu síðar sendi Steven Gerrard, sem stjórnaði öllu á miðjunni, fyrir úr aukaspyrnu en fríir leikmenn Liverpool náði ekki til boltans fyrir opnu marki. West Ham slapp þó ekki á 19. mínútu. Steven tók aukspyrnu frá hægri. Boltinn fór þvert fyrir markið og skoppaði einu sinni áður en Yossi Benayoun mætti boltanum og stýrði honum í markið, í stöng og inn, með maganum af stuttu færi. Allir nema Yossi fögnuðu markinu en hann sýndi sínu gamla félagi virðingu með því að halda gleði sinni í skefjum. Vel gert hjá Yossi sem mátti þó þola baul frá stuðningsmönnum West Ham. Einhverjir gestanna vildu fá dæmda hendi á Yossi en hann notaði ekki hendi til að skora.
Tveimur mínútum eftir markið ógnuðu gestirnir loks þegar Carlton Cole kom sér í skotstöðu á teignum og náði skoti á markið en Jose Reina var öryggið uppmálað, henti sér á eftir boltanum og varði. Á 27. mínútu hefði Liverpool átt að auka forystuna. Steven tók horspyrnu frá hægri. Boltinn fór yfir á fjærstöng þar sem Sotirios Kyrgiakos var óvaldaður fyrir opnu marki. Grikkjanum tókst því miður ekki vel upp með skalla sinn því boltinn fór í jörðina og yfir. Þar fór algjört dauðafæri forgörðum.
Það leið þó ekki á löngu áður en Liverpool bætti við marki. Yossi lék inn á miðjuna frá vinstri og renndi boltanum svo út til hægri á Maxi. Hann leit upp og sá David Ngog inn í vítateignum. Sendingin frá Maxi var hárnákvæm og David skoraði rétt við markteiginn með viðstöðulausu skoti. Robert hafði hendur á boltanum en það dugði ekki. Vel gert hjá David og líklega var markið kærkomið til að efla sjálfstraustið hjá honum þar sem mikið mun mæða á honum til loka leiktíðar í fjarveru Fernando Torres.
Eftir markið hjá David var tíðindalítið fram undir leikhlé. Þegar þrjár mínútur voru eftir af hálfleiknum tók Dirk Kuyt óvænt langskot af upp undir 30 metra færi. Boltinn stefndi neðst í hornið en Robert náði að verja með því að slá boltann í horn. Vel gert hjá báðum og ekki var meira skorað í hálfleiknum.
Síðari hálfleikur var mjög tíðindalítill og það mátti sjá að leikmenn Liverpool reyndu að eyða eins lítilli orku í leikinn og mögulegt var. Snemma í hálfleiknum átti Steven fast skot úr aukaspyrnu sem fór í varnarveginn og hættan leið hjá.
Það gerðist svo fátt þar til boltinn lá í marki West Ham í þriðja sinn. Á 59. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu úti á vinstri kanti. Steven sendi fast fyrir markið og rétt við fjærstöngina náði Sotirios að teygja sig í boltann. Boltinn lá í markinu og líklega töldu flestir að Grikkinn hefði skorað en þegar betur var að gáð sást að boltinn fór í stöngina og þaðan í Robert Green, markmann West Ham, og í markið. Enski landsliðsmarkmaðurinn komst þar með á markalista Liverpool!
Hættuleg færi sköpuðust ekki það sem eftir lifði leiks og leikmenn Liverpool gátu fagnað góðum sigri áður en lagt verður í hann suður til Spánar. Enn er ekki vitað hvort þarf að fara landleiðina eða með flugi. Það ræst af náttúrufari hér á Íslandi en þessi síðasti leikur vetrarins endaði vel hjá Liverpool. Vonandi byrjar sumarið vel!
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Kyrgiakos, Carragher, Gerrard (Mascherano 71. mín.), Benayoun (Degen 77. mín.), Rodriguez, Leiva, Kuyt og Ngog (Babel 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Degen, Ayala, Aquilani og El Zhar.
Mörk Liverpool: Yossi Benayoun (19. mín.), David Ngog (29. mín.) og Robert Green sm. (59. mín.).
West Ham United: Green, Upson, Spector (Daprela 80. mín.), Faubert, Da Costa, Kovac, Noble, Behrami, Stanislas (Franco 46. mín.), Ilan og Cole (McCarthy 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Kurucz, Gabbidon, Diamanti og Mido.
Gul spjöld: Robert Kovac og Julien Faubert.
Áhorfendur á Anfield Road: 37.697.
Maður leiksins: Yossi Benayoun. Ísraelsmaðurinn var frábær í fyrri hálfleik og ógnaði sínum gömlu félögum við hvert tækifæri. Hann skoraði fyrsta markið og átti þátt í því sem næst kom. Yossi er einfaldlega einn mest skapandi leikmaður Liverpool og hann sýndi það vel í kvöld.
Rafael Benítez: Þetta voru góð úrslit og mér fannst við standa okkur vel. Þeir byrjuðu af krafti en allt reyndist okkur auðveldara eftir að við skoruðum fyrsta markið. Svo skoruðum við aftur og þriðja markið gerði úr um leikinn. Við hefðum getað skorað fleiri mörk en það var mikilvægt að hafa stjórn á leiknum og ná þremur stigum í hús áður en við leggjum upp í langt ferðalag.
Fróðleikur
- Bæði Yossi Benayoun og David Ngog skoruðu í áttunda sinn á leiktíðinni.
- Yossi lék sinn 130. leik og þetta var 28. markið hans.
- Liverpool hefur aldrei tapað deildarleik þegar Yossi hefur skorað!
- Markið hjá David var það 100. sem Liverpool skorar hjá West Ham í deildarleik á Anfield.
- Liverpool hefur aðeins tapað fimm af síðustu 45 deildarleikjum sínum við West Ham.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan