| Sf. Gutt
TIL BAKA
Hvernig verður sóknin skipuð?
Það er ekki af mörgum sóknarmönnum að taka hjá Liverpool fyrir leikinn mikilvæga gegn Atletico Madrid annað kvöld. Þrír helstu sóknarmennirnir eru frá vegna meiðsla. Það var reyndar löngu vitað að Fernando Torres gæti ekki leikið gegn gamla liðinu sínu enda fór hann í aðgerð á dögunum og leikur ekki meira með á þessu keppnistímanbili.
Þegar Fernando er frátalinn má telja að Liverpool eigi tvo aðra sóknarmenn. Báðir eru tæpir vegna meiðsla. Dirk Kuyt, sem hér á mynd skorar gegn Bolton, meiddist gegn Burnley um helgina. Hann meiddist á ökkla og hefur verið vondur í honum síðan.
Þá er það David Ngog. Hann var hvíldur þegar Liverpool lék við Burnley vegna þess að hann hefur verið slæmur í baki. Hann hefur verið stirður í baki um nokkurt skeið.
Óvíst er hvort þeir Dirk og David verða leikfærir í leiknum mikilvæga annað kvöld. Rafael Benítez sagði á blaðamannafundi í dag að ekki verði tekin ákvörðun um hvort öðrum eða báðum umræddra leikmanna verði teflt fram gegn Atletico.
Ljóst er að tæpt verður að þessir tveir verði leikfærir og þá er spurningin hvernig sóknin hjá Liverpool verður skipuð. Líklegt að fyrsti valkostur verði þá Hollendingurinn Ryan Babel. Hann er tilbúinn í slaginn og skoraði síðasta mark Liverpool í 4:0 sigrinum á Burnley. En hvernig sem sóknin verður skipuð þá er ljóst að Liverpool þarf að skora minnst tvö mörk til að komast í úrslitaleikinn í Evrópudeildinni. Allir verða að leggjast á eitt í því erfiða verkefni!
Þegar Fernando er frátalinn má telja að Liverpool eigi tvo aðra sóknarmenn. Báðir eru tæpir vegna meiðsla. Dirk Kuyt, sem hér á mynd skorar gegn Bolton, meiddist gegn Burnley um helgina. Hann meiddist á ökkla og hefur verið vondur í honum síðan.
Þá er það David Ngog. Hann var hvíldur þegar Liverpool lék við Burnley vegna þess að hann hefur verið slæmur í baki. Hann hefur verið stirður í baki um nokkurt skeið.
Óvíst er hvort þeir Dirk og David verða leikfærir í leiknum mikilvæga annað kvöld. Rafael Benítez sagði á blaðamannafundi í dag að ekki verði tekin ákvörðun um hvort öðrum eða báðum umræddra leikmanna verði teflt fram gegn Atletico.
Ljóst er að tæpt verður að þessir tveir verði leikfærir og þá er spurningin hvernig sóknin hjá Liverpool verður skipuð. Líklegt að fyrsti valkostur verði þá Hollendingurinn Ryan Babel. Hann er tilbúinn í slaginn og skoraði síðasta mark Liverpool í 4:0 sigrinum á Burnley. En hvernig sem sóknin verður skipuð þá er ljóst að Liverpool þarf að skora minnst tvö mörk til að komast í úrslitaleikinn í Evrópudeildinni. Allir verða að leggjast á eitt í því erfiða verkefni!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan