| Sf. Gutt
TIL BAKA
Evrópudraumurinn á enda!
Liverpool komst ekki í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að hafa fallið úr leik með minnsta mun fyrir Atletico Madrid. Liverpool vann hetjulegan sigur 2:1 á Anfield Road en útimarkið felldi Liverpool og nú er Evrópudraumurinn endanlega úti á þessu erfiða keppnistímabili. Þrátt fyrir brottfallið geta leikmenn Liverpool borið höfuðið hátt því þeir börðust eins og ljón. Það dugði bara ekki og meira þurfti til!
Stuðningsmenn Liverpool sungu þjóðsönginn af miklum krafti fyrir leikinn og það fór ekkert á milli mála að það voru allir tilbúnir í slaginn á Anfield þegar leikurinn hófst. Leikurinn var svo varla byrjaður þegar Liverpool var næstum búið að skora. Dirk Kuyt sendi fram á Yossi Benayoun sem komst inn á vítateiginn hægra megin. Ísraelinn náði föstu skoti en David de Gea náði að verja í horn. Tíu sekúndur voru liðnar þegar Yossi skaut! Í kjölfarið fylgdi mikil orrahríð Liverpool og hornspyrnur en vörn Atletico hélt.
Leikmenn Liverpool voru geysilega ákveðnir og gestirnir voru það ekki síður. Eftir tíu mínútur náði Alberto Aquilani skoti að marki en hinn ungi David varði vel. Á 25. mínútu endaði frábær samleikur Liverpool með því að Javier sendi fyrir markið á Dirk. Hann náði því miður ekki að hitta markið rétt við markteiginn og boltinn fór rétt yfir. Það var alltaf ljóst að fljótir sóknarmenn Atletico myndu skapa hættu og þetta kom fyrst í ljós á 28. mínútu þegar Sergio Aguero komst inn á vítateiginn. Jose Reina kom út á móti honum en Sergio náði að leika framhjá honum. Hann sendi svo fyrir markið en Jamie Carragher náði boltanum áður en meiri hætta skapaðist. Rétt á eftir átti Raul Garcia langskot sem Jose gerði vel í slá framhjá. Á 32. mínútu tók Steven aukaspyrnu frá hægri. Daniel Agger stökk manna hæst og skallaði boltann laglega neðst í hornið en Daninn var þó réttilega dæmdur rangstæður.
Sókn Liverpool bar loks árangur mínútu fyrir leikhlé. Javier tók innkast fram á Yossi sem sendi viðstöðulaust fyrir markið. Dirk kom að boltanum en hann náði ekki til hans. Það kom þó ekki að sök því Alberto Aquilani náði að stýra honum í markið utarlega úr teignum fyrir framan The Kop. Allt sprakk af fögnuði á Anfield og nú var staðan orðin jöfn samanlagt og verkefni kvöldsins var hálfnað þegar flautað var til leikhlés.
Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt og í fyrri hálfleik framan af þeim seinni. Það var þó lítið um færi þar til á 59. mínútu. Ryan sendi fyrir frá vinstri og Yossi virtist vera að komast í dauðafæri en varnarmaður náði að bjarga á allra síðustu stundu. Um fimm mínútum seinna komst Dirk inn á teiginn hægra megin en skot hans var beint á David. Þegar nær dró leikslokum varð ljóst að næsta mark gæti ráðið úrslitum og spennan jókst innan vallar sem utan með hverri mínútunni sem leið. Glen Johnson náði loks góðu skoti tíu mínútum fyrir leikslok. Hann stakk sér framhjá tveimur varnarmönnum en en David varði vel með því að slá boltann yfir. Síðustu mínúturnar var spennan nær óbærileg enda hefði mark frá öðru hvoru liðinu líklega gert út um leikinn. Liverpool hafði enn 1:0 forystu þegar flautað var til leiksloka. Framlenging var ekki umflúin.
Liverpool náði svo að auka forystuna og koma sér í vinningsstöðu í rimmunni eftir fimm mínútur í framlengingunni. Lucas Leiva lyfti boltanum laglega yfir vörn Altetic inn á vítateiginn vinstra megin. Yossi Benayoun stakk sér inn fyrir og skoraði með góðu skoti neðst í hronið fjær. Hann og aðrir viðstaddir Rauðliða gengu af göflunum af fögnuði. Núna var Liverpool komið með þá forsytu sem til þurfti að komast í úrslitaleikinn!
Nú var ekkert annað að gera en að halda fengnum hlut eða þá bæta við! Því miður gekk það ekki nema í sjö mínútur. Há sending kom fram hægra megin. Glen náði ekki að koma boltanum frá. Jose Antonio Reyes hirti boltann og sendi fyrir markið á Diego Forlan sem smellti honum í markið óvaldaður. Nú var staðan önnur og Liverpool þurfti eitt mark í viðbót. Markið var klaufalegt því Glen hefði átt að koma boltanum frá og aðrir félagar hans í vörninni misstu af Diego.
Nægur tími var til að ná einu marki í viðbót en það átti ekki eftir að takast. Leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu en úthald og kraftur var ekki fyrir hendi. Hinn mikli hraði sem var framan af leik hafði tekið mikinn toll. Steven Gerrard og félagar hans gátu ekki meir. Spænska liðið hélt út og Liverpool mátti þola brotfall á útimarkinu.
Leikmenn Liverpool voru niðurbrotnir í leikslok og það sama mátti segja um stuðningsmennina sem þó klöppuðu fyrir spænska liðinu sem fagnaði á vellinum. Allir í rauðu, leikmenn og stuðningsmenn , höfðu lagt sig fram en það dugði ekki til þrátt fyrir hetjulega baráttu. Liverpool var einfaldlega ekki nógu sterkt til að vinna titil á þessu hroðalega keppnistímabili. Sú er staðreyndin!
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Carragher, Aquilani (El Zhar 89. mín.), Gerrard, Benayoun (Pacheco 113. mín.), Mascherano (Degen 110. mín.), Leiva, Kuyt og Babel. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Ayala og Ngog.
Mörk Liverpool: Alberto Aquilani (44. mín.) og Yossi Benayoun (95. mín.).
Gul spjöld: Steven Gerrard, Alberto Aquilani, Jamie Carragher og Dirk Kuyt.
Atletico Madrid: De Gea, Antonio Lopez, Dominguez, Perea, Valera, Raul Garcia, Paulo Assuncao (Jurado 99. mín.), Simao, Forlan (Camacho 117. mín.), Aguero (Eduardo Salvio 120. mín.) og Reyes. Ónotaðir varamenn: Sergio Asenjo, Juanito, Ujfalusi, og Leandro Cabrera.
Mark Altetico Madrid: Diego Forlan (102. mín.).
Gul spjöld: Paulo Assuncao, Juan Valera, Diego Forlan og Alvaro Dominguez
Áhorfendur á Anfield Road: 42.040.
Það helsta: Liverpool og Atletico Madrid skildu samanlagt 2:2 en spænska liðið komst áfram á útimarki sínu. Aletico Madrid mætir Fulham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Maður leiksins: Yossi Benayoun. Ísraelsmaðurinn var geysilega duglegur. Hann lagði upp fyrra markið og skoraði svo markið sem virtist ætla að koma Liverpool áfram. Mjög góður leikur hjá Yossi.
Rafael Benítez: Mér fannst við vera betri en þeir langtímum saman en þetta gekk því miður ekki. Við vorum komnir í góða stöðu en það var svekkjandi að fá mark á sig. Það hefur allt gengið okkur í mót á þessu keppnistímabili en allir sáu að leikmennirnir lögðu sig alla fram og við getum verið stolt af þeim. Árangurinn á þessu keppnistímabili hefur ekki verið nógu góður.
Fróðleikur
- Alberto Aquilani skorað sitt annað mark á leiktíðinni.
- Yossi Benayoun skoraði níunda mark sitt á sparktíðinni.
- Steven Gerrard lék sinn 530. leik sinn með Liverpool. Hann hefur skorað 132 mörk.
- Liverpool var á spila í undanúrslitum í Evrópukeppni í 16. sinn. Það er Englandsmet.
- Liverpool féll úr leik í undanúrslitum í Evrópukeppni í fimmta sinn.
- Atletico Madrid og Fulham mætast í úrslitaleiknum í Hamborg.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Stuðningsmenn Liverpool sungu þjóðsönginn af miklum krafti fyrir leikinn og það fór ekkert á milli mála að það voru allir tilbúnir í slaginn á Anfield þegar leikurinn hófst. Leikurinn var svo varla byrjaður þegar Liverpool var næstum búið að skora. Dirk Kuyt sendi fram á Yossi Benayoun sem komst inn á vítateiginn hægra megin. Ísraelinn náði föstu skoti en David de Gea náði að verja í horn. Tíu sekúndur voru liðnar þegar Yossi skaut! Í kjölfarið fylgdi mikil orrahríð Liverpool og hornspyrnur en vörn Atletico hélt.
Leikmenn Liverpool voru geysilega ákveðnir og gestirnir voru það ekki síður. Eftir tíu mínútur náði Alberto Aquilani skoti að marki en hinn ungi David varði vel. Á 25. mínútu endaði frábær samleikur Liverpool með því að Javier sendi fyrir markið á Dirk. Hann náði því miður ekki að hitta markið rétt við markteiginn og boltinn fór rétt yfir. Það var alltaf ljóst að fljótir sóknarmenn Atletico myndu skapa hættu og þetta kom fyrst í ljós á 28. mínútu þegar Sergio Aguero komst inn á vítateiginn. Jose Reina kom út á móti honum en Sergio náði að leika framhjá honum. Hann sendi svo fyrir markið en Jamie Carragher náði boltanum áður en meiri hætta skapaðist. Rétt á eftir átti Raul Garcia langskot sem Jose gerði vel í slá framhjá. Á 32. mínútu tók Steven aukaspyrnu frá hægri. Daniel Agger stökk manna hæst og skallaði boltann laglega neðst í hornið en Daninn var þó réttilega dæmdur rangstæður.
Sókn Liverpool bar loks árangur mínútu fyrir leikhlé. Javier tók innkast fram á Yossi sem sendi viðstöðulaust fyrir markið. Dirk kom að boltanum en hann náði ekki til hans. Það kom þó ekki að sök því Alberto Aquilani náði að stýra honum í markið utarlega úr teignum fyrir framan The Kop. Allt sprakk af fögnuði á Anfield og nú var staðan orðin jöfn samanlagt og verkefni kvöldsins var hálfnað þegar flautað var til leikhlés.
Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt og í fyrri hálfleik framan af þeim seinni. Það var þó lítið um færi þar til á 59. mínútu. Ryan sendi fyrir frá vinstri og Yossi virtist vera að komast í dauðafæri en varnarmaður náði að bjarga á allra síðustu stundu. Um fimm mínútum seinna komst Dirk inn á teiginn hægra megin en skot hans var beint á David. Þegar nær dró leikslokum varð ljóst að næsta mark gæti ráðið úrslitum og spennan jókst innan vallar sem utan með hverri mínútunni sem leið. Glen Johnson náði loks góðu skoti tíu mínútum fyrir leikslok. Hann stakk sér framhjá tveimur varnarmönnum en en David varði vel með því að slá boltann yfir. Síðustu mínúturnar var spennan nær óbærileg enda hefði mark frá öðru hvoru liðinu líklega gert út um leikinn. Liverpool hafði enn 1:0 forystu þegar flautað var til leiksloka. Framlenging var ekki umflúin.
Liverpool náði svo að auka forystuna og koma sér í vinningsstöðu í rimmunni eftir fimm mínútur í framlengingunni. Lucas Leiva lyfti boltanum laglega yfir vörn Altetic inn á vítateiginn vinstra megin. Yossi Benayoun stakk sér inn fyrir og skoraði með góðu skoti neðst í hronið fjær. Hann og aðrir viðstaddir Rauðliða gengu af göflunum af fögnuði. Núna var Liverpool komið með þá forsytu sem til þurfti að komast í úrslitaleikinn!
Nú var ekkert annað að gera en að halda fengnum hlut eða þá bæta við! Því miður gekk það ekki nema í sjö mínútur. Há sending kom fram hægra megin. Glen náði ekki að koma boltanum frá. Jose Antonio Reyes hirti boltann og sendi fyrir markið á Diego Forlan sem smellti honum í markið óvaldaður. Nú var staðan önnur og Liverpool þurfti eitt mark í viðbót. Markið var klaufalegt því Glen hefði átt að koma boltanum frá og aðrir félagar hans í vörninni misstu af Diego.
Nægur tími var til að ná einu marki í viðbót en það átti ekki eftir að takast. Leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu en úthald og kraftur var ekki fyrir hendi. Hinn mikli hraði sem var framan af leik hafði tekið mikinn toll. Steven Gerrard og félagar hans gátu ekki meir. Spænska liðið hélt út og Liverpool mátti þola brotfall á útimarkinu.
Leikmenn Liverpool voru niðurbrotnir í leikslok og það sama mátti segja um stuðningsmennina sem þó klöppuðu fyrir spænska liðinu sem fagnaði á vellinum. Allir í rauðu, leikmenn og stuðningsmenn , höfðu lagt sig fram en það dugði ekki til þrátt fyrir hetjulega baráttu. Liverpool var einfaldlega ekki nógu sterkt til að vinna titil á þessu hroðalega keppnistímabili. Sú er staðreyndin!
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Carragher, Aquilani (El Zhar 89. mín.), Gerrard, Benayoun (Pacheco 113. mín.), Mascherano (Degen 110. mín.), Leiva, Kuyt og Babel. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Ayala og Ngog.
Mörk Liverpool: Alberto Aquilani (44. mín.) og Yossi Benayoun (95. mín.).
Gul spjöld: Steven Gerrard, Alberto Aquilani, Jamie Carragher og Dirk Kuyt.
Atletico Madrid: De Gea, Antonio Lopez, Dominguez, Perea, Valera, Raul Garcia, Paulo Assuncao (Jurado 99. mín.), Simao, Forlan (Camacho 117. mín.), Aguero (Eduardo Salvio 120. mín.) og Reyes. Ónotaðir varamenn: Sergio Asenjo, Juanito, Ujfalusi, og Leandro Cabrera.
Mark Altetico Madrid: Diego Forlan (102. mín.).
Gul spjöld: Paulo Assuncao, Juan Valera, Diego Forlan og Alvaro Dominguez
Áhorfendur á Anfield Road: 42.040.
Það helsta: Liverpool og Atletico Madrid skildu samanlagt 2:2 en spænska liðið komst áfram á útimarki sínu. Aletico Madrid mætir Fulham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Maður leiksins: Yossi Benayoun. Ísraelsmaðurinn var geysilega duglegur. Hann lagði upp fyrra markið og skoraði svo markið sem virtist ætla að koma Liverpool áfram. Mjög góður leikur hjá Yossi.
Rafael Benítez: Mér fannst við vera betri en þeir langtímum saman en þetta gekk því miður ekki. Við vorum komnir í góða stöðu en það var svekkjandi að fá mark á sig. Það hefur allt gengið okkur í mót á þessu keppnistímabili en allir sáu að leikmennirnir lögðu sig alla fram og við getum verið stolt af þeim. Árangurinn á þessu keppnistímabili hefur ekki verið nógu góður.
Fróðleikur
- Alberto Aquilani skorað sitt annað mark á leiktíðinni.
- Yossi Benayoun skoraði níunda mark sitt á sparktíðinni.
- Steven Gerrard lék sinn 530. leik sinn með Liverpool. Hann hefur skorað 132 mörk.
- Liverpool var á spila í undanúrslitum í Evrópukeppni í 16. sinn. Það er Englandsmet.
- Liverpool féll úr leik í undanúrslitum í Evrópukeppni í fimmta sinn.
- Atletico Madrid og Fulham mætast í úrslitaleiknum í Hamborg.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan