| Sf. Gutt
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Það er komið að síðasta heimleik Liverpool á þessari hroðalegu leiktíð. Mörgum spurningum er enn ósvarað um málefni félagsins. Nær liðið að rífa sig upp eftir vonbrigðin á fimmtudagskvöldið? Nær liðið fjórða sætinu? Nær liðið yfirleitt Evrópusæti? Verður Chelsea Englandsmeistari? Verður Manchester United Englandsmeistari? Verða þeir George Gillett og Tom Hicks á Anfield á morgun?
Þá er það Rafael Benítez. Verður þetta síðasti leikurinn sem hann stjórnar Liverpool? Verður hann framkvæmdastjóri Liverpool á næsta keppnistímabili? Verður hann framkvæmdastjóri Juventus á næsta keppnistímabili? Hvað leikmenn Liverpool, ef einhverjir, spila sinn síðasta leik á Anfield á gegn Chelsea?
- Þetta er síðasti leikur Liverpool á Anfield Road á þessari leiktíð.
- Jose Reina hefur haldið 16 sinnum hreinu og hefur enginn markmaður gjört betur í efstu deild á þessari leiktíð.
- Jose Reina hefur einn manna spilað alla deildarleiki Liverpool á þessu keppnistímabili.
- Liverpool tapaði fyrri leik liðanna á Stamford Bridge.
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu fimm deildarleikjum sínum.
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu tíu deildarleikjum sínum á heimavelli.
- Chelsea hefur skorað 93 deildarmörk. Liðið hefur bara einu sinni skorað fleiri deildarmörk á einu keppnistímabili. Liðið skoraði 98 mörk 1960/61.
- Markahæsti leikmaður Liverpool Fernando Torres með 22 mörk.
Það er erfitt að segja til um hvernig þessi leikur fer því það er spurning um hvernig leikmenn Liverpool eru á sig komnir eftir að hafa spilað í framlengingu í Evrópudeildarundanúrslitaleiknum við Atletico Madrid á fimmtudaginn. Evrópukeppnin er úr sögunni og nú ekki að neinu að keppa nema að reyna að ná fjórða sætinu í Úrvalsdeildinni. Liðið hefur aðeins tapað tvívegis á heimavelli á leiktíðinni en nú er Fernando Torres ekki til taks í sókninni. Ég hef á tilfinningunni að Chelsea muni einhvrn vegin ná að herja fram sigur í þessu leik.
Úrskurður: Liverpool v Chelsea 1:2.
Þá er það Rafael Benítez. Verður þetta síðasti leikurinn sem hann stjórnar Liverpool? Verður hann framkvæmdastjóri Liverpool á næsta keppnistímabili? Verður hann framkvæmdastjóri Juventus á næsta keppnistímabili? Hvað leikmenn Liverpool, ef einhverjir, spila sinn síðasta leik á Anfield á gegn Chelsea?
Fróðleiksmolar:
- Þetta er síðasti leikur Liverpool á Anfield Road á þessari leiktíð.
- Jose Reina hefur haldið 16 sinnum hreinu og hefur enginn markmaður gjört betur í efstu deild á þessari leiktíð.
- Jose Reina hefur einn manna spilað alla deildarleiki Liverpool á þessu keppnistímabili.
- Liverpool tapaði fyrri leik liðanna á Stamford Bridge.
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu fimm deildarleikjum sínum.
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu tíu deildarleikjum sínum á heimavelli.
- Chelsea hefur skorað 93 deildarmörk. Liðið hefur bara einu sinni skorað fleiri deildarmörk á einu keppnistímabili. Liðið skoraði 98 mörk 1960/61.
- Markahæsti leikmaður Liverpool Fernando Torres með 22 mörk.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Chelsea
Liverpool v Chelsea
Það er erfitt að segja til um hvernig þessi leikur fer því það er spurning um hvernig leikmenn Liverpool eru á sig komnir eftir að hafa spilað í framlengingu í Evrópudeildarundanúrslitaleiknum við Atletico Madrid á fimmtudaginn. Evrópukeppnin er úr sögunni og nú ekki að neinu að keppa nema að reyna að ná fjórða sætinu í Úrvalsdeildinni. Liðið hefur aðeins tapað tvívegis á heimavelli á leiktíðinni en nú er Fernando Torres ekki til taks í sókninni. Ég hef á tilfinningunni að Chelsea muni einhvrn vegin ná að herja fram sigur í þessu leik.
Úrskurður: Liverpool v Chelsea 1:2.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan