| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ekkert gefið eftir!
Liverpool tekur á móti Chelsea á Anfield Road í dag. Leikmenn Liverpool voru örþreyttir í leikslok á fimmtudagskvöldið eftir að hafa fallið út úr Evrópudeildinni og nú þurfa þeir að reyna að rífa sig upp. Ekki er bara um þreytu að ræða hjá leikmönnum Liverpool því vonbrigðin voru gríðarleg eftir leikinn.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir ekkert annað koma til mála en að stefna á sigur í dag. Hann segir Liverpool þurfa sigur og barátta Chelsea við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn komi Liverpool ekkert við.
,,Við skuldum stuðningsmönnum okkar að enda keppnistímabilið með því að vinna tvo síðustu leikina. Ég veit að það hefur verið mikið fjallað um það í fjölmiðlum að við munum slaka á og gera Chelsea greiða. Það er ekki nokkur hætta á því."
,,Þegar maður spilar með Liverpool og er kominn í rauðu treyjuna leggur maður sig allan fram til að vinna. Ég skil alveg það sem stuðningsmenn okkar að hafa verið að ræða um fyrir leikinn því ég er líka venjulegur stuðningsmaður sjálfur. En við erum atvinnumenn sem höfum alist upp hjá Liverpool FC og þar hefur okkur verið innprentaður sigurvilji. Það þýðir að í hvert skipti sem maður fer út á völlinn, hvort sem um er að ræða æfingaleik eða leik í Meistaradeildinni, er markmiðið alltaf að vinna."
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir ekkert annað koma til mála en að stefna á sigur í dag. Hann segir Liverpool þurfa sigur og barátta Chelsea við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn komi Liverpool ekkert við.
,,Við skuldum stuðningsmönnum okkar að enda keppnistímabilið með því að vinna tvo síðustu leikina. Ég veit að það hefur verið mikið fjallað um það í fjölmiðlum að við munum slaka á og gera Chelsea greiða. Það er ekki nokkur hætta á því."
,,Þegar maður spilar með Liverpool og er kominn í rauðu treyjuna leggur maður sig allan fram til að vinna. Ég skil alveg það sem stuðningsmenn okkar að hafa verið að ræða um fyrir leikinn því ég er líka venjulegur stuðningsmaður sjálfur. En við erum atvinnumenn sem höfum alist upp hjá Liverpool FC og þar hefur okkur verið innprentaður sigurvilji. Það þýðir að í hvert skipti sem maður fer út á völlinn, hvort sem um er að ræða æfingaleik eða leik í Meistaradeildinni, er markmiðið alltaf að vinna."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan