| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tap gegn Chelsea
Möguleikar Liverpool á fjórða sæti deildarinnar eru endanlega úr sögunni eftir tap gegn Chelsea á Anfield. Úrslitin voru kannski mörgum Liverpool mönnum að skapi en frammistaðan var til háborinnar skammar.
Allt annað en sigur Chelsea manna hefði þýtt að Manchester United hefðu mögulega getað náð efsta sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina. Margir stuðningsmenn Liverpool voru því með blendnar tilfinningar áður en leikurinn hófst því fáir vildu gera nágrönnum sínum í Manchester greiða í titilbaráttunni.
Rafa Benítez gerði tvær breytingar á liðinu sem lék við Atletico Madrid á fimmtudeginum áður. Sotirios Kyrgiakos og Maxi Rodriguez komu inn í stað þeirra Glen Johnson, sem var meiddur og Ryan Babel, sem settist á bekkinn.
Á upphafsmínútunum benti fátt til annars en að heimamenn ætluðu að berjast fyrir sigri. Maxi Rodriguez vann hornspyrnu á þriðju mínútu og úr henni skallaði Dirk Kuyt framhjá markinu. Chelsea menn reyndu að ógna marki Pepe Reina með langskotum en þeir Florent Malouda og Frank Lampard varð ekki ágengt í þeim efnum. Nicolas Anelka bættist svo í hópinn og hann hitti þó á markið þó að skotið hafi ekki verið gott.
Alberto Aquilani átti svo fast skot að marki Petr Cech sem strauk þverslána og fór yfir markið. Glæsilegt skot hjá Ítalanum sem var í byrjunarliði í þriðja leiknum í röð. Aquilani komst svo inní vítateig vinstra megin stuttu síðar en þar gerði Ivanovic vel í vörninni og ekkert varð úr færinu.
Chelsea menn færðu sig uppá skaftið og virtust vera líklegri til að skora. Steven Gerrard, sem var aðeins skugginn af sjálfum sér í þessum leik, ætlaði að senda boltann til baka á Pepe Reina í markinu. Það vildi ekki betur til en svo að Didier Drogba komst inní sendinguna, lék á Reina og sendi boltann í autt markið. Mikill fögnuður braust út á meðal stuðningsmanna gestanna við þetta. Þeir hefðu svo getað skorað aftur stuttu síðar er sókn upp vinstri kantinn endaði með fyrirgjöf sem Anelka gerði sig líklegan til að setja í markið en Kyrgiakos náði að skjóta tánni í boltann og bægja hættunni frá.
Enn ein meiðslin dundu svo yfir leikmenn Liverpool á tímabilinu þegar Maxi þurfti að fara af leikvelli og inná í hans stað kom Ryan Babel. Það síðasta markverða sem gerðist í fyrri hálfleik var að Chelsea menn gerðu kröfu um að fá vítaspyrnu er Salomon Kalou braust inná vítateiginn. Lucas var á eftir honum og reyndi hvað hann gat til að snerta ekki Kalou. Einhver snerting virtist þó eiga sér stað því Kalou datt en í endursýningu mátti sjá að hann rakst í sjálfan sig og því var líklega rétt að dæma ekki víti.
Chelsea menn byrjuðu svo síðari hálfleikinn vel og eftir níu mínútur lá boltinn í markinu hjá Reina í annað sinn. Chelsea sóttu upp hægri kantinn og sending kom innfyrir vörnina á Nicolas Anelka sem var samsíða varnarmönnum Liverpool. Anelka sendi boltann fyrir markið þar sem Frank Lampard kom aðvífandi og sendi boltann milli fóta Reina í markið. Í endursýningu mátti berlega sjá að Jamie Carragher var haltrandi í vörninni og hann gat ekki elt Lampard í hlaupinu inn í vítateig. Það kom í hlut Yossi Benayoun en því miður náði hann ekki að afstýra marki. Carragher fór svo af velli meiddur og í hans stað kom Spánverjinn ungi, Daniel Ayala.
Ryan Babel fékk svo hálffæri eftir klukkutíma leik eftir mistök hjá John Terry en Alex náði að komast í boltann áður en Hollendingurinn skaut að marki.
Það voru svo Chelsea menn sem voru líklegri til að bæta við marki það sem eftir lifði leiks, en eini leikmaður Liverpool sem virtist nenna að sýna sitt rétta andlit, Pepe Reina, varði það sem á markið kom. Hann gerði vel er Nicolas Anelka komst í þröngt færi hægra megin á teignum og svo varði hann gott skot Malouda glæsilega í horn. Anelka átti svo fast skot að marki sem Reina varði vel og var svo eldsnöggur að grípa boltann á ný áður en Kalou náði til hans.
Þegar dómarinn flautaði svo til leiksloka fögnuðu Chelsea menn gríðarlega mikið því sigurinn þýddi að þeir eru með níu fingur á meistarabikarnum, sem þeir hafa ekki unnið síðan 2006. Leikmenn Liverpool röltu svo hring í kringum völlinn til að þakka stuðningsmönnum sínum fyrir tímabilið en allir sem félaginu tengjast minnast þess nú varla með gleði í hjarta. Tímabilið batt líka enda á samstarf félagsins og danska bjórframleiðandans Carlsberg en 18 ára farsælu samstarfi er nú lokið. Í tilefni af því og að Liverpool er vinaborg Sjanghæ í Kína, þar sem heimssýningin fer fram, var merki Carlsberg nú með kínverskum stöfum framan á búningum leikmanna.
Liverpool: Reina, Mascherano, Carragher (Ayala, 57. mín.), Kyrgiakos, Agger, Lucas, Gerrard, Benayoun, Rodriguez (Babel, 42. mín.), Aquilani (Ngog, 77. mín.), Kuyt. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Degen, El Zhar og Pacheco.
Gult spjald: Javier Mascherano.
Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, A. Cole, Ballack, Lampard, Malouda, Kalou (Zhirkov, 88. mín.), Anelka (J. Cole 90. mín.), Drogba. Ónotaðir varamenn: Hilario, Ferreira, Belletti, Deco og Sturridge.
Mörk Chelsea: Didier Drogba (33. mín.) og Frank Lampard (54. mín.).
Gul spjöld: Florent Malouda og Michael Ballack.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.375.
Maður leiksins: Pepe Reina, hann var sá eini sem virtist vilja hafa fyrir því að spila þennan leik og það mátti þakka honum fyrir að sigur gestanna var ekki stærri. Reina er klárlega maður tímabilsins hjá Liverpool.
Rafael Benítez: ,,Við nálguðumst leikinn með sigur í huga. Við erum vonsviknir því þetta var jafn leikur fram að fyrsta markinu. Eftir það breyttist allt. Við þurftum þá að sækja og hraði þeirra var okkur erfiður þegar við þurftum að verjast. Við lentum líka í vandræðum með Maxi og Carra vegna meiðsla en það er saga tímabilsins. Svo fengum við á okkur mark númer tvö og þegar það gerist gegn Chelsea er leikurinn oftar en ekki búinn."
- Þetta var síðasti leikur Liverpool á Anfield Road á þessari leiktíð.
- Jose Reina hefur haldið 16 sinnum hreinu og hefur enginn markmaður gjört betur í efstu deild á þessari leiktíð. Hann hélt því miður ekki hreinu að þessu sinni.
- Jose Reina hefur einn manna spilað alla deildarleiki Liverpool á þessu keppnistímabili.
- Liverpool tapaði fyrri leik liðanna á Stamford Bridge.
- Liverpool hafði ekki tapað í síðustu fimm deildarleikjum sínum.
- Liverpool hafði ekki tapað í síðustu tíu deildarleikjum sínum á heimavelli.
- Chelsea hafa skorað 95 deildarmörk. Liðið hefur bara einu sinni skorað fleiri deildarmörk á einu keppnistímabili. Liðið skoraði 98 mörk 1960/61.
- Markahæsti leikmaður Liverpool Fernando Torres með 22 mörk.
- Gjöf Steven Gerrard varð til þess að Didier Drogba er nú jafn Wayne Rooney í baráttunni um markakóngstitilinn í ensku Úrvalsdeildinni.
Hér má sjá myndir úr leiknum á heimasíðu Liverpool FC.
Allt annað en sigur Chelsea manna hefði þýtt að Manchester United hefðu mögulega getað náð efsta sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina. Margir stuðningsmenn Liverpool voru því með blendnar tilfinningar áður en leikurinn hófst því fáir vildu gera nágrönnum sínum í Manchester greiða í titilbaráttunni.
Rafa Benítez gerði tvær breytingar á liðinu sem lék við Atletico Madrid á fimmtudeginum áður. Sotirios Kyrgiakos og Maxi Rodriguez komu inn í stað þeirra Glen Johnson, sem var meiddur og Ryan Babel, sem settist á bekkinn.
Á upphafsmínútunum benti fátt til annars en að heimamenn ætluðu að berjast fyrir sigri. Maxi Rodriguez vann hornspyrnu á þriðju mínútu og úr henni skallaði Dirk Kuyt framhjá markinu. Chelsea menn reyndu að ógna marki Pepe Reina með langskotum en þeir Florent Malouda og Frank Lampard varð ekki ágengt í þeim efnum. Nicolas Anelka bættist svo í hópinn og hann hitti þó á markið þó að skotið hafi ekki verið gott.
Alberto Aquilani átti svo fast skot að marki Petr Cech sem strauk þverslána og fór yfir markið. Glæsilegt skot hjá Ítalanum sem var í byrjunarliði í þriðja leiknum í röð. Aquilani komst svo inní vítateig vinstra megin stuttu síðar en þar gerði Ivanovic vel í vörninni og ekkert varð úr færinu.
Chelsea menn færðu sig uppá skaftið og virtust vera líklegri til að skora. Steven Gerrard, sem var aðeins skugginn af sjálfum sér í þessum leik, ætlaði að senda boltann til baka á Pepe Reina í markinu. Það vildi ekki betur til en svo að Didier Drogba komst inní sendinguna, lék á Reina og sendi boltann í autt markið. Mikill fögnuður braust út á meðal stuðningsmanna gestanna við þetta. Þeir hefðu svo getað skorað aftur stuttu síðar er sókn upp vinstri kantinn endaði með fyrirgjöf sem Anelka gerði sig líklegan til að setja í markið en Kyrgiakos náði að skjóta tánni í boltann og bægja hættunni frá.
Enn ein meiðslin dundu svo yfir leikmenn Liverpool á tímabilinu þegar Maxi þurfti að fara af leikvelli og inná í hans stað kom Ryan Babel. Það síðasta markverða sem gerðist í fyrri hálfleik var að Chelsea menn gerðu kröfu um að fá vítaspyrnu er Salomon Kalou braust inná vítateiginn. Lucas var á eftir honum og reyndi hvað hann gat til að snerta ekki Kalou. Einhver snerting virtist þó eiga sér stað því Kalou datt en í endursýningu mátti sjá að hann rakst í sjálfan sig og því var líklega rétt að dæma ekki víti.
Chelsea menn byrjuðu svo síðari hálfleikinn vel og eftir níu mínútur lá boltinn í markinu hjá Reina í annað sinn. Chelsea sóttu upp hægri kantinn og sending kom innfyrir vörnina á Nicolas Anelka sem var samsíða varnarmönnum Liverpool. Anelka sendi boltann fyrir markið þar sem Frank Lampard kom aðvífandi og sendi boltann milli fóta Reina í markið. Í endursýningu mátti berlega sjá að Jamie Carragher var haltrandi í vörninni og hann gat ekki elt Lampard í hlaupinu inn í vítateig. Það kom í hlut Yossi Benayoun en því miður náði hann ekki að afstýra marki. Carragher fór svo af velli meiddur og í hans stað kom Spánverjinn ungi, Daniel Ayala.
Ryan Babel fékk svo hálffæri eftir klukkutíma leik eftir mistök hjá John Terry en Alex náði að komast í boltann áður en Hollendingurinn skaut að marki.
Það voru svo Chelsea menn sem voru líklegri til að bæta við marki það sem eftir lifði leiks, en eini leikmaður Liverpool sem virtist nenna að sýna sitt rétta andlit, Pepe Reina, varði það sem á markið kom. Hann gerði vel er Nicolas Anelka komst í þröngt færi hægra megin á teignum og svo varði hann gott skot Malouda glæsilega í horn. Anelka átti svo fast skot að marki sem Reina varði vel og var svo eldsnöggur að grípa boltann á ný áður en Kalou náði til hans.
Þegar dómarinn flautaði svo til leiksloka fögnuðu Chelsea menn gríðarlega mikið því sigurinn þýddi að þeir eru með níu fingur á meistarabikarnum, sem þeir hafa ekki unnið síðan 2006. Leikmenn Liverpool röltu svo hring í kringum völlinn til að þakka stuðningsmönnum sínum fyrir tímabilið en allir sem félaginu tengjast minnast þess nú varla með gleði í hjarta. Tímabilið batt líka enda á samstarf félagsins og danska bjórframleiðandans Carlsberg en 18 ára farsælu samstarfi er nú lokið. Í tilefni af því og að Liverpool er vinaborg Sjanghæ í Kína, þar sem heimssýningin fer fram, var merki Carlsberg nú með kínverskum stöfum framan á búningum leikmanna.
Liverpool: Reina, Mascherano, Carragher (Ayala, 57. mín.), Kyrgiakos, Agger, Lucas, Gerrard, Benayoun, Rodriguez (Babel, 42. mín.), Aquilani (Ngog, 77. mín.), Kuyt. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Degen, El Zhar og Pacheco.
Gult spjald: Javier Mascherano.
Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, A. Cole, Ballack, Lampard, Malouda, Kalou (Zhirkov, 88. mín.), Anelka (J. Cole 90. mín.), Drogba. Ónotaðir varamenn: Hilario, Ferreira, Belletti, Deco og Sturridge.
Mörk Chelsea: Didier Drogba (33. mín.) og Frank Lampard (54. mín.).
Gul spjöld: Florent Malouda og Michael Ballack.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.375.
Maður leiksins: Pepe Reina, hann var sá eini sem virtist vilja hafa fyrir því að spila þennan leik og það mátti þakka honum fyrir að sigur gestanna var ekki stærri. Reina er klárlega maður tímabilsins hjá Liverpool.
Rafael Benítez: ,,Við nálguðumst leikinn með sigur í huga. Við erum vonsviknir því þetta var jafn leikur fram að fyrsta markinu. Eftir það breyttist allt. Við þurftum þá að sækja og hraði þeirra var okkur erfiður þegar við þurftum að verjast. Við lentum líka í vandræðum með Maxi og Carra vegna meiðsla en það er saga tímabilsins. Svo fengum við á okkur mark númer tvö og þegar það gerist gegn Chelsea er leikurinn oftar en ekki búinn."
Fróðleikur:
- Þetta var síðasti leikur Liverpool á Anfield Road á þessari leiktíð.
- Jose Reina hefur haldið 16 sinnum hreinu og hefur enginn markmaður gjört betur í efstu deild á þessari leiktíð. Hann hélt því miður ekki hreinu að þessu sinni.
- Jose Reina hefur einn manna spilað alla deildarleiki Liverpool á þessu keppnistímabili.
- Liverpool tapaði fyrri leik liðanna á Stamford Bridge.
- Liverpool hafði ekki tapað í síðustu fimm deildarleikjum sínum.
- Liverpool hafði ekki tapað í síðustu tíu deildarleikjum sínum á heimavelli.
- Chelsea hafa skorað 95 deildarmörk. Liðið hefur bara einu sinni skorað fleiri deildarmörk á einu keppnistímabili. Liðið skoraði 98 mörk 1960/61.
- Markahæsti leikmaður Liverpool Fernando Torres með 22 mörk.
- Gjöf Steven Gerrard varð til þess að Didier Drogba er nú jafn Wayne Rooney í baráttunni um markakóngstitilinn í ensku Úrvalsdeildinni.
Hér má sjá myndir úr leiknum á heimasíðu Liverpool FC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan