| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Síðasta umferðin í ensku Úrvalsdeildinni verður leikin sunnudaginn og heimsækja Liverpool menn Hull City heim. Hull eru fallnir úr ensku Úrvalsdeildinni eftir tveggja ára veru þar.
Flestir stuðningsmenn Liverpool geta varla beðið eftir því að þetta tímabil klárist svo hægt verði að líta fram á veginn. Enn er þó allt í óvissu með það hvort Rafael Benítez verði áfram stjóri og hvort einhverjir peningar verði tiltækir til leikmannakaupa í sumar, og þá án þess að selja þurfi leikmenn á móti.
Leikmenn beggja liða vilja líklega njóta dagsins og það er óskandi að liðin bjóði uppá skemmtilegan fótbolta svona í lokaleik tímabilsins.
- Fyrri leikur liðanna á leiktíðinni fór 6-1 fyrir Liverpool þar sem Fernando Torres skoraði þrennu, Steven Gerrard skoraði eitt mark og Ryan Babel tvö.
- Hull sitja í 18. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 37 leiki.
- Liverpool sitja í 7. sæti deildarinnar með 62 stig eftir 37 leiki.
- Ef Dirk Kuyt spilar leikinn mun það verða leikur númer 200 hjá honum fyrir félagið.
- Rafa Benítez stjórnar liðinu í 350. skiptið.
- Hvernig sem fer þá verður þetta lélegasti árangur Rafa Benítez með liðið í ensku Úrvalsdeildinni þar sem aðeins er möguleiki á því að komast upp í sjötta sætið.
- Fram að þessu var versti árangur Benítez í deildinni 5. sæti tímabilið 04-05, hans fyrsta tímabil með liðið.
- Markahæsti leikmaður Liverpool í deildinni er sem fyrr Fernando Torres með 18 mörk.
- Markahæsti leikmaður Hull í deildinni er Stephen Hunt með 6 mörk.
- Hull hafa aðeins unnið sex leiki í deildinni á tímabilinu.
Þetta gæti verið síðasti leikur Rafa Benítez með Liverpool. Mér finnst svo sannarlega kominn tími á stjóraskipti. Hann hefur verið hjá félaginu í sex ár en liðið er ekki betra, ef ekki bara verra, en liðið sem hann erfði frá Gerard Houllier.
Á meðan eru Hull að búa sig undir að skera niður kostnað eftir að hafa fallið úr Úrvalsdeildinni og ég held að þeir kveðji deildina með tapi.
Úrskurður: Hull City v Liverpool 1:2.
Flestir stuðningsmenn Liverpool geta varla beðið eftir því að þetta tímabil klárist svo hægt verði að líta fram á veginn. Enn er þó allt í óvissu með það hvort Rafael Benítez verði áfram stjóri og hvort einhverjir peningar verði tiltækir til leikmannakaupa í sumar, og þá án þess að selja þurfi leikmenn á móti.
Leikmenn beggja liða vilja líklega njóta dagsins og það er óskandi að liðin bjóði uppá skemmtilegan fótbolta svona í lokaleik tímabilsins.
Fróðleiksmolar:
- Fyrri leikur liðanna á leiktíðinni fór 6-1 fyrir Liverpool þar sem Fernando Torres skoraði þrennu, Steven Gerrard skoraði eitt mark og Ryan Babel tvö.
- Hull sitja í 18. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 37 leiki.
- Liverpool sitja í 7. sæti deildarinnar með 62 stig eftir 37 leiki.
- Ef Dirk Kuyt spilar leikinn mun það verða leikur númer 200 hjá honum fyrir félagið.
- Rafa Benítez stjórnar liðinu í 350. skiptið.
- Hvernig sem fer þá verður þetta lélegasti árangur Rafa Benítez með liðið í ensku Úrvalsdeildinni þar sem aðeins er möguleiki á því að komast upp í sjötta sætið.
- Fram að þessu var versti árangur Benítez í deildinni 5. sæti tímabilið 04-05, hans fyrsta tímabil með liðið.
- Markahæsti leikmaður Liverpool í deildinni er sem fyrr Fernando Torres með 18 mörk.
- Markahæsti leikmaður Hull í deildinni er Stephen Hunt með 6 mörk.
- Hull hafa aðeins unnið sex leiki í deildinni á tímabilinu.
Spá Mark Lawrenson
Hull City v Liverpool
Hull City v Liverpool
Þetta gæti verið síðasti leikur Rafa Benítez með Liverpool. Mér finnst svo sannarlega kominn tími á stjóraskipti. Hann hefur verið hjá félaginu í sex ár en liðið er ekki betra, ef ekki bara verra, en liðið sem hann erfði frá Gerard Houllier.
Á meðan eru Hull að búa sig undir að skera niður kostnað eftir að hafa fallið úr Úrvalsdeildinni og ég held að þeir kveðji deildina með tapi.
Úrskurður: Hull City v Liverpool 1:2.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan