| Sf. Gutt

Yossi á leið til Chelsea?

Fjölmargir fjölmiðlar greina frá því að Yossi Benayoun muni fljótlega ganga til liðs við Englands- og bikarmeistara Chelsea. Ísraelsmaðurinn mun gjarnan vilja fara þangað sjálfur. Hann þekkir vel til í Lundúnum en þar lék hann með West Ham United áður en Liverpool keypti hann þaðan sumarið 2007.
 
Samkvæmt fréttunum þá hefur Yossi samþykkt tilboð Chelsea um samning sem á að gilda í fjögur ár. Sá hængur er þó á, frá sjónarhóli Yossi, að forráðamenn Liverpool og Chelsea greinir töluvert á um hvað á að borga fyrir kappann. Í frétt, á vefsíðu Guardian, segir að Chelsea vilji borga um fjórir milljónir punda en Liverpool á að vilja nær tíu milljónum fyrir sinn snúð.

Hvað svo sem verður úr samningaviðræðum um kaupverð þá verður að telja líklegt að Yossi Benayoun muni yfirgefa Liverpool núna síðar í sumar.






TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan