| Sf. Gutt

Yossi fer þakklátur

Yossi Benayoun hefur nú, eins og fram hefur komið, gert samnig við Englands- og bikarmeistara Chelsea. Svo merkilega vildi til að síðasti leikur hans með Liverpool var gegn Chelsea núna í vor. Lundúnaliðið vann mikilvægan sigur 0:2 á Anfield í þeim leik og vann svo Englandsmeistaratitilinn helgina eftir.

Yossi Benayoun er nú á braut. Hann segist skilja þakklátur og sáttur við Liverpool.

,,Ég vissi á síðasta heimaleiknum að hann yrði sá síðasti sem ég myndi leika með Liverpool. Ég reyndi mitt besta í leiknum en Chelsea liðið var sterkt."

,,Ég fékk tilboð frá nokkrum félögum en þegar Chelsea falaðist eftir mér var enginn efi í huga mínum hvert ég ætti að fara og ég er ánægður með að samningar náðust. Ég er að yfirgefa frábært félag og ég naut þess virkilega að vera hjá Liverpool. Ég stend líka í mikilli þakkarskuld við félagið."

Yossi vann því miður engan titil með Liverpool en hann gæti unnið titil í fyrsta leik sínum með Chelsea þegar nýja liðið hans mætir Manchester United í Skjaldarleiknum snemma í ágúst. Við óskum Yossi góðs gengis!



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan