| Sf. Gutt
TIL BAKA
Snýr Sami heim?
Ein tilgátan sem sett hefur verið fram í sambandi við fyrirætlanir Roy Hodgson er sú að hann hafi hug á að fá Sami Hyypia heim til Liverpool að nýju. Sami yfirgaf Liverpool fyrir rúmu ári og gekk til liðs við Bayer Leverkusen. Finnski höfðinginn stóð sig þar með miklum sóma í vetur.
Tilgátan um endurkomu Sami gengur út á það að Roy Hodgson vilji fá hann til liðs við Liverpool sem spilandi þjálfara. Sami sagði þegar hann yfirgaf Liverpool að hann gæti vel hugsað sér að koma aftur til Liverpool yrði það í boði. Rafael Benítez hafði líka hug á að fá Sami til baka þegar hann væri hættur að spila knattspyrnu.
Roy Hodgson þekkir Sami Hyypia mjög vel frá því hann var landsliðsþjálfari Finnlands. Sami var auðvitað fastamaður í landsliðinu þegar Roy þjálfaði það og fór fyrir liðinu sem fyrirliði.
Sami Hyypia lék í áratug með Liverpool og átti glæstan feril á Anfield. En hver veit? Kannski er sá finnski ekki búinn að segja sitt síðasta orð með Liverpool!
Tilgátan um endurkomu Sami gengur út á það að Roy Hodgson vilji fá hann til liðs við Liverpool sem spilandi þjálfara. Sami sagði þegar hann yfirgaf Liverpool að hann gæti vel hugsað sér að koma aftur til Liverpool yrði það í boði. Rafael Benítez hafði líka hug á að fá Sami til baka þegar hann væri hættur að spila knattspyrnu.
Roy Hodgson þekkir Sami Hyypia mjög vel frá því hann var landsliðsþjálfari Finnlands. Sami var auðvitað fastamaður í landsliðinu þegar Roy þjálfaði það og fór fyrir liðinu sem fyrirliði.
Sami Hyypia lék í áratug með Liverpool og átti glæstan feril á Anfield. En hver veit? Kannski er sá finnski ekki búinn að segja sitt síðasta orð með Liverpool!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan