| Sf. Gutt
All nokkrir fjölmiðlar í Bretaveldi telja sig hafa heimildir fyrir því að forráðamenn Liverpool séu að reyna að fá Peter Crouch aftur! Roy Hodgson hefur sagst hafa áhuga á að fá einn sóknarmann til liðs við Liverpool áður en lokað verður fyrir félagskipti og risinn á að vera í sigtinu.
Reyndar er alls ekki ólíklegt að Peter geti hugsað sér að koma aftur til Liverpool en hann var vinsæll þar og gekk vel. Eftir að hann fór frá Liverpool hefur hann sagt frá því að sér þyki enn vænt um félagið.
Samkvæmt fréttum er mögulegt að Tottenham vilji selja Peter og hefur verið nefnt að mögulegt kaupverð gæti verið tíu milljónir sterlingspunda.
Rafael Benítez keypti Peter frá Southampton sumarið 2005 en seldi hann svo til Portsmouth þremur árum seinna. Peter, sem vann F.A. bikarinn og Skjöldinn 2006, lék 134 með Liverpool og skoraði 42 mörk.
TIL BAKA
Kemur Peter aftur til Liverpool?

Reyndar er alls ekki ólíklegt að Peter geti hugsað sér að koma aftur til Liverpool en hann var vinsæll þar og gekk vel. Eftir að hann fór frá Liverpool hefur hann sagt frá því að sér þyki enn vænt um félagið.
Samkvæmt fréttum er mögulegt að Tottenham vilji selja Peter og hefur verið nefnt að mögulegt kaupverð gæti verið tíu milljónir sterlingspunda.
Rafael Benítez keypti Peter frá Southampton sumarið 2005 en seldi hann svo til Portsmouth þremur árum seinna. Peter, sem vann F.A. bikarinn og Skjöldinn 2006, lék 134 með Liverpool og skoraði 42 mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan