| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Langt á eftir þremur bestu
Roy Hodgson sagði á blaðamannafundi í gær að Liverpool stæði Chelsea, Arsenal og Manchester United enn talsvert að baki.
Liverpool fær erfiða andstæðinga strax í fyrstu umferð, en fyrsti leikur liðsins á leiktíðinni er gegn Arsenal á morgun. Næsti leikur þar á eftir er síðan gegn Manchester City þannig að varla er hægt að hugsa sér erfiðari byrjun á nýju tímabili með nýtt lið. Hodgson segist þó hvergi banginn.
,,Þetta er erfitt start, það er ekkert launungarmál, en það er alveg ljóst að við sleppum ekkert við að mæta þessum liðum og því ekki bara að gera það strax? Svona er Úrvalsdeildin. Það er pressa á þér allan tímann. Mér líkar það ágætlega."
,,Ég hef fundið fyrir þessari pressu seinustu 35 ár. Síðan 1. janúar 1976. Það er hluti af starfinu. Þegar sá dagur rennur upp að ég finn ekki fyrir pressunni þá pakka ég saman og hætti."
Blaðamenn á fundinum voru mjög uppteknir af því að leiktíðin sem hefst í dag væri ein sú mikilvægasta í sögu Liverpool. Hodgson gerði lítið úr því.
,,Á hverjum degi þegar ég kem hingað blasir við mér ártalið 1892. Eftir tvö ár verður félagið 120 ára. Þið getið slegið því upp í fyrirsögnum að leiktíðin sem við erum að sigla inn í sé sú mikilvægasta, ég skil vel að þið viljið flottar fyrirsagnir, en ég mun ekki taka þátt í slíkum vangaveltum. Þetta félag hefur á 118 ára sögu sinni spilað marga mikilvæga leiki og unnið marga mikilvæga titla. Í framtíðinni munu margir leikir vinnast og margir mikilvægir titlar vinnast."
Það er óhætt að segja að Hodgson hafi haft í nógu að snúast þær sex vikur sem hann hefur verið við stjórn hjá Liverpool. Hans fyrsta verk var að sannfæra lykilmenn um að vera áfram hjá félaginu og þar að auki hefur honum tekist að krækja í nokkra nýja menn. Aðspurður hvernig honum líki lífið á Anfield segist hann sæll og glaður.
,,Ég væri ruglaður ef ég væri ekki ánægður hér. Hér er frábær aðstaða og frábært starfsfólk. Svo er ég að vinna með toppleikmönnum umkringdur bestu stuðningsmönnum sem fyrirfinnast í veröldinni. Það er ekki hægt annað en að vera ánægður á þessum stað."
,,Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég alls staðar ánægður. Mér hefur líkað lífið vel hjá öllum liðum sem ég hef starfað með. Mér hefur verið tekið mjög vel hérna og ég er virkilega ánægður að fá að takast á við að koma þessu fornfræga félagi á réttan stall. Það er mjög jákvætt að toppleikmenn, sem upplifðu mikil vonbrigði á síðasta tímabili skuli vera tilbúnir til að vera áfram hjá liðinu. Eins er afar jákvætt að okkur hafi tekist að fá til okkar nokkra sterka leikmenn."
Hodgson hefur einungis fengið 7 æfingar með allan leikmannahópinn, en hluti hópsins fékk sem kunnugt er lengra sumarfrí vegna þátttöku sinnar í HM. Hodgson viðurkennir að liðið sé ekki nægilega samstillt ennþá og að það muni taka tíma að stilla saman strengina.
,,Við erum á fullu að reyna að slípa hópinn saman þannig að úr verði lið en ekki bara hópur af hæfileikaríkum fótboltamönnum. Það leggja allir hart að sér, en þetta tekur tíma."
,,Það er alveg klárt mál að við eigum langt í land með að ná Chelsea, Arsenal og Manchester United. Chelsea hefur verið með sama stjórann í heilt ár og Arsenal og Manchester með sama stjórann í árafjöld. Það er ólíku saman að jafna. Ég læt mér ekki detta í hug að lið sem ég hef unnið með á sex eða sjö æfingum sé eitthvað í líkingu við það lið sem ég vonast til að verði úr því. Fótbolti er vinna. Maður reynir að bæta sig á hverjum degi, hverri viku, hverjum mánuði. Þannig nær mðaur árangri."
Í framhaldi af þessari tilraun Roy til að draga úr væntingum til liðsins fyrir komandi leiktíð lék blaðamönnum forvitni á að vita hvert markmið hans og liðsins væri fyrir leiktíðina.
,,Ég hef ekki lagt það í vana minn að spá fyrir um það hvað lið mín munu gera, hvar þau munu enda o.s.frv. Það eina sem ég legg áherslu á er að allir geri sitt besta. Það er algjört skilyrði. Ég verð mjög vonsvikinn ef stuðningsmennirnir geta sagt í lok leiktíðar að liðið hafi ekki lagt nægilega hart að sér og ekki gert sitt besta."
,,Við erum stórlið og innan liðsins eru margir mjög hæfileikaríkir leikmenn. Ef okkur tekst að vinna vel úr því sem við höfum þá ættum við að geta átt gott tímabil. Ég ætla ekki að koma með neinar yfirlýsingar um hverju við áorkum, eða hvernig við förum að því. Markmiðið er að allir vinni saman og allir geri sitt besta. Síðan sjáum við til hverju það skilar okkur."
Liverpool fær erfiða andstæðinga strax í fyrstu umferð, en fyrsti leikur liðsins á leiktíðinni er gegn Arsenal á morgun. Næsti leikur þar á eftir er síðan gegn Manchester City þannig að varla er hægt að hugsa sér erfiðari byrjun á nýju tímabili með nýtt lið. Hodgson segist þó hvergi banginn.
,,Þetta er erfitt start, það er ekkert launungarmál, en það er alveg ljóst að við sleppum ekkert við að mæta þessum liðum og því ekki bara að gera það strax? Svona er Úrvalsdeildin. Það er pressa á þér allan tímann. Mér líkar það ágætlega."
,,Ég hef fundið fyrir þessari pressu seinustu 35 ár. Síðan 1. janúar 1976. Það er hluti af starfinu. Þegar sá dagur rennur upp að ég finn ekki fyrir pressunni þá pakka ég saman og hætti."
Blaðamenn á fundinum voru mjög uppteknir af því að leiktíðin sem hefst í dag væri ein sú mikilvægasta í sögu Liverpool. Hodgson gerði lítið úr því.
,,Á hverjum degi þegar ég kem hingað blasir við mér ártalið 1892. Eftir tvö ár verður félagið 120 ára. Þið getið slegið því upp í fyrirsögnum að leiktíðin sem við erum að sigla inn í sé sú mikilvægasta, ég skil vel að þið viljið flottar fyrirsagnir, en ég mun ekki taka þátt í slíkum vangaveltum. Þetta félag hefur á 118 ára sögu sinni spilað marga mikilvæga leiki og unnið marga mikilvæga titla. Í framtíðinni munu margir leikir vinnast og margir mikilvægir titlar vinnast."
Það er óhætt að segja að Hodgson hafi haft í nógu að snúast þær sex vikur sem hann hefur verið við stjórn hjá Liverpool. Hans fyrsta verk var að sannfæra lykilmenn um að vera áfram hjá félaginu og þar að auki hefur honum tekist að krækja í nokkra nýja menn. Aðspurður hvernig honum líki lífið á Anfield segist hann sæll og glaður.
,,Ég væri ruglaður ef ég væri ekki ánægður hér. Hér er frábær aðstaða og frábært starfsfólk. Svo er ég að vinna með toppleikmönnum umkringdur bestu stuðningsmönnum sem fyrirfinnast í veröldinni. Það er ekki hægt annað en að vera ánægður á þessum stað."
,,Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég alls staðar ánægður. Mér hefur líkað lífið vel hjá öllum liðum sem ég hef starfað með. Mér hefur verið tekið mjög vel hérna og ég er virkilega ánægður að fá að takast á við að koma þessu fornfræga félagi á réttan stall. Það er mjög jákvætt að toppleikmenn, sem upplifðu mikil vonbrigði á síðasta tímabili skuli vera tilbúnir til að vera áfram hjá liðinu. Eins er afar jákvætt að okkur hafi tekist að fá til okkar nokkra sterka leikmenn."
Hodgson hefur einungis fengið 7 æfingar með allan leikmannahópinn, en hluti hópsins fékk sem kunnugt er lengra sumarfrí vegna þátttöku sinnar í HM. Hodgson viðurkennir að liðið sé ekki nægilega samstillt ennþá og að það muni taka tíma að stilla saman strengina.
,,Við erum á fullu að reyna að slípa hópinn saman þannig að úr verði lið en ekki bara hópur af hæfileikaríkum fótboltamönnum. Það leggja allir hart að sér, en þetta tekur tíma."
,,Það er alveg klárt mál að við eigum langt í land með að ná Chelsea, Arsenal og Manchester United. Chelsea hefur verið með sama stjórann í heilt ár og Arsenal og Manchester með sama stjórann í árafjöld. Það er ólíku saman að jafna. Ég læt mér ekki detta í hug að lið sem ég hef unnið með á sex eða sjö æfingum sé eitthvað í líkingu við það lið sem ég vonast til að verði úr því. Fótbolti er vinna. Maður reynir að bæta sig á hverjum degi, hverri viku, hverjum mánuði. Þannig nær mðaur árangri."
Í framhaldi af þessari tilraun Roy til að draga úr væntingum til liðsins fyrir komandi leiktíð lék blaðamönnum forvitni á að vita hvert markmið hans og liðsins væri fyrir leiktíðina.
,,Ég hef ekki lagt það í vana minn að spá fyrir um það hvað lið mín munu gera, hvar þau munu enda o.s.frv. Það eina sem ég legg áherslu á er að allir geri sitt besta. Það er algjört skilyrði. Ég verð mjög vonsvikinn ef stuðningsmennirnir geta sagt í lok leiktíðar að liðið hafi ekki lagt nægilega hart að sér og ekki gert sitt besta."
,,Við erum stórlið og innan liðsins eru margir mjög hæfileikaríkir leikmenn. Ef okkur tekst að vinna vel úr því sem við höfum þá ættum við að geta átt gott tímabil. Ég ætla ekki að koma með neinar yfirlýsingar um hverju við áorkum, eða hvernig við förum að því. Markmiðið er að allir vinni saman og allir geri sitt besta. Síðan sjáum við til hverju það skilar okkur."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan