| Sf. Gutt
Liverpool leikur sinn fyrsta deildarleik á leiktíðinni í dag þegar Arsenal kemur í heimsókn á Anfield Road. Steven Gerrard er tilbúinn í slaginn og það með Liverpool! Um tíma í sumar töldu margir að Steven myndi tilkynna um brottför sína frá Liverpool eftir Heimsmeistarakeppnina en þess í stað treysti hann hollustu sína við félagið.
,,Það gefst enginn tími til að slaka á hjá Liverpool Football Club. Það eru gerðar kröfur um að liðið vinni hvern einasta leik og hver og einn spili eins vel og mögulegt er í hvert skipti sem farið er í rauðu treyjuna. Það er mikil jákvæðni hérna núna og forráðamenn félagsins eiga hrós skilið. Þeir hafa gert miklar breytingar á starfsliði og leikmannahópnum. Slíkt þarf einfaldlega stundum að gera. Breytingar skila sér í ferskum anda á svæðinu og fólk er með bros á vör. Ég er mjög ánægður með að það er jákvæðni ríkjandi núna þegar leiktíðin er að hefjast og ég hef trú á að liðinu geti gengið vel."
Steven Gerrard var, líkt og flestir lykilmenn Liverpool, langt frá sínu besta á síðasta keppnistímabili og því fór sem fór. Hann er staðráðinn í að spila betur á þessari sparktíð.
,,Síðasta keppnistímabil var eitt að af þessum löngu leiktíðum sem maður gat ekki beðið eftir að enduðu. Við komumst ekki í neinn úrslitaleik, við áttum ekki möguleika í deildinni og margir hengdu haus. En staðan núna sýnir hvað hlutirnir geta verið fljótir að breytast. Ég var sjálfur mjög óánægður með hvernig ég stóð mig á síðasta keppnistímabili og ég er ákveðinn að bæta úr því."
Liverpool og Arsenal mætast í dag í fyrstu umferð Úrvalsdeildarinnar. Steven segir bæði lið eiga erfiðan leik fyrir höndum.
,,Þetta er þvílíkur byrjunarleikur. Hann verður erfiður en með sigri getum við gefið tóninn. Við eigum örugglega ekki eftir að ná okkar besta strax en Arsenal á eftir að þurfa að hafa fyrir hlutunum."
TIL BAKA
Stevie tilbúinn í slaginn!

,,Það gefst enginn tími til að slaka á hjá Liverpool Football Club. Það eru gerðar kröfur um að liðið vinni hvern einasta leik og hver og einn spili eins vel og mögulegt er í hvert skipti sem farið er í rauðu treyjuna. Það er mikil jákvæðni hérna núna og forráðamenn félagsins eiga hrós skilið. Þeir hafa gert miklar breytingar á starfsliði og leikmannahópnum. Slíkt þarf einfaldlega stundum að gera. Breytingar skila sér í ferskum anda á svæðinu og fólk er með bros á vör. Ég er mjög ánægður með að það er jákvæðni ríkjandi núna þegar leiktíðin er að hefjast og ég hef trú á að liðinu geti gengið vel."
Steven Gerrard var, líkt og flestir lykilmenn Liverpool, langt frá sínu besta á síðasta keppnistímabili og því fór sem fór. Hann er staðráðinn í að spila betur á þessari sparktíð.
,,Síðasta keppnistímabil var eitt að af þessum löngu leiktíðum sem maður gat ekki beðið eftir að enduðu. Við komumst ekki í neinn úrslitaleik, við áttum ekki möguleika í deildinni og margir hengdu haus. En staðan núna sýnir hvað hlutirnir geta verið fljótir að breytast. Ég var sjálfur mjög óánægður með hvernig ég stóð mig á síðasta keppnistímabili og ég er ákveðinn að bæta úr því."
Liverpool og Arsenal mætast í dag í fyrstu umferð Úrvalsdeildarinnar. Steven segir bæði lið eiga erfiðan leik fyrir höndum.
,,Þetta er þvílíkur byrjunarleikur. Hann verður erfiður en með sigri getum við gefið tóninn. Við eigum örugglega ekki eftir að ná okkar besta strax en Arsenal á eftir að þurfa að hafa fyrir hlutunum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan