| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Liverpool íhugar að áfrýja rauða spjaldinu
Roy Hodgson segir að Liverpool muni íhuga alvarlega að freista þess að
fá rauða spjaldið sem Joe Cole fékk í leiknum gegn Arsenal í dag ógilt.
Joe Cole fékk að margra mati heldur ósanngjarnt rautt spjald í lok fyrri hálfleiks í leiknum í dag, eftir brot á Laurent Koscielny miðverði Arsenal. Roy Hodgson segist vera búinn að fara yfir atvikið á myndbandi og telur að það séu góðar líkur á því að hægt sé að fá spjaldið ógilt. Takist það sleppur Cole við þriggja leikja bann.
,,Joe er alveg í molum. Hann ætlaði svo sannarlega að láta til sín taka í dag og jafnvel þótt honum hafi ekki gengið sem skyldi í leiknum þá barðist hann mjög vel. Honum leið hræðilega eftir atvikið og fannst hann hafa brugðist liðinu, enda er það ekki óskastaða að spila heilan hálfleik manni færri."
,,Ég er búinn að fara yfir atvikið á myndbandi og ég get ekki séð að mér eða Arsené Wenger sé mjög brugðið þegar brotið á sér stað, enda er alls ekki um gróft brot að ræða. Hann ætlaði sér aldrei að taka manninn niður."
,,Joe Cole er ekki óheiðarlegur leikmaður, ég held að allir sem þekki til hans geti tekið undir það. Hann hefur á löngum ferli aldrei fengið rautt spjald og gulu spjöldin eru örfá. Hann er ekki einn af þeim sem tækla til að meiða."
,,Koscielny hlaut engan skaða af tæklingunni. Það styður okkar málstað ef við ákveðum að áfrýja. Við munum fara yfir það með sérfræðingum hvort við áfrýjum, en ég reikna með því að við gerum það. Í mínum huga verðskuldaði hann ekki rautt spjald. Það væri virkilega vont að missa hann í næstu þremur leikjum fyrir jafn litlar sakir og þetta."
Joe Cole fékk að margra mati heldur ósanngjarnt rautt spjald í lok fyrri hálfleiks í leiknum í dag, eftir brot á Laurent Koscielny miðverði Arsenal. Roy Hodgson segist vera búinn að fara yfir atvikið á myndbandi og telur að það séu góðar líkur á því að hægt sé að fá spjaldið ógilt. Takist það sleppur Cole við þriggja leikja bann.
,,Joe er alveg í molum. Hann ætlaði svo sannarlega að láta til sín taka í dag og jafnvel þótt honum hafi ekki gengið sem skyldi í leiknum þá barðist hann mjög vel. Honum leið hræðilega eftir atvikið og fannst hann hafa brugðist liðinu, enda er það ekki óskastaða að spila heilan hálfleik manni færri."
,,Ég er búinn að fara yfir atvikið á myndbandi og ég get ekki séð að mér eða Arsené Wenger sé mjög brugðið þegar brotið á sér stað, enda er alls ekki um gróft brot að ræða. Hann ætlaði sér aldrei að taka manninn niður."
,,Joe Cole er ekki óheiðarlegur leikmaður, ég held að allir sem þekki til hans geti tekið undir það. Hann hefur á löngum ferli aldrei fengið rautt spjald og gulu spjöldin eru örfá. Hann er ekki einn af þeim sem tækla til að meiða."
,,Koscielny hlaut engan skaða af tæklingunni. Það styður okkar málstað ef við ákveðum að áfrýja. Við munum fara yfir það með sérfræðingum hvort við áfrýjum, en ég reikna með því að við gerum það. Í mínum huga verðskuldaði hann ekki rautt spjald. Það væri virkilega vont að missa hann í næstu þremur leikjum fyrir jafn litlar sakir og þetta."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan