| Sf. Gutt
Liverpool var gremjulega nærri því að vinna Arsenal í fyrsta deildarleik sínum eftir að hafa verið manni færri helminginn af leiknum og tveimur í nokkrar mínútur. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli en margt í leiknum má taka sem merki um betri tíð eftir þæfinginn á síðasta keppnistímabili.
Það var sól og blíða í Liverpool þegar fyrsti deildarleikur Liverpool undir stjórn Roy Hodgson hófst. Tvennt í liðsvali hans kom á óvart. Þeir Dirk Kuyt og Javier Mascherano voru báðir í byrjunarliðinu eftir að hafa ekki leikið eina einustu mínútu með Liverpool í sumar. Javier hafði reyndar spilað með argentínska landsliðinu á miðvikudagskvöldið. Jose Reina var líka ekki í neinni leikæfingu en búist hafði verið fastlega vð því að hann spilaði leikinn. Fernando Torres var á bekknum og David Ngog leiddi sóknina sem var rökrétt.
Leikmenn beggja liða mættu ákveðnir til leiks og það fór ekkert á milli mála að framundan væri hörkuleikur. Strax kom í ljós að það var töluvert annað yfirbragð á leikmönnum Liverpool frá síðasta vetri. Þeir börðust mun betur en oftast þá og leikgleði sást á mönnum. Það voru þó Skytturnar sem höfðu boltann mest en ekki komu þær nú mörgum skotum eða hættulegum á mark Liverpool. Besta skottilraun þeirra kom snemma leiks þegar Thomas Vermaelen þrumaði að marki beint úr aukaspyrnu en Jose Reina var vel á verði og varði í horn. Mínútu fyrir leikhlé náði Liverpool góðri sókn sem endaði með því að Glen Johnson átti hörkuskot utan vítateigs sem Manuel Almunia sló yfir. Steven Gerrard tók hornið, sem var frá hægri, og hitti beint á höfuðið á David Ngog. Boltinn fór framhjá Almunia en Clichy bjargaði á marklínu.
Nokkrum andartökum fyrir lok hálfleiksins fékk Laurent Koscielny boltann úti hornfána. Þegar hann ætlaði að hreinsa fram lenti Joe Cole, sem hugðist komast fyrir boltann, harkalega á honum. Joe var rekinn af velli og Laurent fylgdi honum á börum. Reyndar kom hann svo sprækur til leiks eftir hlé! Rauða spjaldið þótti mörgum harkalegt en það stóð engu að síður!
Útlitið var kannski ekki sem best, frá sjónarhóli stuðningsmanna Liverpool, í leikhléinu fyrst Joe var farinn af velli. En útlitið varð mun bjartara í sólinni áður en ein mínúta var liðin af síðari hálfleik. Barist var um boltann til hliðar við vítateiginn hægra megin. Sá barningur endaði með því að Javier náði boltanum, eftir misskilning í vörn Arsenal, rétt utan við vítateiginn. Hann var snöggur að átta sig og renndi boltanum inn í teiginn á David Ngog sem þrykkti honum umsvifalaust upp í þaknetið við vinkilinn. Frábært mark og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu ógurlega!
Hvort sem það var markinu að þakka eða ekki þá tók Liverpool völdin á vellinum í kjölfarið og ekki var að sjá að liðsmunurinn skipti neinu máli. Á 56. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu hægra megin. Steven sendi fyrir markið beint á David sem skallaði framhjá úr góðu færi. Þar hefði hann átt að hitta á markið og jafnvel skora. Liverpool hélt föstum tökum á leiknum og Arsenal náði ekki færi fyrr en á 73. mínútu. Theo Walcott tók þá aukaspyrnu sem Jose sló í horn. Mínútu síðar braust út mikill fögnuður á Anfield þegar Fernando Torres kom inn á fyrir David. Bæði var David klappað lof í lófa og eins var heimsmeistarinn hylltur fyrir hollustu sína við Liverpool!
Á síðustu tíu mínútunum fór liðmunurinn kannski að koma í ljós. Ekki hjálpaði það Liverpool að Daniel Agger varð að fara af um tíma vegna höfuðhöggs og voru þá aðeins níu í liðinu. Svo var að sjá að Daninn hefði mjög óljósa hugmynd um hvar hann væri staddur þennan daginn! Á 86. mínútu náði Tomas Rosicky að komast upp að vítateignum eftir góðan samleik. Hann náði föstu skoti að marki en Jose bjargaði með tilþrifum og sló boltann yfir. Í kjölfarið gerðu Skytturnar harð hríð að marki Liverpool en allt slapp til en þó naumlega.
Á lokamínútunni dundi ógæfan yfir. Tomas sendi boltann inn á vítateig Liverpool. Jose reyndi að ná honum með úthlaupi sem reyndist vafasamt. Hann rakst á Chamakh og frá þeim hrökk boltinn í stöngina. Jose var snöggur að snúa sér við og ætlaði að ná boltanum en það tókst ekki betur til en svo að boltinn fór af höndum hans og í markið! Gjafamark sem Arsenal fékk og það leit ekki vel út fyrir Jose. Kannski kom það honum þarna illa að hafa ekki spilað neitt í allt sumar. Eins var hugsanlegt að sólin hefði truflað hann en hún skein beint í áttina þar sem þetta allt gerðist.
Leikmenn Liverpool hengdu ekki haus og í viðbótartíma munaði litlu að sigur næðist þegar Steven náði föstu skoti á markið úr aukaspyrnu. Manuel sá því miður við honum og varði í horn. Leikurinn endaði svo á því að Laurent Koscielny var rekinn af velli efti að hafa fengið tvö gul spjöld. Jafnt var þá orðið í liðum en það skipti engu úr því sem komið var. Jafntefli varð niðurstaðan og má ef til vill segja að sú niðurstaða hafi verið sanngjörn.
Stuðningsmönnum Liverpool gramdist auðvitað að sigur skyldi ekki nást en þeir gátu verið ánægðir með margt í leik sinna manna. Þeir voru samhentir og börðust vel allan tímann. Of oft skorti á að það á síðasta keppnistímabili. Stuðningsmennirnir gátu líka verið sáttir við sitt framlag því þeir voru líka duglegri en oft á síðustu sparktíð!
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Carragher, Skrtel, Gerrard, Cole, Kuyt, Mascherano (Leiva 79. mín.), Jovanovic (Rodriguez 66. mín.) og Ngog (Torres 74. mín.). Not used: Cavalieri, Aurelio, Kelly og Babel.
Mark Liverpool: David Ngog (46. mín.).
Rautt spjald: Joe Cole.
Gult spjald: Steven Gerrard.
Arsenal: Almunia, Sagna, Vermaelen, Koscielny, Clichy, Diaby (van Persie 76. mín.), Nasri, Wilshere (Rosicky 60. mín.), Arshavin, Eboue (Walcott 59. mín.) og Chamakh. Ónotaðir varamenn: Fabianski, Gibbs, Song og Vela.
Mark Arsenal: Jose Reina, sm, (90. mín.).
Rautt spjald: Laurent Koscielny.
Gul spjöld: Laurent Koscielny, Jack Wilshere og Tomas Rosicky.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.722.
Maður leiksins: David Ngog. Pilturinn stóð sig með mikilli prýði. Hann leiddi sóknina, var duglegur, fékk bestu færi Liverpool og skoraði glæsilegt mark. Það er meira spunnið í piltinn en margir hafa talið!
Roy Hodgson: Menn lögðu geysilega hart að sér. Það er erfitt að ná stigum í Úrvalsdeildinni og þess vegna er maður skiljanlega vonsvikinn að hafa verið svona nærri því að ná þremur. Kannski áttum við þau skilið, í stað eins, eftir að hafa spilað svona vel í síðari hálfleik. En ég hefði trúlega þegið 0:0 eða 1:1 jafntefli ef einhver hefði boðið það í hálfleik.
Fróðleikur
- David Ngog skoraði fjórða mark sitt á keppnistímabilinu.
- Jose Reina lék sinn 260. leik með Liverpool.
- Joe Cole var rekinn af leikvelli í fyrsta sinn á ferli sínum.
- Liverpool hefur ekki unnið Arsenal í deildarleik frá því árið 2007.
- Fyrir utan fyrstu framkvæmdastjóra Liverpool, John McKenna og William E Barclay, þá hefur engum tekist að leiða nýja liðið sitt til sigurs í þremur fyrstu l leikjunum. Það munaði gremjulega litlu að Roy Hodgson tækist það!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
TIL BAKA
Gremjulega nærri sigri
Liverpool var gremjulega nærri því að vinna Arsenal í fyrsta deildarleik sínum eftir að hafa verið manni færri helminginn af leiknum og tveimur í nokkrar mínútur. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli en margt í leiknum má taka sem merki um betri tíð eftir þæfinginn á síðasta keppnistímabili.
Það var sól og blíða í Liverpool þegar fyrsti deildarleikur Liverpool undir stjórn Roy Hodgson hófst. Tvennt í liðsvali hans kom á óvart. Þeir Dirk Kuyt og Javier Mascherano voru báðir í byrjunarliðinu eftir að hafa ekki leikið eina einustu mínútu með Liverpool í sumar. Javier hafði reyndar spilað með argentínska landsliðinu á miðvikudagskvöldið. Jose Reina var líka ekki í neinni leikæfingu en búist hafði verið fastlega vð því að hann spilaði leikinn. Fernando Torres var á bekknum og David Ngog leiddi sóknina sem var rökrétt.
Leikmenn beggja liða mættu ákveðnir til leiks og það fór ekkert á milli mála að framundan væri hörkuleikur. Strax kom í ljós að það var töluvert annað yfirbragð á leikmönnum Liverpool frá síðasta vetri. Þeir börðust mun betur en oftast þá og leikgleði sást á mönnum. Það voru þó Skytturnar sem höfðu boltann mest en ekki komu þær nú mörgum skotum eða hættulegum á mark Liverpool. Besta skottilraun þeirra kom snemma leiks þegar Thomas Vermaelen þrumaði að marki beint úr aukaspyrnu en Jose Reina var vel á verði og varði í horn. Mínútu fyrir leikhlé náði Liverpool góðri sókn sem endaði með því að Glen Johnson átti hörkuskot utan vítateigs sem Manuel Almunia sló yfir. Steven Gerrard tók hornið, sem var frá hægri, og hitti beint á höfuðið á David Ngog. Boltinn fór framhjá Almunia en Clichy bjargaði á marklínu.
Nokkrum andartökum fyrir lok hálfleiksins fékk Laurent Koscielny boltann úti hornfána. Þegar hann ætlaði að hreinsa fram lenti Joe Cole, sem hugðist komast fyrir boltann, harkalega á honum. Joe var rekinn af velli og Laurent fylgdi honum á börum. Reyndar kom hann svo sprækur til leiks eftir hlé! Rauða spjaldið þótti mörgum harkalegt en það stóð engu að síður!
Útlitið var kannski ekki sem best, frá sjónarhóli stuðningsmanna Liverpool, í leikhléinu fyrst Joe var farinn af velli. En útlitið varð mun bjartara í sólinni áður en ein mínúta var liðin af síðari hálfleik. Barist var um boltann til hliðar við vítateiginn hægra megin. Sá barningur endaði með því að Javier náði boltanum, eftir misskilning í vörn Arsenal, rétt utan við vítateiginn. Hann var snöggur að átta sig og renndi boltanum inn í teiginn á David Ngog sem þrykkti honum umsvifalaust upp í þaknetið við vinkilinn. Frábært mark og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu ógurlega!
Hvort sem það var markinu að þakka eða ekki þá tók Liverpool völdin á vellinum í kjölfarið og ekki var að sjá að liðsmunurinn skipti neinu máli. Á 56. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu hægra megin. Steven sendi fyrir markið beint á David sem skallaði framhjá úr góðu færi. Þar hefði hann átt að hitta á markið og jafnvel skora. Liverpool hélt föstum tökum á leiknum og Arsenal náði ekki færi fyrr en á 73. mínútu. Theo Walcott tók þá aukaspyrnu sem Jose sló í horn. Mínútu síðar braust út mikill fögnuður á Anfield þegar Fernando Torres kom inn á fyrir David. Bæði var David klappað lof í lófa og eins var heimsmeistarinn hylltur fyrir hollustu sína við Liverpool!
Á síðustu tíu mínútunum fór liðmunurinn kannski að koma í ljós. Ekki hjálpaði það Liverpool að Daniel Agger varð að fara af um tíma vegna höfuðhöggs og voru þá aðeins níu í liðinu. Svo var að sjá að Daninn hefði mjög óljósa hugmynd um hvar hann væri staddur þennan daginn! Á 86. mínútu náði Tomas Rosicky að komast upp að vítateignum eftir góðan samleik. Hann náði föstu skoti að marki en Jose bjargaði með tilþrifum og sló boltann yfir. Í kjölfarið gerðu Skytturnar harð hríð að marki Liverpool en allt slapp til en þó naumlega.
Á lokamínútunni dundi ógæfan yfir. Tomas sendi boltann inn á vítateig Liverpool. Jose reyndi að ná honum með úthlaupi sem reyndist vafasamt. Hann rakst á Chamakh og frá þeim hrökk boltinn í stöngina. Jose var snöggur að snúa sér við og ætlaði að ná boltanum en það tókst ekki betur til en svo að boltinn fór af höndum hans og í markið! Gjafamark sem Arsenal fékk og það leit ekki vel út fyrir Jose. Kannski kom það honum þarna illa að hafa ekki spilað neitt í allt sumar. Eins var hugsanlegt að sólin hefði truflað hann en hún skein beint í áttina þar sem þetta allt gerðist.
Leikmenn Liverpool hengdu ekki haus og í viðbótartíma munaði litlu að sigur næðist þegar Steven náði föstu skoti á markið úr aukaspyrnu. Manuel sá því miður við honum og varði í horn. Leikurinn endaði svo á því að Laurent Koscielny var rekinn af velli efti að hafa fengið tvö gul spjöld. Jafnt var þá orðið í liðum en það skipti engu úr því sem komið var. Jafntefli varð niðurstaðan og má ef til vill segja að sú niðurstaða hafi verið sanngjörn.
Stuðningsmönnum Liverpool gramdist auðvitað að sigur skyldi ekki nást en þeir gátu verið ánægðir með margt í leik sinna manna. Þeir voru samhentir og börðust vel allan tímann. Of oft skorti á að það á síðasta keppnistímabili. Stuðningsmennirnir gátu líka verið sáttir við sitt framlag því þeir voru líka duglegri en oft á síðustu sparktíð!
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Carragher, Skrtel, Gerrard, Cole, Kuyt, Mascherano (Leiva 79. mín.), Jovanovic (Rodriguez 66. mín.) og Ngog (Torres 74. mín.). Not used: Cavalieri, Aurelio, Kelly og Babel.
Mark Liverpool: David Ngog (46. mín.).
Rautt spjald: Joe Cole.
Gult spjald: Steven Gerrard.
Arsenal: Almunia, Sagna, Vermaelen, Koscielny, Clichy, Diaby (van Persie 76. mín.), Nasri, Wilshere (Rosicky 60. mín.), Arshavin, Eboue (Walcott 59. mín.) og Chamakh. Ónotaðir varamenn: Fabianski, Gibbs, Song og Vela.
Mark Arsenal: Jose Reina, sm, (90. mín.).
Rautt spjald: Laurent Koscielny.
Gul spjöld: Laurent Koscielny, Jack Wilshere og Tomas Rosicky.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.722.
Maður leiksins: David Ngog. Pilturinn stóð sig með mikilli prýði. Hann leiddi sóknina, var duglegur, fékk bestu færi Liverpool og skoraði glæsilegt mark. Það er meira spunnið í piltinn en margir hafa talið!
Roy Hodgson: Menn lögðu geysilega hart að sér. Það er erfitt að ná stigum í Úrvalsdeildinni og þess vegna er maður skiljanlega vonsvikinn að hafa verið svona nærri því að ná þremur. Kannski áttum við þau skilið, í stað eins, eftir að hafa spilað svona vel í síðari hálfleik. En ég hefði trúlega þegið 0:0 eða 1:1 jafntefli ef einhver hefði boðið það í hálfleik.
Fróðleikur
- David Ngog skoraði fjórða mark sitt á keppnistímabilinu.
- Jose Reina lék sinn 260. leik með Liverpool.
- Joe Cole var rekinn af leikvelli í fyrsta sinn á ferli sínum.
- Liverpool hefur ekki unnið Arsenal í deildarleik frá því árið 2007.
- Fyrir utan fyrstu framkvæmdastjóra Liverpool, John McKenna og William E Barclay, þá hefur engum tekist að leiða nýja liðið sitt til sigurs í þremur fyrstu l leikjunum. Það munaði gremjulega litlu að Roy Hodgson tækist það!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan