| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Hansen: Liverpool hafa það sem City vantar
Alan Hansen telur að Liverpool hafi eitthvað sem Manchester City sárlega vanti - möguleikann á því að spila sem lið. Liðin mætast á heimavelli City næstkomandi mánudagskvöld eftir að hafa bæði gert jafntefli í fyrstu umferð.
Hansen horfði á báða leiki þessara liða um helgina og telur að stuðningsmenn Liverpool geti verið bjartsýnni fyrir leikinn.
Hann sagði: ,,Stundum leit út fyrir að City væru með 11 ókunnuga leikmenn inná vellinum. Þegar 11 ókunnugir koma saman gegn vel samspilandi liði býst maður við því að það síðarnefnda vinni leikinn. City geta svo þakkað Joe Hart fyrir að hafa ekki tapað með sex marka mun á laugardaginn."
,,Ef leikmenn skilja ekki hvorn annan þá er komið upp vandamál og City þurfa að þróa með sér liðsanda og skilning milli leikmanna sem er svo mikilvægur fyrir lið sem vill vinna stóra bikara."
,,Liverpool hafa þennan skilning milli manna og allt er mun bjartara nú yfir Anfield en það var fyrir tveim mánuðum síðan. Allir voru mjög svartsýnir þá. Steven Gerrard og Fernando Torres virtust vera á leiðinni frá félaginu og allt leit mjög illa út. En Roy Hodgson hefur rétt skútuna af og í Joe Cole hefur hann gert frábær kaup."
,,Allt í einu þora stuðningsmenn Liverpool að leyfa sér að vona, en hljóðlega þó. Þeir eru kannski ekki líklegir til að vinna deildina en þeir eru klárlega lið sem keppir um eitt af fjórum efstu sætunum."
Hansen horfði á báða leiki þessara liða um helgina og telur að stuðningsmenn Liverpool geti verið bjartsýnni fyrir leikinn.
Hann sagði: ,,Stundum leit út fyrir að City væru með 11 ókunnuga leikmenn inná vellinum. Þegar 11 ókunnugir koma saman gegn vel samspilandi liði býst maður við því að það síðarnefnda vinni leikinn. City geta svo þakkað Joe Hart fyrir að hafa ekki tapað með sex marka mun á laugardaginn."
,,Ef leikmenn skilja ekki hvorn annan þá er komið upp vandamál og City þurfa að þróa með sér liðsanda og skilning milli leikmanna sem er svo mikilvægur fyrir lið sem vill vinna stóra bikara."
,,Liverpool hafa þennan skilning milli manna og allt er mun bjartara nú yfir Anfield en það var fyrir tveim mánuðum síðan. Allir voru mjög svartsýnir þá. Steven Gerrard og Fernando Torres virtust vera á leiðinni frá félaginu og allt leit mjög illa út. En Roy Hodgson hefur rétt skútuna af og í Joe Cole hefur hann gert frábær kaup."
,,Allt í einu þora stuðningsmenn Liverpool að leyfa sér að vona, en hljóðlega þó. Þeir eru kannski ekki líklegir til að vinna deildina en þeir eru klárlega lið sem keppir um eitt af fjórum efstu sætunum."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan