| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Agger óánægður með framgang mála
Daniel Agger segist ekki vera sáttur með spilastíl Roy Hodgson. Hann segist aldrei ætla að verða leikmaður sem kýlir boltanum fram í hvert skipti sem hann fær hann.
Þessi orð lætur Daniel Agger falla í viðtali við Danska Extra blaðið í dag, en Daninn sterki hefur átt heldur erfitt uppdráttar eftir að Roy Hodgson tók við stjórnartaumunum hjá Liverpool.
Agger heldur því fram að hann passi ekki inn í plön Hodgsons.
,,Hodgson hefur breytt spilastílnum frá því sem hann var þegar Benítez var hér. Nú eiga varnarmennirnir bara að koma botanum burt en hinir eiga að sjá um fíma spilið. Það er bara alls ekki minn stíll. Ég vil frekar halda boltanum og spila honum upp. Byrja sóknirnar frá aftasta manni."
Agger viðurkennir að hann verði líklega að breyta stíl sínum eitthvað ef hann ætli sér að vera áfram hjá Liverpool.
,,Ég verð að reyna að breyta mér aðeins, en ég mun aldrei verða sá spilari sem neglir boltanum fram um leið og hann kemst í hann. Það er einfaldlega ekki ég."
,,Ég veit hvað ég get og ég held að Hodgson viti það líka. Ég fæ örugglega einhver tækifæri. En það er stjórinn sem velur liðið, þannig er það bara."
Þessi orð lætur Daniel Agger falla í viðtali við Danska Extra blaðið í dag, en Daninn sterki hefur átt heldur erfitt uppdráttar eftir að Roy Hodgson tók við stjórnartaumunum hjá Liverpool.
Agger heldur því fram að hann passi ekki inn í plön Hodgsons.
,,Hodgson hefur breytt spilastílnum frá því sem hann var þegar Benítez var hér. Nú eiga varnarmennirnir bara að koma botanum burt en hinir eiga að sjá um fíma spilið. Það er bara alls ekki minn stíll. Ég vil frekar halda boltanum og spila honum upp. Byrja sóknirnar frá aftasta manni."
Agger viðurkennir að hann verði líklega að breyta stíl sínum eitthvað ef hann ætli sér að vera áfram hjá Liverpool.
,,Ég verð að reyna að breyta mér aðeins, en ég mun aldrei verða sá spilari sem neglir boltanum fram um leið og hann kemst í hann. Það er einfaldlega ekki ég."
,,Ég veit hvað ég get og ég held að Hodgson viti það líka. Ég fæ örugglega einhver tækifæri. En það er stjórinn sem velur liðið, þannig er það bara."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan