| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Carragher tekur á sig þriðja markið
Jamie Carragher er vonsvikinn yfir því að hafa ekki náð að stoppa Dimitar Berbatov í þriðja markinu í gær, en telur að Roy Hodgson sé á réttri leið með Liverpool liðið.

Carragher deilir greinilega ekki áhyggjum Daniel Agger af framgangi mála á Anfield. Hann telur að Roy Hodgson sé á réttri leið með liðið og aðeins sé tímaspursmál hvenær liðið hrökkvi í gang.
Carragher segist vera ánægður með karakterinn sem liðið sýndi í seinni hálfleik í gær, þegar liðið jafnaði leikinn á nokkurra mínútna kafla. Hann er þó þrælsvekktur yfir því að hafa ekki náð að klifra nógu hátt í loftinu þegar Dimitar Berbatov gerði út um leikinn fyrir heimamenn á 84. mínútu.
,,Það er alltaf svekkjandi að tapa svona stórleik. En við sýndum mikinn karakter með því að komast aftur inn í leikinn. Það var hins vegar mjög svekkjandi að ná ekki að stöðva Berbatov í lokin. Ég tek það á mig", segir Carra í viðtali við Liverpool Echo.
,,Í rauninni olli Manchester liðið okkur ekki neinum stórkostlegum vandræðum í leiknum. Reina þurfti t.d. sáralítið að gera allan leikinn, en samt þurfti hann að hirða boltann þrisvar sinnum úr netinu."
,,Ef við skoðum mörkin þá var það dapur varnarleikur sem skóp fyrsta mark þeirra. Annað markið var síðan bara eins og það var. Það er ekki hægt að segja neitt við því, þetta var stórkostlegt mark. Það er því miður ekki hægt að segja annað. Í þriðja markinu átti ég síðan að gera betur. Ég er mjög svekktur yfir því að hafa ekki náð að stöðva hann. En svona er fótboltinn. Þú klikkar á einu til tveimur litlum atriðum og getur staðið uppi stigalaus á eftir."
,,Það er enn nóg eftir að tímabilinu. Við erum að byggja liðið upp eftir vonbrigði síðustu leiktíðar. Við höfum ekki byrjað sérlega vel en mér finnst við vera á réttri leið. Ef við náum einum til tveimur góðum sigrum þá erum við komnir langleiðina á beinu brautina. Það eru tveir heimaleikir framundan í deildinni. Ef okkur tekst að ná í sex stig úr þeim þá verður bjartara yfir mannskapnum", segir Carragher að lokum.

Carragher deilir greinilega ekki áhyggjum Daniel Agger af framgangi mála á Anfield. Hann telur að Roy Hodgson sé á réttri leið með liðið og aðeins sé tímaspursmál hvenær liðið hrökkvi í gang.
Carragher segist vera ánægður með karakterinn sem liðið sýndi í seinni hálfleik í gær, þegar liðið jafnaði leikinn á nokkurra mínútna kafla. Hann er þó þrælsvekktur yfir því að hafa ekki náð að klifra nógu hátt í loftinu þegar Dimitar Berbatov gerði út um leikinn fyrir heimamenn á 84. mínútu.
,,Það er alltaf svekkjandi að tapa svona stórleik. En við sýndum mikinn karakter með því að komast aftur inn í leikinn. Það var hins vegar mjög svekkjandi að ná ekki að stöðva Berbatov í lokin. Ég tek það á mig", segir Carra í viðtali við Liverpool Echo.
,,Í rauninni olli Manchester liðið okkur ekki neinum stórkostlegum vandræðum í leiknum. Reina þurfti t.d. sáralítið að gera allan leikinn, en samt þurfti hann að hirða boltann þrisvar sinnum úr netinu."
,,Ef við skoðum mörkin þá var það dapur varnarleikur sem skóp fyrsta mark þeirra. Annað markið var síðan bara eins og það var. Það er ekki hægt að segja neitt við því, þetta var stórkostlegt mark. Það er því miður ekki hægt að segja annað. Í þriðja markinu átti ég síðan að gera betur. Ég er mjög svekktur yfir því að hafa ekki náð að stöðva hann. En svona er fótboltinn. Þú klikkar á einu til tveimur litlum atriðum og getur staðið uppi stigalaus á eftir."
,,Það er enn nóg eftir að tímabilinu. Við erum að byggja liðið upp eftir vonbrigði síðustu leiktíðar. Við höfum ekki byrjað sérlega vel en mér finnst við vera á réttri leið. Ef við náum einum til tveimur góðum sigrum þá erum við komnir langleiðina á beinu brautina. Það eru tveir heimaleikir framundan í deildinni. Ef okkur tekst að ná í sex stig úr þeim þá verður bjartara yfir mannskapnum", segir Carragher að lokum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan