| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Verðum að nýta okkur ástandið á Liverpool
,,Stóri" Sam Allardyce stjóri Blackburn vonast til þess að krísan hjá Liverpool haldi áfram, að minnsta kosti fram yfir leikinn á sunnudaginn.
Liverpool mætir Blackburn á sunnudaginn og þarf nauðsýnlega á sigri að halda, en liðið hefur ekki byrjað jafn illa síðan 1953. Roy Hodgson þykir orðinn ansi valtur í sessi sem knattspyrnustjóri félagsins og hann gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiksins á sunnudaginn, enda stillti hann upp hálfgerðu varaliði gegn Napoli í Evrópudeildinni í gærkvöldi svo hann gæti örugglega stillt upp sínu sterkasta liði gegn Blackburn.
Stóri Sam virðist staðráðinn í að nýta sér taugaveiklunina í herbúðum Liverpool og fyrsta innlegg hans í sálfræðihernaðinum fyrir leikinn kom í morgun þegar hann sagðist vera ánægður með að mæta Liverpool á þessum tímapunkti. Hann segir það mjög mikilvægt fyrir Blackburn að nýta sér ástandið í herbúðum Liverpool þessa dagana, þar ríki greinilega alvarleg krísa.
,,Liverpool er fyrir neðan okkur á stigatöflunni. Hversu oft fær maður tækifæri til að mæta þeim við þær aðstæður? Það gerist afar sjaldan og því er mikilvægt fyrir okkur að nýta tækifærið", segir Allardyce.
,,Allt vesenið og stressið í kringum eignarhald félagsins og fjármál þess hefur greinilega haft mikil áhrif á allt liði. þetta er sama staða og var uppi hjá Portsmouth í fyrra. Það endaði með því að liðið féll. Ég vorkenni Roy og hann hefur fengið geysilega mikla gagnrýni á sig. En hann á eftir að bæta úr fái hann tíma til þess." Sam Allardyce er greinilega staðráðinn í að sýna Liverpool enga miskunn á Anfield á sunnudaginn.
Liverpool mætir Blackburn á sunnudaginn og þarf nauðsýnlega á sigri að halda, en liðið hefur ekki byrjað jafn illa síðan 1953. Roy Hodgson þykir orðinn ansi valtur í sessi sem knattspyrnustjóri félagsins og hann gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiksins á sunnudaginn, enda stillti hann upp hálfgerðu varaliði gegn Napoli í Evrópudeildinni í gærkvöldi svo hann gæti örugglega stillt upp sínu sterkasta liði gegn Blackburn.
Stóri Sam virðist staðráðinn í að nýta sér taugaveiklunina í herbúðum Liverpool og fyrsta innlegg hans í sálfræðihernaðinum fyrir leikinn kom í morgun þegar hann sagðist vera ánægður með að mæta Liverpool á þessum tímapunkti. Hann segir það mjög mikilvægt fyrir Blackburn að nýta sér ástandið í herbúðum Liverpool þessa dagana, þar ríki greinilega alvarleg krísa.
,,Liverpool er fyrir neðan okkur á stigatöflunni. Hversu oft fær maður tækifæri til að mæta þeim við þær aðstæður? Það gerist afar sjaldan og því er mikilvægt fyrir okkur að nýta tækifærið", segir Allardyce.
,,Allt vesenið og stressið í kringum eignarhald félagsins og fjármál þess hefur greinilega haft mikil áhrif á allt liði. þetta er sama staða og var uppi hjá Portsmouth í fyrra. Það endaði með því að liðið féll. Ég vorkenni Roy og hann hefur fengið geysilega mikla gagnrýni á sig. En hann á eftir að bæta úr fái hann tíma til þess." Sam Allardyce er greinilega staðráðinn í að sýna Liverpool enga miskunn á Anfield á sunnudaginn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan