| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Hodgson hlakkar til sunnudagsins
Liverpool heimsækir Tottenham á sunnudaginn kl. 16.00. Roy Hodgson segist hlakka til að mæta Spurs og ætlar að mæta vel undirbúinn til leiks.
Tottenham mætir Werder Bremen í kvöld í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn fer fram á White Hart Lane og Roy Hodgson ætlar að vera meðal áhorfenda.
,,Ég ætla að fylgjast með leiknum og skoða liðið betur. Við vitum auðvitað nokkurn veginn hvernig Tottenham spilar. Við þekkjum liðið og leikmennina orðið vel og vitum að liðið getur verið mjög sterkt sóknarlega. Það á ekkert að koma okkur á óvart í þeirra leik, spurningin er bara hvort við náum að spila þannig að það valdi þeim vandræðum."
Liverpool á ekki leik í Evrópudeildinni fyrr en í næstu viku og Hodgson telur að hvíldin sem Liverpool fær umfram Tottenham komi liðinu til góða.
,,Það er mjög kærkomið fyrir okkur að fá frí núna í miðri viku. Það gefur okkur tækifæri til að fara betur yfir það sem við þurfum að laga í okkar leik. Maður getur ekki lagt eins mikið upp úr því þegar leikjadagskráin er jafn stíf og hún er stundum. Fríið á að koma okkur til góða, en það er undir okkur komið að nýta það."
Í síðustu sex leikjum í deildinni hefur Liverpool halað inn 13 stig af átján mögulegum. Einungis Manchester United getur státað af betri árangri, en rauðu djöflarnir hafa náð í 14 stig úr síðustu sex leikjum. Hodgson er ánægður með framfarirnar sem Liverpool liðið hefur sýnt að undanförnu og telur að það sé á réttri leið.
,,Ég er mjög ánægður með hvernig gengi liðsins og spilamennska hefur lagast. Í síðustu sex deildarleikjum og tveimur Evrópudeildarleikjum höfum við bara tapað einu sinni og þrátt fyrir að hafa stundum þurft að gera verulegar breytingar á byrjunarliðinu vegna meiðsla og annarra hluta. Auðvitað byrjuðum við illa en mér finnst allt á réttri leið þessa stundina."
Tottenham er í 6. sæti Úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á undan Liverpool. Í vetur hefur liðið oft átt í mesta basli í deildinni helgina eftir Meistaradeildarleiki. Vonandi halda þau vandræði áfram í herbúðum Tottenham. Að minnsta kosta fram yfir helgina.
Tottenham mætir Werder Bremen í kvöld í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn fer fram á White Hart Lane og Roy Hodgson ætlar að vera meðal áhorfenda.
,,Ég ætla að fylgjast með leiknum og skoða liðið betur. Við vitum auðvitað nokkurn veginn hvernig Tottenham spilar. Við þekkjum liðið og leikmennina orðið vel og vitum að liðið getur verið mjög sterkt sóknarlega. Það á ekkert að koma okkur á óvart í þeirra leik, spurningin er bara hvort við náum að spila þannig að það valdi þeim vandræðum."
Liverpool á ekki leik í Evrópudeildinni fyrr en í næstu viku og Hodgson telur að hvíldin sem Liverpool fær umfram Tottenham komi liðinu til góða.
,,Það er mjög kærkomið fyrir okkur að fá frí núna í miðri viku. Það gefur okkur tækifæri til að fara betur yfir það sem við þurfum að laga í okkar leik. Maður getur ekki lagt eins mikið upp úr því þegar leikjadagskráin er jafn stíf og hún er stundum. Fríið á að koma okkur til góða, en það er undir okkur komið að nýta það."
Í síðustu sex leikjum í deildinni hefur Liverpool halað inn 13 stig af átján mögulegum. Einungis Manchester United getur státað af betri árangri, en rauðu djöflarnir hafa náð í 14 stig úr síðustu sex leikjum. Hodgson er ánægður með framfarirnar sem Liverpool liðið hefur sýnt að undanförnu og telur að það sé á réttri leið.
,,Ég er mjög ánægður með hvernig gengi liðsins og spilamennska hefur lagast. Í síðustu sex deildarleikjum og tveimur Evrópudeildarleikjum höfum við bara tapað einu sinni og þrátt fyrir að hafa stundum þurft að gera verulegar breytingar á byrjunarliðinu vegna meiðsla og annarra hluta. Auðvitað byrjuðum við illa en mér finnst allt á réttri leið þessa stundina."
Tottenham er í 6. sæti Úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á undan Liverpool. Í vetur hefur liðið oft átt í mesta basli í deildinni helgina eftir Meistaradeildarleiki. Vonandi halda þau vandræði áfram í herbúðum Tottenham. Að minnsta kosta fram yfir helgina.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan