| Sf. Gutt
Charles Itandje fer frá Liverpool núna um áramótin. Franski markmaðurinn hefur verið lengi á launaskrá án þess að spila en nú er komið að því að hann fari á braut. Slíkt er auðvitað gott fyrir launareikning félagsins enda lítið vit í að borga leikmönnum kaup sem aldrei spila og gera þannig ekkert gagn.
Charles mun fara til Grikklands þar sem hann hefur gert samning við Atromitos og tekur samningurinn gildi á nýársdag. Samningurinn gildir í tvö og hálft ár.
Charles Itandje kom til Liverpool frá franska liðinu Lens sumarið 2007. Hann lék alls sjö leiki með Liverpool. Hann var nú ekki sannfærandi í þessum leikjum og fékk á sig átta mörk. Reyndar voru þetta allt bikarleikir og vörn liðsins var gjarnan mikið breytt í þeim leikjum frá deildarleikjum.
Leikina sjö lék Charles á leiktíðinni 2007/08 og alla tíð síðan hefur hann verið á kaupi án þess að spila og það ekki einu sinni með varaliðinu!
TIL BAKA
Charles Itandje yfirgefur Liverpool

Charles mun fara til Grikklands þar sem hann hefur gert samning við Atromitos og tekur samningurinn gildi á nýársdag. Samningurinn gildir í tvö og hálft ár.
Charles Itandje kom til Liverpool frá franska liðinu Lens sumarið 2007. Hann lék alls sjö leiki með Liverpool. Hann var nú ekki sannfærandi í þessum leikjum og fékk á sig átta mörk. Reyndar voru þetta allt bikarleikir og vörn liðsins var gjarnan mikið breytt í þeim leikjum frá deildarleikjum.
Leikina sjö lék Charles á leiktíðinni 2007/08 og alla tíð síðan hefur hann verið á kaupi án þess að spila og það ekki einu sinni með varaliðinu!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan